Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 82

Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 82
hann. „Viltu ekki sjá niður?" Ég fór um borð og við tókum tal saman. Hann hafði einmitt verið á Kofra þegar hann fórst og sagði mér hversu innilega þeir hefðu beðið fyrir unglingunum tveimur þegar endalokin virtust blasa við. Ég sagði honum þá að mín örlög tengdust þessum báti með vissum hætti og bað hann að koma með mér upp í gagnfræða- skóla. Þar spilaði ég fyrir hann Pakkar- gjörð. Að leiknum loknum sneri ég mér að honum og sá að hann viknaði og hafði tárast. Hann sagði mér að hann fyndi í laginu sama tón og hefði verið í fyrir- bænum þeirra fyrir unglingunum á hásk- astundinni. Enn síðar lendi ég inni á sjúkrahúsi. Mér leið illa og var fullur kvíða og ang- istar inni á þessari stóru stofnun, þar sem ég þekkti engan. Þá spyr maðurinn í rúminu við hliðina á mér hvort ég muni ekki eftir sér. Ég hef hitt slíkan aragrúa af fólki á ferðum mínum um landið að mér er ómögulegt að koma því öllu fyrir mig á öðrum stöðum og við allt aðrar að- stæður og kvað því nei við. Hann sagðist þá vera maðurinn á Kofra sem ég hefði spilað fyrir uppi í gagnfræðaskólanum á Isafirði, svo að væri sér ógleymanlegt. Er skemmst frá því að segja að ég hresstist allur og tók gleði mína og æðruleysi á ný, enda fór allt vel og ég fékk fullan bata minna meina. Fyrir sjómannadaginn 1988 var svo hringt í mig og mér sagt að séra Sigurður Guðmundsson í Hafnarfirði hefði ort ljóð við þetta lag mitt, Þakkargjörð, og ég beðinn leyfis að það yrði flutt í Dómkirkjunni í mælis sjómanna- dagsins, sem ég fúslega veitti. Þar með hélt ég að þetta dæmi væri gengið upp, en eitt var samt eftir. Síðasta sjómannadag fór ég til messu í Bústaðakirkju og var kominn nokkru áð- ur en athöfnin skyldi hefjast. Þá kom organistinn, Guðni Þ. Guðmundsson, að máli við mig og bað mig að annast undir- leik er kórinn syngi Þakkargjörð. Ég benti honum á að ég væri óundirbúinn og kynni auk þess ekkert á orgel. Hann sagði að flygill væri í kirkjunni niðri og við mundum bara flytja kórinn niður og nota hann Ég lét til leiðast og hef held ég aldrei verið glaðari og ánægðari á ævinni en þegar flutningnum var lokið og ég fann streyma til mín þakklæti áheyrenda og þeirra sem með mér stóðu að flutn- ingi verksins. Þannig fellur eitt að öðru í lífstaflinu og að lokum falla allir hlutir á sinn stað. Það sem manni finnst á sínum tíma lítilfjörlegur útúrdúr, eins og þessi skrautritun mín fyrir Sjómannadagsráð, dregur á eftir sér langan slóða, þar sem fjöldi fólks eignast hlut að máli. Þess vegna er ég þeirrar skoðunar að list og líf verði ekki aðskilið, listaverk verði ekki sköpuð í einangrun frá daglegu lífi. Ég hef auðvitað fyllstu samúð með því sjón- armiði að listamenn fái nægan tíma til að helga sig listsköpun sinni og að brauð- stritið beri ekki tjáningarþörfina og sköpunargáfuna ofurliði. En ég hef aldrei tekið undir það að listamenn eigi að firra þeirri frumkvöð hvers manns að sjá sér og sínum farborða og að þeir eigi kröfu á hendur samfélaginu um að þeim bikar sé vikið frá þeim svo að þeir megi helga sig list sinni óskiptir. Það sem ég sé og heyri í kringum mig af óskapnaði og hávaða, sem gerir kröfu til að ganga undir nafninu list, af meðalmennsku, skussahætti, smekkleysu og skorti á verkkunnáttu, sem telur sig sérstaklega verðlaunaverðan, fær mig stundum til að halda að við höfum gengið of langt á þeirri braut, að styðja „list“, án sundur- greiningar og tilraunar til verðleikamats. Auðvitað veit ég að samtíðin er ekki óskeikul í mati á listamönnum sínum, en það að verk seljist ekki og séu ekki virt viðlits af samtíðinni, er heldur engan veginn örugg vísbending um að viðkom- andi eigi eftir að öðlast ódauðlega frægð eftir dauðann. Ég hef raunar aldrei skilið þá listamenn sem halda að nafli heimsins sé hringur dreginn um þá sjálfa. Ég hef heldur aldrei vænst þess af lífinu að bera peningalega mikið úr býtum. En hitt get ég tekið undir að skuldir og basl og eilíf- ar fjárhagsáhyggjur eru niðurdrepandi viðbjóður. Það hef ég reynt sjálfur. Ég var kominn í talsverðar skuldir vegna út- gáfu laga minna á nótum, en Litla flugan þurrkaði þær út. Skömmu síðar tókst mér með hjálp guðs og góðra manna að festa kaup á þessu íbúðarhúsi, sem hefur verið athvarf og skjól mitt og minnar fjölskyldu. Og þótt eftirlaunin séu ekki „Pegar ég áhvað fyrir tuttugu árum að segja shilu) við Bahhus, fór ég í meðferð og tók að lifa í samrcemi við boðorð AA samtakanna um ceðruleysi gagri vart þeim hlutum sem ég fce ekki breytt ásamt þeim styrk til að breyta því sem unnt er að breyta og betur má fara ..." há á ég hér öruggan vinnustað og góða vinnuaðstöðu og vænti þess að ég eigi enn langan vinnudag fyrir höndum, því að 70 ár teljast varla hár aldur í dag.“ Og því fer fjarri að Fúsi sitji auðum höndum. Mörg undanfarin ár hefur hann farið um kaupstaði og þorp úti á landi, tekið myndir, gert skissur og málað á staðnum og gjarnan haldið sýningu sams- umars eða árið eftir. álverkum mínum hefur verið vel tekið og mér er það geðfelld hugsun að vita af verkum mínum sem víð- ast og að þau veki fólki ánægju og listræna nautn. Sjálfur hef ég haft ómælda ánægju af því að fara um landið og mála fólk, hús og landslag. Kannski er líka að finna í sjávarplássun- um, sem mörg hver standa á mörkum þéttbýlis og sveitar, eim af þeirri Reykja- vík bernsku minnar sem nú er horfin. Málverkasýningin á Kjarvalsstöðum í desember verður helguð Reykjavík, nán- ar tiltekið Kvosinni, eins konar kveðja mín til Reykvíkinga og þeirrar Reykja- víkur sem hefur verið svo snar þáttur í lífi mínu og list.“ -Hver er svo niðurstaðan þegar litið er yfir farinn veg á þessum tímamótum? „Að dæmið hafi gengið upp, eða sé að minnsta kosti í þann veginn að ganga upp. Ég er glaðlyndur að eðlisfari, án þess að vera ábyrgðar- eða kærulaus. Ég hef aldrei öfundað nokkurn mann, held- ur glaðst yfir velgengni annarra. Ég hef alltaf kunnað vel að meta þá sem hafa skarað fram úr, á hvaða sviði sem það er: Athafnamenn, stjórnmálamenn, lista- menn og menntamenn. Ég veit fátt fyrir- litlegra en jafnaðarmennsku, sem þolir ekki að neinn skari fram úr eða beri höf- uð og herðar yfir allan lýðinn, og notar því hvert tækifæri til að sverta slíka menn og gera þá tortryggilega. Lækka í þeim rostann. Bregða fyrir þá fæti. Jafn- sjálfsagt finnst mér hitt að þola ekki að sumir beri svo skarðan hlut frá borði að rétti þeirra til lífshamingju sé ógnað. Ég kynntist því barn að aldri hvað bænin er sterkt afl og gerði mér grein fyrir að nei- kvæð hugsun getur verið jafnsterk hinni góðu. Því hef ég gert mér far um að hugsa ekki illt til annarra. Ég hef alltaf hlakkað til hvers einasta dags og, frá því ég var sextán ára, litið yfir farinn veg að kvöldi og þakkað fyrir þann dag sem er liðinn. Þegar ég ákvað fyrir tuttugu árum að tími væri til kominn að segja skilið við Bakkus, fór í meðferð og tók að lifa í samræmi við boðorð AA samtakanna um æðruleysi gagnvart þeim hlutum sem ég ekki fæ breytt ásamt styrk til að breyta því sem unnt er að breyta og bet- ur má fara, þá voru þetta engin ný sann- indi fyrir mér heldur áréttun á þeim lífs- gildum, sem ég hafði alltaf haft að leið- arljósi, þótt misjafnlega gengi að fara eftir þeim. Ég hef ávallt tekið vel leið- framhald á bls. 84 82 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.