Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 48

Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 48
Jolson í efstu röð lengst til hægri ásamt öðrum kaþólskum prestum sem kenndu í Bagdad. því að hlusta á kór fransiskanamunk- anna, sem ég söng reyndar með sjálfur. Jesúítum í Irak var bannað að heimsækja ísrael og við áttum alltaf á hættu að vera meinað að koma til baka.“ Árið 1958, nokkrum árum eftir að Jol- son yfirgaf írak, var gerð stjórnarbylting í landinu, konungdæmið afnumið og Feisal II konungur ráðinn af dögum. Abdul-Karim Kassem hershöfðingi tók völdin. Sama ár stofnuðu jesúítar í írak Al /J/kmaháskólann. háskóla viskunnar. Jolson hafði snúið til Bandaríkjanna til að nema við hina kunnu viðskiptadeild Harvardháskóla og búa sig undir að verða deildarforseti A1 Hikmaháskólans. „Þegar ég sneri aftur til íraks árið 1962 höfðu hlutirnir snúist á verri veg. Hvar- vetna mátti sjá hermenn á götum og loft var lævi blandið. Nokkrum árum áður hafði almenningur gert uppreisn vegna þess að ríkisstjórnin hafði hækkað brauðverð um eitt sent. Herlög voru í gildi og útgöngubann frá sólarlagi til sól- arupprásar. Fjöldi fólks hafði fallið. Okyrrðin náði einnig inn í skólana og sumir nemenda okkar tóku þátt í mót- mælaaðgerðum. Orðrómur var á kreiki um að yfirvöld hefðu komið fyrir njósn- urum í skólanum. Ári eftir að ég sneri aftur, 1963, var enn gerð stjórnarbylting og liðsmenn hins svokallaða Ba’athflokks réðu Kas- sem hershöfðingja af dögum. Ba’aht- flokkurinn er hliðstæða evrópsku fasista- flokkanna á fjórða áratugnum. Hann er herskár og hægri sinnaður þjóðernis- sinnaflokkur en hefur einnig þegið ýms- ar hugmyndir frá jafnaðarstefnunni. Mikil óvild kemur fram gagnvart öðrum þjóðum en aröbum og beinist þetta eink- um gegn ísraelsmönnum, írönum og minnihlutaþjóðum í Irak, eins og Kúrd- um, sem beittir hafa verið grimmilegu harðræði af hálfu íraka. Ba'athflokkur- inn er það afl sem Saddam Hússein byggir veldi sitt á. Við fylgdumst vel með bardögunum í byltingunni 1963 af þaki A1 Hikmahá- skólans, en þaðan gátum við séð til her- manna og fólks sem faldi vopn í leir- veggjunum í húsagörðum. Ég man vel eftir hvini frá byssukúlu sem fór rétt hjá höfði mér. Við sáum einnig vel til flug- vallarins þar sem flugvélar voru sprengd- ar í loft upp. Eldflaugaárás var gerð á völlinn; á flugvélar á jörðu niðri og elds- neytisgeyma. Á tíu mínútum fuðraði upp átta milljón punda virði af eldsneyti. Það var mikil ókyrrð á meðal fólks á þessum tíma og stundum barist umhverf- is háskólann. Herinn átti í höggi við þjóðvarðliða. Við útskriftina í háskólan- um árið 1963 voru fleiri hermenn sem fylgdust með en óbreyttir borgarar. Stöðugar skærur voru í landinu og blóð- ugt stríð við Kúrda í norðurhluta lands- ins. Landsmenn þurftu að þola uppreisn- artilraun í hernum, tilraunir til hallar- byltinga og urðu fyrir þungum búsifjum af völdum flóða.“ tarf jesúíta í landinu var smám saman brotið niður af stjórnvöldum. Árið 1968 voru tuttugu þeirra sem voru við A1 Hikmaháskólann reknir úr landi og ári síðar tuttugu og fimm frá Bagdad College. Skólar þeirra voru yfirteknir af stjórnvöldum, hald var lagt á bókasöfn og tæki án þess að nokkrar bætur kæmu fyrir. Þetta var afleiðing ófara og niður- lægingar araba í sex daga stríðinu við Israelsmenn. Jesúítarnir höfðu veitt gyð- ingum aðgang að háskólanum og lentu við það í ónáð stjórnarinnar. „Ég hafði farið frá írak nokkrum ár- um áður en þessir atburðir gerðust. Mörgum árum síðar frétti ég af því hjá nemanda mínum fyrrverandi að nafn mitt hefði verið á lista yfir þá sem átti að reka úr landi og voru grunaðir um að vera njósnarar Kúrda. Þetta var að sjálf- sögðu úr lausu lofti gripið, en átti eflaust rætur að rekja til þess að einn af bestu nemendum mínum var Kúrdi og við drukkum oft saman te.“ Þegar biskupinn hugsar til baka, til þeirra ára sem hann var í írak, eygir hann ekki mikla von um friðsamlega lausn deilna þar. „Á þessum árum stóðu einnig deilur um landamærin milli íraks og Kúvæts sem Saddam hefur nú freistað að leysa með hervaldi. Arabar, og þetta á sér- staklega við um Saddam, bera mika virð- ingu fyrir valdi hins sterka. Ef einhver lætur undan er hann álitinn veiklyndur heigull. Deilurnar má rekja til loka síðari heimsstyrjaldarinnar, þegar þessi ríki urðu til á rústum Tyrkjaveldis. Gömlu nýlenduveldin, Bretar og Frakkar, ákváðu landamæri þessara ríkja, Jórdan- íu, Kúvæts og Iraks, í samræmi við sína hagsmuni, en ekki hagsmuni lands- manna. Deila íraks og Kúvæts er afleið- ing af þessu.“ Jolson hélt til Rómaborgar frá írak, þar sem hann lauk doktorsnámi í félags- fræðum frá Gregorianháskólanum. En það átti ekki fyrir honum að liggja að búa lengi við öryggi vestrænna samfé- laga, því árið 1970 var hann sendur til annars ófriðarsvæðis, Ródesíu. Þar háðu skæruliðahreyfingar blökkumanna harða baráttu við sveitir hvíta minnihlutans sem laut forystu Ians Smith. „Þarna var háð harðvítug borgara- styrjöld og ég, eins og aðrir hvítir menn, þurfti að fá þjálfun í vopnaburði, jafnvel nota sjálfvirka riffla, og læra að forðast jarðsprengjur. Ef maður var í heimsókn 48 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.