Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 90

Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 90
Þórðarson (f. 1959), veitingamaður í Gauki á Stöng, í sambúð með Anne Katrine Hame, Einar Sveinn Þórðarson (f. 1961), ballettdansari í Þýskalandi, í sambúð með Önnu Pálmadóttur, og Þórður Jón Þórðarson (f. 1963) skóg- ræktarfræðingur. b. Ellen EUsabet Úlfarsdóttir (f. 1942) innanhúsarkitekt í Miami á Florida, gift Marc Klinger lögfræðingi, forstjóra í fataiðnaði. Synir þeirra eru Benjamín Þórður Klinger (f. 1964) laganemi, kvæntur Marian Tate og Úlfar Markús Klinger (f. 1970). c. Unnur Úlfarsdóttir (f. 1948) frétta- maður hjá Ríkissjónvarpinu. Maður hennar er Gunnar Gunnarsson stjórn- málafræðingur, lektor við Háskóla ís- lands og ráðgjafi utanríkisráðherra í af- vopnunarmálum. Eldri dóttir þeirra er Ellen Gunnarsdóttir (f. 1967), nemur sagnfræði í Bandaríkjunum. d. Sveinn Egill Úlfarsson (f. 1950) rekstrarhagfræðingur frá Berlín. Hann rekur nú veitingastaðina Arnarhól og Óperukjallarann. Kona hans er Sigríður Jónsdóttir fjölmiðlunarfræðingur. STÆRÐFRÆÐIPRÓFESSOR í KANADA 3. Sveinn Þórðarson (f. 1913) er þriðji í röðinni. Hann lauk doktorsprófi frá Há- skólanum í Jena í Þýskalandi árið 1939. Hann var kennari við Menntaskólann á Akureyri 1939 til 1952 og síðan skóla- meistari Menntaskólans að Laugarvatni 1953 til 1958. Sveinn var síðan kennari við ýmsa háskóla í Kanada, síðast próf- essor við verkfræðideild háskólans í Ed- monton. Hann var liðtækur skíðamaður og sat bæði í Skíðaráði Akureyrar og í stjórn Skíðasambands Islands. Hann var um skeið ritstjóri Náttúrufræðingsins. Kona hans er Þórunn Jónassen Hafstein (sjá HEIMSMYND 7. tbl. 1989). Börn þeirra eru Prjú: a. Marínó Hafstein Sveinsson (f. 1941) bankamaður í Reykjavík, kvæntur Svan- hildi Alexandersdóttur. b. Þórður Sveinsson (f. 1945) verk- stjóri í Kanada. c. Ellen Nína Sveinsdóttir (f. 1949), gift Erni Ingólfssyni, sölumanni í Kanada. EINA SYSTIRIN 4. Nína Thyra Þórðardóttir (f. 1915) tannsmiður í Reykjavík er eina systirin frá Kleppi. Fyrri maður hennar var Daníel Sumarliðason eftirlitsmaður er lést 1950. Þau voru barnlaus. Seinni maður Nínu var dr. Trausti Einarsson, stjörnufræðingur frá háskólanum í Gött- ingen í Pýskalandi árið 1934. Hann var menntaskólakennari á Akureyri en frá 1945 til 1977 prófessor í aflfræði og eðlis- fræði við Háskóla íslands. Hann hefur unnið að rannsóknum á jarðmyndunum íslands og haldið fyrirlestra víða um heim. Eftir hann liggja fjölmörg rit. Þau Nína eignuðust eina dóttur: a. Kristín Halla Traustadóttir (f. 1951) líffræðingur, gift Jóni Ingimarssyni bygg- ingaverkfræðingi í straumfræðistöð Orkustofnunar. RITHÖFUNDURINN 5. Agnar Jóhannes Þórðarson (f.1917) rithöfundur og bókavörður í Reykjavík. Hann lauk cand.mag-prófi í íslenskum fræðum við Háskóla Islands árið 1945 en stundaði síðan framhaldsnám í bók- menntum og leiklist í Oxford, París og Nice og síðar við Yaleháskóla í Banda- ríkjunum. Á námsárum starfaði hann við bresku fréttastofuna í Reykjavík og um skeið við BBC í London. Hann var bókavörður við Landsbókasafnið frá 1951. Agnar haslaði sér völl sem rithöf- undur með skáldsögunni Haninn galar tvisvar árið 1949 og Ef sverð þitt er stutt árið 1953 og deildi þar hart á lífið í hinni nýríku Reykjavík enda róttækur ungur maður. Síðan sneri hann sér einkum að leikritagerð og samdi flokk af útvarps- leikritum um sama efni. Framhaldsleik- ritið Víxlar með afföllum var flutt í út- varp árið 1958 og fylgdist alþjóð spennt með, ekki síst ungum manni í leikritinu sem talaði þeirra tíma reykvísku og sló í gegn. Hann hét Flosi Ólafsson. Ekki varð sakamálaleikritið Ekið fyrir stapann árið 1960 síður vinsælt. Þetta var á þeim árum, fyrir daga sjónvarpsins, sem þjóð- in sat límd fyrir framan útvarpið ef skemmtilegt efni var á boðstólum. Mörg leikrita hans voru líka flutt í leikhúsun- um og naut gamanleikurinn Kjarnorka og kvenhylli, sem sýndur var í Iðnó 1955, langmestrar hylli. Hann var ádeila á líf hinna nýríku í Reykjavík. Þó að Agnar hafi samið fjölda leikrita, þar á meðal tvö sjónvarpsleikrit, síðastliðin 30 ár og sé með afkastamestu rithöfundum þjóð- arinnar hefur stjarna hans ekki skinið jafnskært og á blómaskeiði hans á árun- um 1950 til 1960. Agnar sver sig í ættina, er snöggur upp á lagið og beinskeyttur. Kona hans er Hildigunnur Hjálmars- dóttir, innheimtustjóri hjá Ríkisspítölun- um. Börn þeirra: a. Uggi Þórður Agnarsson (f. 1949) læknir í Reykjavík, kvæntur Margréti Guðnadóttur. b. tílfur Agnarsson (f. 1952) læknir, kvæntur Ástu Gunnlaugu Briem. c. Sveinn Agnarsson (f. 1958) hagfræð- ingur í Reykjavík. FRAMÚRSTEFNULEGUR LÖG- FRÆÐINGUR 6. Gunnlaugur Einar Þórðarson (f. 1919) hæstaréttarlögmaður í Reykjavík er næstyngstur Kleppssystkinanna. Hann lauk lagaprófi við Háskóla íslands árið 1945 og var forsetaritari Sveins Björns- sonar 1945 til 1951. Gunnlaugur lauk doktorsprófi í lögfræði frá Sorbonnehá- skóla í París árið 1952 og var doktorsrit- • Njóttu lífsins sem nýr maður með Apollo hár. Hárið er hluti af sjálfum þér í leik og starfi allan sólarhringinn, í sturtunni og í sundi. • Allar upplýsingar í fulium trúnaði og án allra skuldbindinga. • Sendum myndbæklinga, ef óskað er. Jk RAKARA- 0G HÁRGREIÐSLUSTOFAN greifihhh w HRINGBRAUT 119 ® 22077
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.