Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 21

Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 21
Þótt hvorki fjölmiðlamenn né aðrir nái hon- um í rúminu á morgnana, er næsta öruggt að þeir komu honum á óvart að morgni 1. ágúst, þegar þeir hringdu og spurðu álits, þar sem hann væri orðinn skattakóngur Reykjavíkur og þar með þjóðarinnar, hefði velt Þorvaldi Guðmundssyni í Sfld og fiski úr sessi. Herluf Clausen, maðurinn sem jafnan hefur farið með veggjum fjármála- lífsins, fram undir það síðasta gætt þess að berast hvergi á, hvorki í bílaeign, húsakosti né samkvæmislífi, og varast eins og heitan eldinn að komast í fjölmiðla, hafði líka lítið til málanna að leggja - nema verða hissa. Því meiri hlýtur gremja hans að hafa verið , þegar hann komst að því hálfum mánuði síðar að „heiðurinn" var út í loftið og óverðskuldaður. Skattayfirvöld höfðu áætlað á hann. Hann hafði sem sagt verið úrskurðaður „skattakóngur" án þess að innistæða væri fyrir því. Og það er hlutur sem Herluf Clausen júníór kann ekki að meta. Fjölmiðlar hafa raunar haft uppi þann óvana á undanförn- um árum að krýna þann skattakóng, sem hæstu heildargjöldin borgar. Þetta gefur þó alranga mynd af tekjum viðkomandi einstaklinga, þar sem aðstöðugjaldið af rekstri þeirra fyrir- tækja, sem ekki eru aðskilin frá persónu eigandans vegur þá óeðlilega þungt. Þetta er meðal annars ástæðan fyrir því að lyfsalar eru hvarvetna efstir á blaði um heildarskatta. Ef við hins vegar berum til dæmis saman tekjuskatt og útsvar Þor- valds Guðmundssonar og Herlufs Clausens sést að Þorvaldur er mörgum þyngdarflokkum ofar. Hann greiðir hins vegar sáralítið aðstöðugjald. Það er lagt á fyrirtæki hans. Því er sam- anburðurinn vart marktækur nema skilja aðstöðugjaldið frá. Herluf Clausen hefur jafnan kappkostað að láta fara lítið fyrir sér. Hann hefur forðast fjölmiðla eins og heitan eldinn og komist hjá því hingað til að láta taka af sér myndir síðan hann var með í að reka skemmtistaðinn Cesar, sem Ólafur Laufdal keypti síðar af honum og félögum hans og breytti í Hollywood og varð upphafið að veldi Olafs í veitinga- og skemmtana- bransanum, þar sem hann hefur verið allra manna fyrirferðar- mestur um langt skeið, þótt fölva hafi slegið á mesta ljómann hin síðustu ár, eftir að bygging Hótel Islands varð honum myllusteinn um háls. Herluf hefur að eigin sögn ekki veitt við- töl við blöð síðan hann í ungæðisskap lét undan kunningja sín- um um blaðaviðtal og fannst allt birtast meira og minna brenglað sem hann hafði sagt. Og hann heldur uppteknum hætti: engin blaðaviðtöl og engar myndir. En skaðinn var samt orðinn. Yfirtökur hans á verslunum og veitingarekstri hafa vakið forvitni og umtal um alllangt skeið. Nú vakti það forvitni almennings hver hann væri þessi Herluf Clausen, sem orðinn væri arftaki Þorvalds Guðmundssonar að skattakóngs- tigninni, og hvernig hann hefði orðið svona moldríkur. Sög- urnar urðu því magnaðri sem sýnilegt veldi hans var fyrirferð- arminna og menn gátu því gefið ímyndunaraflinu lausari tauminn. Þegar gengið er upp Bröttugötuna í gamla Grjótaþorpinu í Reykjavík verður á vinstri hönd fyrir rauðmálað hús með hvítu útskurðarverki kringum glugga, dæmigert íbúðarhús betri borgara frá tímanum fyrir fyrri heimsstyrjöld. Hér er bækistöð Herlufs Clausens. Tvöfaldar dyr eru á kjallara undir húsinu með merkinu HC á frostuðum rúðum. Þegar gengið er fyrir gaflinn blasir sama HC merkið við á forstofuhurðum. Gengið er inn í hvítmálað anddyri, sem þjónar sem biðstofa að skrifstofu Herlufs. Hægra megin við skrifstofudyrnar eru tveir einfaldir stálstólar, strengdir brúnu leðri, stálfótaborð með glerplötu, á því öskubakki. Við hliðina er handslökkvi- tæki. Á glugganum er límmiði sem á stendur: Securitas örygg- iskerfi, tengt stjórnkerfi Securitas. Teppin á gólfinu eru gráleit og tekin að slitna á gangveginum. Við gestinum í stálstólnum blasir hringstigi niður í lagerinn í kjallaranum. Það er hátt til HEIMSMYND 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.