Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 99

Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 99
A special section VISTKERFISBÓKHALD Gróðahvötin grænlituð Eftir robert Stavins í Cambridge, Bandaríkjunum Tvö máttug öfl - náttúran og markaðurinn - eru farin að finna sameiginlegan grundvöll. Frumkvöðlar visthyggjunnar eru að leita leiða til að beita markaðsöflunum að þvi markmiði að ná réttu jafnvœgi milli hagþróunar og umhverfisverndar. Athygli umhverfissinna hefur beinst frá friðun og náttúruvernd til setningar almennra reglna - og upp á síðkastið snúist um umhverfisbókhald. Imperial Chemical Industries hefur höfuðstöðvar í London og er eitt stærsta alþjóðlega efna- iðnaðarfyrirtækið í iðngrein sem frá vistkerfis- j sjónarmiði hefur verið talin hvað óhreinust og / háskalegust í heimi hér. Samt leggur ICI á það áherslu nú að kynna sig sem það alþjóðafyrirtæki sem næmast er í um- hverfismálum og önnum kafið við að hreinsa upp verksmiðjur sínar frá olíu- efnaverksmiðju í Bretlandi til baneitraðr ar sýruframleiðslu á Taiwan. Ef segja má að ICI beri vitni um vax- andi skilning fyrirtækja á gildi þess að virða þær auðlindir sem fólgnar eru í vatni og lofti, er það um leið dæmi um áherslubreytingu umhverfissinna frá reglugerðafyrirmælum og friðun til áherslu á virkjun markaðsafla. Markaðsöflin eru að byrja að öðlast viðurkenningu sem mögulegir bandamenn í baráttunni fyrir bæði staðbundnum og al- heimslausnum í umhverfisvanda heims- ins. Fremur en að reyna að gefa fyrir- mæli um hvernig skuli framleiða tiltekn- ar vörur eða hanna skuli framleiðslu- ferli, eru sett upp arðhvetjandi kerfi, sem leggja kostnað á mengunar- valdandi starfsemi, en eftirláta fyrirtækjunum að ákveða hvemig ná megi eða fara fram úr tilskild- um lágmarksverndarstöðlum. Markaðsöflin munu knýja á um að þessar ákvarðanir leiði til kostnaðarminnstu lausna. Meðal gróðahvetjandi mark- miða sem lofa hvað bestu má nefna að leggja gjald á mengun, leyfa að loftmengunarkvaðir gangi kaupum og sölum, afnám markaðstálma og opinberra styrkja. Mengunargjöld. Gjaldkerfið byggist á því að skattleggja meng- un, ekki bara mengunarvaldandi starfsemi. Þar af leiðir að það borgar sig fyrir fyrirtækin að draga úr mengun (að því marki þegar kostnaðurinn við mengun- arstýringu verður jafn mengunar- skattstiginu). Árangurinn er sá að kostnaðinum við mengunareftirlit er haldið í lágmarki. í Vestur-Þýskalandi var vatns- mengunarskattkerfi komið á 1981. Skattur á leka kolefnis frá al- HEIMSMYND 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.