Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 68

Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 68
Warren Beatty: „Ég ætla aðeins að hringja í Julie Christie". Nóbelsverðlaunahafinn Hemingway þjáðist af drykkjusýki og Kasanóva komplex. Framdi sjálfsvíg. Elizabeth Taylor í gervi Kleópötru. Beta er rómantísk kona, giftist sjö sinnum, þar af Richard Burton tvisvar. Með honum átti hún sitt lengsta og stysta hjónaband: Tíu ár og eitt ár. Þau kynntust er Burton lék elskhuga Kleópötru, Mark Anthony, í samnefndri kvikmynd. KASANÓVAR í SÖGULEGU LJÓSI Nýlega kom út gamanbókin Hver var með hverjum (Who’s Had Who). eftir S.Bell, R.Curtis og H.Fielding. Par er lýst þeim löngu strengjum og flóknu „ættartrjám" sem myndast hafa milli bólglaðra aðila. Líklega hefur hugmyndin að bók- inni fæðst við nýlegar umræður um alnæmi, þar sem gjarnan er sagt: „Þú ert ekki að sofa einungis hjá viðkomandi aðila, heldur einnig öllum þeim sem hinn aðilinn hefur sofið hjá“. Bókin er skemmtilega efnisflokkuð, drottningar fá heilan kafla, listamenn annan, hin sanna ást er í sérkafla og svo framvegis. Dæmi um kynferðislegan streng í gamandeild er línan milli Zeppo Marx og Woody Allens: Zeppo Marx giftist Barböru Sinatra 1959. Hún giftist síðan Frank Sinatra þegar hann var sjötugur. Frank Sinatra hafði áður verið giftur Miu Farrow og Mia býr nú með Woody Allen. Frank Sinatra er því strengdur upp á þráð (eins konar strengjabrúða) milli Zeppó og Woody. Woody Allen fjallaði eitt sinn um rómantík á eftirfarandi hátt: „Ast milli tveggja er stórkostleg. Maður þarf bara að vera vandfýsinn á það milli hverra maður lendir". Frank Sinatra er ókrýndur Kasanóva-konungur í Holly- wood. Hluti af hans strengjatré er svona: Natalie Wood, Lana Turner, Judy Garland, Kim Novak, Lauren Bacall, Ava Gar- dner, Marilyn Monroe, og þannig áfram. Eins og aðrir stór- tækir kvennamenn hefur hann sofið hjá minnst þúsund kon- um. Til þess að þreyta menn ekki með endalausri endurtekningu á ástar- eða kynferðislegum tengslum milli fólks, hafa höf- undar Who’s Had Who fundið upp nýtt orð yfir þessar mág- semdir. Það er orðið roger sem ég kýs að þýða með íslenska orðinu fipla. Dæmi: Roger Vadim fiplaði Birgittu Bardot, Catherine Deneuve og Jane Fonda. Þær eru því mágkon- ur á kviðlægu sviði. LÉTTLYNDAR KONUR Kasanóva-flækjan nær að sjálfsögðu fyrst og fremst til karlmanna. Mér vitanlega hefur ekki komið út nein bók um svipaðan sálarhnút á konum. Hvað kalla ætti slíka duld hjá konum er ekki gott að segja en ef til vill mætti finna nafn á þennan veikleika með því að kíkja á nokkrar herskáar nautnakonur úr fortíðinni. I Hver var með hverjum er það franska leikkonan Sara Bernhardt sem á elskhugametið í kvennadeild. Hún náði þúsund manna markinu auðveldlega. Móðir hennar vildi að hún tæki við af sér sem yfirstéttar-hóra, en Söru líkaði ekki slíkur þrældómur, vildi velja sína elskhuga sjálf. Sara var, eins og allir miklir ástarbruðlarar, afar orkum- ikil og sérvitur: hjónarúm hennar var líkkista. Margir duglegir menn gæddu sér á hinu fjörmikla líki: Emile Zola, Edmund Rostand, Victor Hugo, prinsinn af Wa- les, Napóleón prins og Kristján níundi Danakonungur, sem skildi eftir merki sitt svo vandlega grópað í alþingis- hús vort að það virðist ekki vera hægt að má það út. Til þess að kynnast fleiri tröllkvendum í ástum þarf að fara í aðra bók sem er af örlítið alvarlegra tagi. Hún heit- ir The Intimate Sex Lives of Famous People eftir I.Wallace, A.Wallace, D.Wallachinsky og S.Wallace. Þar fáum við með- al annars upplýsingar um það hvernig Kleópatra drottning stytti sér leið að þúsund manna markinu. Hún gæti hafa tekið það í tíu lotum og hefði þá fræðilega ekki þurft nema tíu daga til að ná þessu sjaldgæfa magn-marki. Svallveislur hennar ein- kenndust nefnilega meðal annars af því að hún þjónaði gjarn- an hundrað hermönnum á einu kvöldi með svokölluðum sleik- ipinnahætti. Janis Joplin var uppi um tvö þusund árum á eftir Kleó- pötru. Hún var fjótlega með það á hreinu að hún næði því aldrei að verða þrítug, enda dó hún tuttugu og sjö ára. Á lestarferðalagi einu náði hún ekki að sofa hjá nema sextíu og fimm mönnum. Líklega hefur þetta verið hraðlest. Eftir henni eru höfð þessi göfugu orð: „I’d have fucked anything, taken anything. . . .1 did. I’d take it, suck it, lick it, smoke it, shoot it, drop it, fall in love with it . . .“ sem lauslega útleggst: „Ég var frekar ófullnægð þessa daga . . .“. Janis Joplin. Feit, bólugrafin, einmana, óörugg og vergjörn. Fékk viðurnefnið „Svínstrýni" f gagnfræðaskóla og var sæmd titlinum „Ljótasti maðurinn í skólanum". Söng blús af svipaðrl sársaukagráðu og Billie Holiday söng jazz. 68 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.