Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 62

Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 62
Líklega er þessum pening- um vel varið. Viður- kennd list hefur að und- anförnu hækkað um hundruð prósenta á milli ára og þótt margir telji sársaukamarkinu náð er það samt ekki víst. Að minnsta kosti er talin lítil hætta á að listaverk lækki í verði. Listaverk eru talin meðal örugg- ustu fjárfestinga nútím- ans, jafnörugg og gull og silfur eða plútóníum. Áhuginn á því að festa fé í list er sífellt að aukast og fjárfestingarnar miðast ekki eingöngu við heimslist. Heimalist er í stöðugum uppgangi, til dæmis eru þjóð- listamenn Skandinava sífellt að hækka í verði og útlendingar farnir að teygja klær sínar til Norðurlanda og teknir að næla í stór verk sem telja má þjóðardýrgripi. Er skemmst að minnast er Svíar misstu frægt málverk Carl Larssons úr landi til Japans. Þaö var málverkið Miðsvetrar- blót sem var umdeilt á sinni tíð en þykir nú vera margra milljóna virði, enda hangir það ekki lengur á sænskum vegg, heldur skreytir pappírsvegg í Tókýó. Það eru gömul sannindi að verk mál- ara hækka í verði að þeim látnum en það kemur samt ekki í veg fyrir að fjárfest sé í starfandi listamönnum. Skilyrðið er samt að þeir séu þegar rígnegldir í heimsfrægðinni og lítil hætta á að þeim verði gleymt. Eru það mest framúr- stefnumálarar amerískir frá sjötta og sjö- unda áratugnum sem njóta þess heiðurs að vera fjárfestingarviðfang þegar í lif- anda lífi. En tilgangur þessarar greinar var ekki sá að tíunda verðhækkanir útlendra meistara, heldur sá að reyna að gera sér örlitla grein fyrir því undarlega fyrirbæri sem nefna mætti íslenskan myndlistar- markað og komast að því hvort þar ráði einhver lögmál í líkingu við heimsmark- að. HVAR ER ÍSLENSKI MYNDLISTARMARKAÐURINN? Markaður er staður þar sem fólk safn- ast saman til að kaupa og selja vörur. Verðið sem fæst ræðst af framboði og eftirspurn. Þetta eru gömul og einföld sannindi. En hvar er þennan markað að finna? Ekki niðri á Lækjartorgi, svo mik- ið er víst, heldur er markaðurinn á víð og dreif um borgina. Hann er að finna á vinnustofum málaranna, á sölusýningum sömu manna, í galleríum, á uppboðum og svo á Listasafni íslands, sem hér er talið með jafnvel þótt starfsemi þess falli utan við markaðinn en er samt hluti hans og sterkur áhrifavaldur. VINNUSTOFA MÁLARANS Enginn íslendingur kaupir málverk í því augnamiði að setja peninga á rentu. Undantekningar frá þeirri reglu eru ein- staka framkvæmdamenn sem mæta á uppboð á Hótel Sögu þegar á boðstólum er öruggt verk eftir einhvern af gömlu meisturunum í íslenskri myndlist; Jón Stefánsson, Kjarval, Ásgrím eða Gunn- laug Blöndal. Nei, íslendingar kaupa flestir myndverk eftir hjartanu, ekki höfðinu, og fólk kaupir það sem því finnst fallegt og það sem þykir fallegt er oftast fjallið sem fólkið hefur útsýn til út um stofugluggann heima. Ef á annað borð vantar mynd yfir sóf- ann er ekki fráleitt að velja sér mynd eft- ir viðurkenndan listamann sem kynni að hækka í verði eftir því sem árin líða. Viðurkenndur er sá listamaður sem á að baki langt nám í myndlistarskólum, heima og erlendis, og best er ef hann hefur stillt upp í bærilega viðurkenndum galleríum og sýningarsölum erlendis. Og ef listamaðurinn á verk á Listasafni Is- lands er gæðastimpillinn nokkuð trygg- ur. En það borgar sig að gæta að því hvort verkið er gefið eða keypt af Lista- safni íslands, þessari háborg snobbsins og klassans í íslenskri myndlist, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Það er hægt að gera góð kaup í vinnu- stofu viðurkennds listamanns. Það marg- borgar sig að heimsækja langsveltan mál- ara þegar nógu langt er um liðið frá sein- ustu sölusýningu og sú næsta í fjarlægum hillingum. Þá kemur spekúlantinn eins og frelsandi engill inn í skuldumþyngt svartnætti listamannsins og gerir honum greiða með því að velja sér eitt verk úr staflanum. Afborgunarskilmálarnir eru kaupandanum hagstæðir því listamaður- inn grípur fegins hendi tækifærið sem hann fær til að skvetta vatni á rukkarana sem liggja ýlfrandi fyrir utan dyrnar. SÖLUSÝNINGAR í raun geta íslenskir myndlistarmenn ekki stundað listiðn sína án þess að 62 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.