Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 28

Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 28
HONNUN: Antík, nýtt tískufyrirbæri ANTÍKMUNIR hafa orðið æ vinsælli með hverju árinu sem líður. Þeir sem hafa fest kaup á gömlum húsum vilja oft á tíð- um að innanstokksmunirnir séu í stíl við húsið og ráðast því gjarnan í að fjáfesta í gömlum húsgögnum. Þá eru þeir til sem vilja blanda saman vel völdum antíkhús- gögnum og nýjum húsgögnum úr stáli og gleri til að skapa unglegan en jafnframt persónulegan stíl. Talsvert magn þessa fá- gæta varnings er flutt inn árlega, meðal annars frá Danmörku, Hollandi og Bandaríkjunum, vegna þess að á íslandi hefur verið takmarkað framboð af slíkum munum. Skýringin er sennilega sú að ís- lendingar fóru ekki að flytja inn eða fram- leiða vönduð húsgögn í verulegum mæli fyrr en á seinni helmingi þessarar aldar. Þau fáu antíkhúsgögn, sem til eru, eru í flestum tilfellum hálfgerðir ættargripir og oft margir sem ágirnast hvern hlut. Samkvæmt skilgreiningu eru antíkhús- gögn aðeins þau húsgögn sem eru hundr- að ára og eldri, en slíkir hlutir eru bæði fá- gætir og mjög dýrir. Margar verslanir sem sér- hæfa sig í sölu gamalla hús- gagna hafa viljað endurs- kilgreina hugtakið þannig að það taki til allra fá- gætra muna. Þannig þykja húsgögn frá fyrstu áratug- um aldarinnar nú mjög eiguleg og hafa hækkað mikið í verði síðustu árin þótt þau hafi ekki enn náð hundrað ára mark- inu. Gamall, vandaður og vel meðfarinn hlutur heldur verðgildi sínu, því líkt og vín eykst verð gildi hans með hverju ár- inu sem líður. Þannig geta til dæmis gömul og vegleg ballskákborð orðið mjög dýr og getur verð þeirra jafnvel hlaupið á hundr- uðum þúsunda króna áð- ur en þau ná tilskildum hundrað ára aldri. Verð á göml- um húsgögnum Klukkur sem þessi eru fagætt skraut. er mjög mis. mun- andi en oft á tíðum er það ívið lægra en á nýj- um húsgögnum og það jafnvel þó mun meira sé í þau borið. Viðurinn í þeim er gegnheill og útskurður allur handunn- inn. Þó gömul húsgögn séu farin að láta eitthvað á sjá þykir mörgum það aðeins auka á gildi þeirra og gefa þeim „sál“ eins og það er kallað. Gera má við slík húsgögn og gefa þeim jafna áferð og gljáa en margir sérfræðingar á þessu sviði ráða eindregið frá því að gamall hlutur sé gerður eins og nýr því þannig missi Ballskákborð sem áður prýddi danska sendlráðið á íslandi. hann „persónuleika" sinn. Þannig er til dæmis ekki talið æski- legt að skipta um gler í gömlum spegl- um. Glerið eldist með gjörðinni og sýnir aldur hans ekki síður en viðurinn og formið. Ef skipt er um gler er því hætt við að spegillinn missi verðgildi sitt. Gamla muni má fá í alls kyns viðar- tegund- um. Mahóníviður er verðmætastur og jafnframt sjaldgæfasti viðurinn. Þá er eik einnig mjög eftirsótt og gömul rennd fura þyk- ir líka alltaf mjög falleg, sérstaklega í svefn- og baðherbergjum. Til dæmis hafa lítil buffet verið notuð á baðherbergjum með því að setja ofan á þau marmaraplötu og skera svo gat fyrir handlaug. Þær verslanir sem hafa sérhæft sig í sölu á gömlum munum bjóða upp á mjög fjölbreytt úrval. Talsvert er af sófum og sófasettum en þau eru gjarnan klædd með rós- bleiku eða rauðu áklæði. Þá má fá mikið úrval smærri hluta svo sem klukkur, leirtau, gamla mynda- ramma úr mahóní og kerta- stjaka. Einstaka barnaleikföng má finna í þessum verslunum, að- allega þó postulínsbrúður og brúðuvagna. Mikið skraut getur verið að slíkum munum en var- hugavert getur verið að láta litlar hendur leika sér að jafnbrothætt- um munum.D 28 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.