Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 64

Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 64
listamanna? Borgar sig að setja peninga í myndir þeirra? Pessu er vandsvarað. Einn galleríisti vildi meina að á Islandi fyrirfyndust fjórir til sex ungir kraftmikl- ir menn (kona er maður) sem vert væri að leggja peninga í, þeir peningar myndu skila sér margfalt eftir áratuginn. Aðrir forstöðumenn gallería eru var- kárari og vilja ekki veðja á neina hesta; það sé ekki hægt að segja að einn lista- maður sé öðrum betri. Enda er erfitt að sjá hvernig framgangur listamanns verð- ur. Ungir hæfileikaríkir listamenn geta byrjað vel en síðan koðnað niður á aug- lýsingastofu. Unga kynslóðin er ekki til- búin til þess að fórna efnislegum þæg- indum fyrir ljós listarinnar. Hún vill eiga maka og heimili, ólíkt gömlu meistara- jálkunum sem margir sáu á bak eigin- konum sínum sökum. fátæktar og barn- ings. Aðsókn á sölusýningar stjörnumálar- anna ungu er góð, áhugi fólks á mynd- mennt fer batnandi en samt eru flestir ennþá ragir við að kaupa verk ungu mannanna. „Það er of lítill verðmunur á verkum ungu mannanna og þeirra gömlu, frægu og öruggu,“ segir einn galleríeigandi. „Til þess að örva söluna, sem hefur verið fremur dræm upp á síðkastið, þyrfti að gefa skattaívilnanir þeim sem fjárfesta í núlif- andi listamönnum. Það eru ekki margir sem hafa efni á að kaupa verk fyrir margföld mánaðarlaun sín. Skattaíviln- anir mundu hvetja stofnanir til að kaupa. Ungir myndlistarmenn þurfa ekki að lækka sitt verð, þeir þarfnast fleiri fjár- sterkra aðila sem kaupa.“ LISTAVERKAUPPBOÐ Er nú komið að óvægnasta og grimm- asta hluta hins íslenska listaverkamark- aðar. Það eru listmunauppboðin, en á þeim má iðulega gera góð kaup, enda boðin oftast fyrir neðan allar hellur, myndverk eru slegin á túskilding, fá þar margir góðan ramma fyrir lítið verð. Að áliti sumra sérfróðra manna er varningurinn á uppboðunum ein allsherj- ar ruslasúpa. „Attatíu prósent af þessu eru rusl,“ segir einn málsmetandi mað- ur. „Þetta er afgangur úr galleríum." Það má til sanns vegar færa að upp- boðin eru ærið oft eins og basar, hálf- gerð alþýðuskemmtun, að minnsta kosti framan af. Menn eru að skemmta sér við að bjóða þúsund krónur í fyrsta sinn og láta síðan hlaupa á fimm hundruð kalli. Enda mörg verk slegin á verði undir fimm þúsund krónum, sama verði og sæmileg máltíð á veitingastað. Uppboð eru hættulegur staður. Eng- inn ungur, viðurkenndur listmálari, sem verðleggur verk sín á tvö til þrjú hundr- uð þúsund, ætti að missa verk eftir sig inn á uppboð til þess eins að sjá þau sleg- in á spottprís, sjálfum sér til sárrar raun- ar og háðungar. Það er sagt að góðar myndir lendi ekki á uppboði, þær eru seldar prívat. En samt er það ekki einungis afgangsrusl sem hafnar undir hamrinum. A uppboð- um má oft sjá frambærileg myndverk, þau eru þá á meðal tíu til tuttugu sein- ustu númeranna á uppboðsskránni. Það eru auðvitað verk eftir gömlu tryggu meistarana og í þau er stundum hart boðið, myndir geta farið upp í milljón og einstaka sinnum hærra þó sjaldgæft sé. Oft fara myndir undir matsverði en við því sjá eigendurnir með því að bjóða í sjálfir og koma þar með í veg fyrir að þeir missi myndirnar úr höndum sér fyrir of lágt verð. Þessi háttur, að eigandinn bjóði sjálfur í verk sitt, þykir af mörgum vera vafasamt. En þetta viðgengst hér á landi þótt bannað sé víða erlendis. Og þegar svo ber við að eiganda er slegið verk sitt, er honum hlíft við að greiða í höfundarréttarsjóð. Samkvæmt lögum um uppboð leggst tíu prósenta höfundarréttargjald ofan á upphrópað verð. Það er allgóður pening- ur fyrir erfingja Kjarvals ef staðið er í skilum. Ef enginn arfi á tilkall til höf- undarréttargjaldsins falla þessi tíu pró- í listamaðurinn a verk á Listasafni íslands er gæðastimpillinn nokkuð tryggur. En það borgar sig að gæta að því hvort verkið er gefið eða keypt af Listasafninu, þessari háborg snobbsins og klassans í íslenskri myndlist. sent í sjóð hjá SÍM, Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Ef uppboð eru mælikvarði á raunveru- legt markaðsverð myndverka er ekki hægt að segja að þau séu metin til mikils fjár. Að vísu segja kaldhæðnir menn að uppboðsverð ráðist mikið af því hvort Þorvaldur í Síld og fisk sé mættur til að bjóða eða ekki. En fyrir venjulegt fólk með venjulegan smekk er það vænst til ráða ef veggirnir gapa tómir að líta inn á uppboð. Þar má finna margan sæmilegan veggskjöldinn á góðu verði. Það er að segja ef smekkur- inn er ekki of esetískur. LISTASAFN ÍSLANDS Listasafn íslands er eiginlega utan við myndlistarmarkaðinn en safnið kaupir verk og hefur þannig áhrif á hann en Listasafn íslands hefur aldrei selt verk, hvað sem síðar kann að verða. En sem Mekka íslenskrar myndlistar hefur Lista- safn Islands óbein áhrif á markaðinn. Menn eru eiginlega ekki orðnir viður- kenndir fyrr en þeir geta státað af verki eftir sig í sölum eða kjöllurum Listasafns íslands. Þess vegna er öllum kært að fá innkaupanefnd safnsins á sýningu sína og það er mikill heiður ef safnið kaupir. Ekki svo að Listasafnið hafi úr miklu að moða. Á þessu ári er því ætlað að kaupa myndlist fyrir tíu milljónir. Lista- safnið rekur enga ákveðna stefnu í inn- kaupum sínum aðra en þá sem lög kveða á um, það er að kaupa þá list sem hæst ber og þar að auki að betrumbæta safnið með kaupum á eldri myndlist, samanber hin umtöluðu kaup á Gullfjöllum Svav- ars Guðnasonar. Að undanförnu hefur Listasafn ís- lands leitast við að viða að sér verkum frá hinum glataða SÚM-áratug, sem safnið hafði vanrækt þótt sá áratugur væri einna mesti nýsköpunar og um- brotatími í íslenskri listasögu. í þeim til- gangi kaupir Listasafnið meðal annars verk sem enginn venjulegur maður gæti haft eða vildi hafa heima hjá sér. Verk sem aldrei hafa tilheyrt íslenska mynd- listarmarkaðnum en eru samt mikils virði sögulega séð. AÐLOKUM Könnun á íslenska markaðnum leiðir í ljós að þessi markaður er einangraður lókal patríotískur markaður sem ekki á sér neina samsvörun úti í hinum stóra heimi. Á þessum markaði ríkir alger ringulreið ef undan eru talin verk gömlu meistaranna sem alltaf halda verðgildi sínu þótt það flökti milli ára. Og þegar menn kaupa verk gömlu meistaranna eru þeir ekki að kaupa verkið heldur nafnið sem slíkt; slæm mynd eftir Kjar- val getur selst á sama verði og góð mynd eftir Kjarval svo dæmi sé tekið. En ef einhver regla er til er hún sú að menn kaupa listaverk eða myndverk vegna þess að þeir þekkja myndefnið eða málarann, menn kaupa verk til að skreyta híbýli sín, ekki til að fjárfesta. 64 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.