Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 34

Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 34
FEGURÐ: Augu í brennidepli Dökkir augnskuggar og svartir augnblýantar setja sterkan svip á tískuna í augn- förðun í vetur. Náttúrulegir litir, eins og brúnn, mosagrœnn og grár verða ráðandi í dagförðun. Augnblýantar í formi filtpenna eru ein helsta nýjungin. AUGUN hafa lengi verið álitin spegill sálarinnar. Allt útlit er nú fyrir að tískukóngar hyggist gera veg augnanna sem mestan á ný. Þegar helstu tískuhúsin kynntu haust- og vetrar- tískuna fyrir veturinn 1990 til 1991 báru sýningarstúlkur þeirra mikinn og dökkan augnfarða. Svartur augnblýantur var gjarn- an notaður til að móta línu kringum augun en augnlokin síðan dregin enn meira fram með dökkum reyklitum augnskugga. Þá er áhersla jafnframt lögð á að gera augnhárin sem lengst og þykkust en til þess er notaður þykkur maskari, til dæmis vatnsheldur maskari frá Guerlain, sem borinn er á nokkrum sinnum áður en endanlegri áferð er náð. Til eru þeir tísku- hönnuðir sem gengið hafa svo langt að láta sýningarstúlkur sínar nota gerviaugnhár til að skapa hið eftirsótta seiðandi augnaráð sem Brigitte Bardot og Elísabet Taylor gerðu ógleymanlegt fyrir rúmum þrjátíu árum. Ekki má þó gleyma Kleópötru sem ríki yfir Egyptalandi til forna í nafni sonar síns Ptolemyusar VI en augu hennar hafa vakið aðdáun í aldarað- ir. Augnfarðinn minnir óneitanlega á tísku sjöunda áratugarins enda benda tískuhönnuðir sjálfir á að þeir sterku litir og áber- andi munstur sem nú eru að skjóta upp kollinum krefjist þess að andlitsfarðinn sé ámóta afgerandi og fatnaðurinn. Það var hin þýska Claudia Schiffer sem endurvakti Bardot útlitið fyrir alvöru þegar hún sló í gegn í gallabuxnaauglýsingum frá Gu- ess. Tískuhönnuðir höfðu verið að reyna að afla þessum ákveðna förðunarstíl vinsælda síðustu fimm árin en án árangurs. Margir hafa orðið til að dásama sérstæðan stíl Schiffer. Guy Lento, förðunarmeistari Chanel, er einn þeirra. Að hans mati er það dökk eða nánast svört augn- förðun Schiffer sem er leyndardómur- inn að baki velgengni hennar í tísku- heiminum. Að kvöldlagi eru konur nú farnar að nota dökkan dramatískan augn- farða en fáar voga sér að bera svo sterkan augnfarða hversdags. Þegar að dagfarða kemur verður náttúrulegt útlit ráðandi. Þó er farðinn notaður til að skerpa línur og búa til skugga en á helst ekki að vera sýnilegur. Þó ýmsir jarðlitir séu ráðandi í vetur svo sem mosagrænt, reykbrúnt, gylltir tónar og rauðbrúnir litir má þó segja að engin ein stefna sé ráðandi. Flesta liti má sjá í haust- og vetrarlínum snyrtivörufyr- irtækjanna. Haustlitirnir frá Dior eru annars vegar drapplitur, dökkbrúnn, grár, reyklilla og mosagrænn og hins vegar brúndrappaður, brúnn, flösku- grænn, dökkfjólublár og bleiklilla. Lancome hefur einnig kynnt sína haustliti en þeir eru drapplitur, blá- grár, grár, ljósgrár, mosagrænn, grá- brúnn og ljósbleikur. Augnblýantar verða mjög áberandi í vetur, bæði í dag- og kvöldsnyrtingu. Helsta nýjungin á þessu sviði eru filtpennar en þeim svipar mjög til túss- lita og er farðinn þá borinn á í blautu formi. Endi filtpennans er oddhvass og því hægt að nota hann til að draga línur um augun. Heiðar Jónsson snyrtir mælir með því að augnblýantar séu notaðir til að draga svonefnda glópuslínu, en það er lína sem er dregin eftir augnhvilftinni og er gjarnan látin mæta þeim farða sem borin er á augnlokin í augnkrókunum. Með þessu móti má gefa augum unglegra útlit en hentar þó ekki öllum konum jafnvel að sögn Heiðars. Hægt er að fá slíka filtpenna frá Guerlain í svörtu, brúnu og bláu. Þá má bleyta alla augnskugga í haustlínunni frá Chanel og bera þá á augun með pensli í stað augnblýants. Þótt tískukóngar leggi ákveðnar línur varðandi augnförðun má segja að aukinn sveigjanleiki tískunnar krefjist þess að hver kona finni sér þá liti og það form sem best hentar augum hennar og andlitsfalli.D 34 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.