Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 73

Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 73
hans fengin til að taka þátt í sjónvarpsumræðum um ótryggð í hjónbandi. Hún var spurð að því hvernig konur ættu að bregðast við ótryggð eiginmanna sinna. Svar hennar lýsti ekki mikilli sjálfsvirðingu eða stolti en það eru einmitt þannig kon- ur sem kvennabósar velja sér. Ekki vegna þess að þeir vilji hafa frelsi til að halda framhjá heimskum eiginkonum, heldur vegna þess að þeir kunna ekki að kynnast konum sem búa yfir sterkum persónuleika. Þeir eru hreinlega hræddir við slíkar konur. Og hvert var svar frú Mastroianni í þessum sjónvarps- þætti? Jú: „Það er ekkert við þessu að gera. Bara leyfa þeim að spóka sig. Þeir koma alltaf heim inn á milli. Þeir eiga nefnilega ekkert annað heimili, greyin.“ ÍSLENSKUR KASANÓVA í lítilli borg eins og Reykjavík er ekki auðvelt að fá fólk til að tjá sig opinberlega um einkalíf sitt. Ég hringdi í einn íslenskan Kasanóva en hann vildi ekki koma í viðtal vegna barnanna sinna og þeirra sem væru viðriðnir hans mál. Ég átti þó við hann alllangt samtal þar sem hann sagði mér frá ýmsum öðr- um hliðum á Kasanóva komplexinum en fram hafa komið á prenti. Ein saga hans minnti mig á atvik sem kom fyrir frægan leikara og bridsspilara: Leikarinn Ómar Sharif var eitt sinn í þeirri aðstöðu á hóteli að kona kemur á hótelherbergið hans, mundar að honum byssu og skipar honum að sofa hjá sér. Hann færist undan, en með hjálp byssunnar tekst konunni að koma því svo fyrir að þau liggja fljótlega bæði nakin uppi í rúmi. Þá bendir Ómar hæversklega á nekt sína og þann eineygða, grútmáttlausan, og segir: „Þér sjáið sjálfar frú mín góð, að ég get þetta ekki.“ HREFNA BIRGISDÓTTIR OG KASANÓVA Ég hitti gamla kunningjakonu í sundlaugunum um daginn. Þar eð ég hafði ekki séð hana lengi spurði ég hvað hefði á daga henn- ar drifið. Hún sagði farir sínar ekki sléttar, hafði orðið fyrir barðinu á Kasanóva og var varla búin að jafna sig. Henni hafði dottið í hug að skrifa bók um reynslu sína, svo aðrar konur mættu læra af mistökum hennar og þyrftu ekki að ganga í gegnum slíka erfiðleika. Ég vissi því að hér var fyrir hendi Islendingur sem þyrði að tjá sig opinberlega um Kasanóva. Hrefna er 39 ára að aldri og fráskilin. Hún sagði: - Ég kynntist Englendingi á bjórdaginn fræga í gegnum vinn- una. Það var svokölluð ást við fyrstu sýn, fullkomin sprenging. Ég hafði aldrei upplifað slíkt áður. Hann var um þær mundir að skilja við eiginkonuna eftir langt hjónaband. Ég hef aldrei kynnst manni sem er jafn aðlaðandi, myndarlegur, greindur, háttvís, ríkur, uppfullur af orku og skemmtilegur. Tilhugalíf okkar var svo yfirþyrmandi ástríðufullt að ég var alveg viss um að þarna hefði ég loksins hitt stóru ástina í lífi mínu. Ástin er blind og ég braut allar brýr að baki mér og fór með honum til Englands. Þar hélt „ástin“ afram að bómstra í nokkra mán- uði, en svo fór ég að kynnast honum betur. Hrefna Birgisdóttir. Fórnarlamb Kasanóva. EINMANA DEKURBARN - Smám saman gerðist það að hann varð mér fráhverfari. Kynferðislega fór hann að hneigjast í átt að einhvers konar bi-sexualisma sem mér líkaði illa. Þegar við vorum ein var hann gjarn á að fá grátköst. Ef hann var við vín grét hann ekki síst yfir því að hafa ekki verið viðstaddur jarðarför föður síns. Móðir hans hafði sagt honum að hann þyrfti þess ekki. Konan sú er hinn mesti dreki, sem hefur ofverndað drenginn sinn alla ævi og stjórnað honum. í hverri konu leitar hann síðan að eins Framhald á bls. 96 Ástargoðið Rudolph Valentino. Ástríðufullur elskhugi. Lenti í fangelsi vegna tvíkvænis. Hann skildi vegna þess að konan hans vildi vinna úti. Kristmann Guðmundsson rithöfundur. Illa haldinn af flóknum Kasanóva-komplex, sem þeytti honum i gegnum fjölda hjónabanda. Elvis var bannað með lögum að hreyfa mjaðmirnar á tónleikum í Florida 1955 vegna þess að hreyfingarnar stofnuðu almennu (eða kvenlegu) velsæmi í hættu. Alexis Zorba huggar konu. Anthony Quinn og Lila Kedrova. Hún fékk óskarsverðlaun fyrir túlkun sína á Búbúlínu, hinni útbrunnu léttúðardrós. Quinn lét vel að leika karlmenni, lék til dæmis nautabanann sem stal hinni léttlyndu Ritu Hayworth frá Jóni (Tyrone Power, Rudolph Valentino lék Juan áður) í Blóð og sandur. Anthony lék líka kvenna- manninn og málarann Gauguin sem Donald Sutherland lék síðar. Sutherland lék Kasanóva í samnefndri mynd Fellinis. HEIMSMYND 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.