Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 40

Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 40
LISTIR: \ta IMOGEN CUNNINGHAM (1883-1976) KJARVALSSTAÐIR taka til sýningar í þessum mánuði verk eftir bandaríska Ijósmyndarann Imogen Cunningham, sem talin er vera einn af meisturum ljósmyndunar á þessari öld. Sýningin stendur 6. til 21. október. Cunningham er fædd í Portland í Bandaríkj- unum árið 1883 en verkin á sýningunni, alls 130 tals- ins, spanna 70 ára tímabil - frá árinu 1906 til ársins 1976. Viðfangsefni hennar eru margbreytileg: plönt- ur, umhverfisportret, götumyndir, iðnaðarlandslög, nektar- og kyrralífsmyndir. Nokkrar af þekktustu myndum Cunninghams eru á sýningunni en flest verkin eru nú til sýnis í fyrsta sinn. Imogen Cunningham tók fyrstu myndir sínar ár- ið 1906 í skógi á lóð Washington háskóla þar sem hún var við nám og voru það nektarmyndir af henni sjálfri. Níu árum seinna, árið 1915, áttu nektar- myndir eftir hana eftir að vekja hneykslun í Seattle, þar sem hún bjó. Hún var þá nýgift myndlistarmann- inum Roi Partridge en hann rissaði myndir sínar mjög gjarnan úti í náttúrunni. I þeim tilgangi heimsóttu þau hjónin Rainierfjall í Washing- tonfylki og taldi Imogen mann- inn sinn á að afklæðast og sitja fyrir í ljósmyndasyrpu sem tekin var innan um tré og tjarnir. Myndirnar voru birtar í dagblaði í Seattle, The Town Crier, og í kjöl- farið var Cunningham höfð að at- hlægi í bænum. Siðavendnin sem kom fram í þeim fjölda bréfa sem blaðinu barst kom Imogen algjörlega \\a"s í opna skjöldu og hún stakk filmunni ofan í skúffu og tók hana ekki fram aftur fyrr en að 55 árum liðnum. Þá urðu viðbrögðin önnur. „Það var gert grín að mér á þeim tíma. . . Auðvitað var þetta ekki talið vinna sem hæfði konum. Ég var fordæmd af dagblaðinu. . . Og þeir kölluðu mig siðlausa konu. En nú virðist fólk borga fyrir þær og kaupa þær og njóta þess að horfa á þær,“ sagði Imogen fjölda- mörgum árum seinna. Hún hafði einfald- lega verið langt á undan sinni samtíð. Ferill Imogen Cunningham spannaði flest mikilvægustu þróunarstig sögu ljósmyndunar í Bandaríkjunum en það voru hæfileikar hennar frekar en lang- lífi sem setja hana á stall með útvöld- um hópi bestu ljósmyndara aldarinn- ar. Innsæi og yfirsýn þessa lista- manns skópu mörg af helstu helgimyndum í sögu ljósmyndunar. Arið 1973, þremur árum áður en hún dó, varð Imogen níræð og var haldið upp á þessi tímamót með miklum sýningum í Metropolitan lista- safninu og Witkin galleríinu í New York. Það er sjaldgæft að ljósmyndari skuli lifa nógu lengi til að uppskera þá frægð og vegsemd sem þessum hátíðahöldum fylgdu og ekki síður að verða goðsögn í lifandi lífi. Eitt af höfuðskáldum íslenskrar tungu, glæsimennið Einar Bene- diktsson, fæddist 31. október ár- ið 1864 við Elliðavatn. Foreldrar hans voru Katrín Einarsdóttir frá Reynistað og Benedikt Sveinsson, dómari í lands- yfirréttinum, stjórnmálaskörungur þótt drykkfelldur væri. Hann var sviptur embætti og skildu þau hjónin 1872. Ein- ar fluttist með föður sínum norður á land. Hann varð stúdent frá Lærða skól- anum í Reykjavík vorið 1884 og sigldi það sumar til Kaupmannahafnar til há- skólanáms í lögfræði. En námsferill hans varð slitróttur, meðal annars vegna heilsubrests. Hann lauk lagaprófi 1892. Einar fékk ekki embætti í Reykjavík en stundaði þau lögmannsstörf sem hon- um voru heimil auk kaupa og sölu á fasteignum. Um það leyti sem hann kvæntist, 1899, hafði hann allgóð fjárráð og stofnaði ríkmannlegt heimili. Það var því ekki til að bæta afkomu sína sem hann sótti um Rangárvallasýslu 1904 og fékk veitingu fyrir henni. Én hann var aðeins sýslumaður í tvö og hálft ár. Árið 1907 fluttist hann til Edinborgar með konu og fimm börn. Þar hugðist hann leita tiltrúar erlendra fjármálamanna til að koma fyrirætlunum sínum í fram- kvæmd. Orðrómur hér heima fyrir um fossakaup hans voru Þrándur í Götu en trúin á framtíðarmöguleika íslands, gáf- ur sfnar og persónutöfra héldu honum erlendis næstu fjórtán árin. Líf hans einkenndist af ferðalögum, búferlaflutningum, nýjum og nýjum hugmyndum um athafnir og fyrirtæki. í bókinni Dúfa töframannsins, sem út kom fyrir síðustu jól, lýsir eina eftirlif- andi barn hans lífinu með þessum stór- brotna manni. Eitt aðalyrkisefni Einars Benedikts- sonar var lífsskoðun hans og heimsskoð- un, glíman við sumar erfiðustu gátur mannlífs og tilveru. Samtímamenn Ein- ars sögðu margir (gamla öfundsýkin) að hann væri skáld af vilja, viti og lærdómi fremur en upplagi og eðlisfari. Sigurður Nordal skrifaði um skáldskap hans í inn- gangskafla að kvæðasafni sem gefið var út á aldarafmæli skáldsins. í Einrœðum Starkaðar II, sem Einar orti í Kaup- mannahöfn 1917 til 1920, leikur ekki vafi á því víða að skáldið lýsir sjálfum sér og hlutskipti sínu af mikilli einlægni. Ein- rœðunum lýkur á þessa leið: Synduga hönd, - þú varst sigrandi sterk, en sóaðir kröftunum á smáu tökin;- að skiljast við œvinnar œðsta verk í annars hönd, það er dauðasökin. Einar Benediktsson dó í Herdísarvík í ársbyrjun 1940.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.