Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 57

Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 57
I segir hún að þeir skipti sig miklu. „Skemmtilegast finnst mér ef þeir eru keyptir á óvæntum stöðum eða hafa pínulítinn húmor. Til dæmis þetta arm- band,“ segir Helga og réttir fram úln- liðinn. „Þetta eru tölur af búningum her- manna í ensk-indverska hernum sem ég keypti á flóamarkaði." Svala Lárusdóttir, annar eigandi listasalarins Nýhöfn, tekur undir með Helgu og segist gjarnan nota slæður og skartgripi hvort sem þeir eru ekta eða ekki til að lífga upp á föt. Hún segist vera mjög hrifin af tíma- bilinu upp úr 1930 en þá klæddust konur mjög kvenlegum en jafnframt stflhrein- um fatnaði. Hversdagsfötin voru vel sniðin, einföld og féllu vel. Kvöldklæðn- aðurinn var jafnframt mjög áberandi og mikið í hann lagt. Svala heldur einna mest upp á tískuhönnuðinn Chanel, bæði konuna og þau föt sem hún hann- * aði og síðar Karl Lagerfeld í hennar nafni. „Chanel gerði mikið af því að punta upp föt með miklum skartgripum, en það er einmitt þetta sem mér finnst einna mest heillandi við hennar hönn- un.“ Svala klæðist drögtum í vinnunni en hún segir það fyrst og fremst helgast af því hversu einfaldur og þægilegur klæðn- aður þær eru. „Dragtir eru svo margs konar. Stífar dragtir úr hörðum efnum eru að mínu mati leiðinlegar. Það eru hins vegar fallega sniðnar dragtir úr mjúkum þægilegum efnum sem ég myndi flokka sem þægilegan, nútímalegan klæðnað sem hægt er að fara í hvert sem er. Það er þetta sem ég leita eftir í drögt- um.“ „Ég er ekki kona sem myndi mæta á mannamót í æpandi kjól,“ segir Elísabet Hilmarsdóttir, deildarstjóri ferðaþjón- ustu Flugleiða. „Ég hef oft saknað þess að hafa þetta ekki í mér, en ég á þetta einfaldlega ekki til. Til þessa hef ég helst keypt föt frá Loreal og Mondy. Þetta eru vandaðar og góðar vörur þó mér finnist sífellt minna varið í það sem kemur frá Mondy.“ Elísabet segist lítið vilja þurfa að hafa fyrir fötunum, því gangi hún heldur í peysum en skyrtum þar sem hún segist fátt vita leiðinlegra en að strauja. Hún reynir yfir höfuð að forðast föt sem krumpast. „Ég geng helst í ull eða bóm- ull en það getur verið enn betra ef þessi efni eru lítillega blönduð með gerviefn- um því þá krumpast þau síður.“ Elísabet segist vissulega sjá þær breytingar sem hafa orðið á klæðnaði kvenna á vinnu- markaðinum. „Tískan er orðin miklu kvenlegri. Ég held að það sé meðal ann- ars afleiðing þess að konur eru orðnar mun sjálfstæðari. A mussutímabilinu þegar fínt þótti að hafa sig sem minnst til var ung stúlka sem lagði sig fram um að líta sem best út í hugum margra eitthvað sem mátti slá á rassinn." Elísabet, sem er hávaxin, ljóshærð og grönn, segir pastelliti og blátt helst höfða til sín. „Ætli flugfreyjustarfið hafi ekki mótað mig talsvert hvað fatasmekk varðar. Það kemur fyrir þegar ég lít í fataskápinn að mér finnst ég ekkert sjá nema blátt.“ Einhvern tímann heyrðist því fleygt að fréttir yrðu léttvægari við það að kven- mannsrödd læsi þær upp. Þrátt fyrir þetta tók ein og ein kona að skjóta upp kollinum á fréttastofum ríkisfjölmiðl- anna. í dag kippir hins vegar enginn sér lengur upp við það þó suma daga séu fréttir fluttar nær einvörðungu af kon- um. Kristín Þorsteinsdóttir er ein þeirra kvenna sem vinna á fréttastofu sjón- varpsins. Hún hefur vakið athygli fyrir lifandi og litríkan klæðnað. „Ég er oft í stuttu pilsi eða þröngum buxum í vinn- unni,“ segir Kristín. „Síð pils eiga ekki við mig. Ekkert pils sem ég á nær lengra en niður á hné. Annars er það nú þannig í vinnunni að maður sést ekki nema frá mitti og upp úr þannig að ósjálfrátt hugs- ar maður mest um í hverju maður er að ofan. Best kann ég alltaf við mig í jökk- um, ýmist stuttum og aðskornum eða síðum og í skyrtu við. Ég er mjög sjaldan í peysum við jakka.“ Armani er eftirlætishönnuður Kristín- ar. „Ég kaupi gjarnan fatnað úr sportlínu hans,“ segir hún. „Fötin frá Armani eru bæði ungleg og stílhrein. Ætli það væri ekki rétt að segja að minn stfll sé sport- legur en þó klassískur." Litavalinu eru reyndar settar talsverðar skorður hjá þeim sem koma fram í sjónvarpi því litir eins og svart, hvítt og skærraut koma illa HEIMSMYND 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.