Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 81

Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 81
Einkasonurinn Ásfríður, fyrri kona Ragnars, með dætrum sínum og barnabörnum. Valva Ragnarsdóttir býr í Jacksonville í Flórida. Maður hennar er Thomas G. Fuller en áður var hún gift Bryngeiri Guðmundssyni og átti með honum börnin, Unu, Asu, Atla og Kára. Jón Óttar Ragnarsson. argrein: „Trú hans var hans helgidómur og hans mikli fögnuð- ur. Þar með er allt sagt.“ SJÓMANNSKONA OG AÐVENTISTI C. Jónína Jónsdóttir (1900-1983) var næstelst Mundakots- barna. Líkt og Jóhann, eldri bróðir hennar, gerðist hún að- ventisti og starfaði alla tíð með söfnuðinum í Reykjavík. Flún var formaður Systrafélagsins Alfa sem starfaði meðal annars fyrir bágstadda á Grænlandi. Maður hennar var Jón Júníus- son. Hann var fyrst háseti á togurum, síðan stýrimaður og loks skipstjóri. Hún hlaut því hlutskipti sjómannskonunnar. Nína, eins og hún var kölluð, var fremur stórgerð, dálítið hrjúf og lá hátt rómur, en hlý og elskuleg, raungóð eins og Mundakotsfólkið yfirleitt er. Þau Jón eignuðust tvö börn: 1. Jón Atli Jónsson (1924-1975) vélstjóri, framan af á kaup- skipum en síðan í landi. Hann var fyrsti umsjónarmaður Borg- arspítalans í Reykjavík en átti síðast og rak Lakkrísgerðina Krumma. Ekkja hans er Súsanna Halldórsdóttir ritari. Barn- laus. 2. Guðrún Jónsdóttir (f.1926) geðlæknir í Reykjavík. Hún lauk læknisprófi 1955 og stundaði síðan framhaldsnám í geð- lækningum þó að hlé yrði þar á vegna húsmóðurstarfa. Hún varð sérfræðingur í geðlækningum 1978 og starfaði síðan við geðdeild Borgarspítalans. Hún hefur kennt við Hjúkrunar- skólann og verið í Barnaverndarráði íslands frá 1974. Maður hennar er Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri. Hann lauk læknis- prófi 1952 og er sérfræðingur í bæklunar- og embættislækning- um. Hann var tryggingayfirlæknir á árunum 1960 til 1970 en frá þeim tíma ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytinu. Hann var borgarfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjavík eitt kjörtímabil, 1966 til 1970. Páll hefur setið í fjöl- mörgum nefndum og ráðum. Börn þeirra: a. Jónína Pálsdóttir (f. 1949) tannlæknir í Reykjavík, gift Magnúsi Guðmundssyni lækni. b. Ingibjörg Pálsdóttir (f. 1949) lyfjafræðingur, starfar hjá Stefáni Thorarensen hf., gift Helga Þórhallssyni efnaverk- fræðingi hjá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. c. Dögg Pálsdóttir (f. 1956) lögfræðingur, deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, gift Ólafi Isleifssyni hagfræðingi hjá Seðlabanka íslands, áður efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Hann er nú orðaður við framboð í prófkjöri Sjálfstæðismanna til alþingiskosninga að ári. d. Sigurður Páll Pálsson (f. 1960) læknir, við sérnám í Sví- þjóð, kvæntur Ásthildi Þorsteinsdóttur fóstru. e. Jón Rúnar Pálsson (f. 1960) lögfræðingur hjá Vinnuveit- endasambandinu. YNGRI SYSTIRIN D. Elín Jónsdóttir (1901-1967) húsfreyja í Reykjavík var þriðja í röð Mundakotssystkina. Eins og Jónína, systir hennar, var hún sjómannskona í Reykjavík, gift Adolf Ársæli Jó- hannssyni frá Eyrarbakka. Hann var fyrst skipstjóri á vélbát- um en síðar á togurum. Börn þeirra voru: 1. Jón Adolfsson (1927-1982) vélvirki, verslunarstjóri og hluthafi í Sveini Egilssyni hf. Ekkja hans er María Þorláks- dóttir kaupmaður. Börn þeirra eru: a. Steinunn María Jónsdóttir (f. 1956) verslunarmaður, gift Sighvati Arnarsyni byggingatæknifræðingi, hann starfar hjá borgarverkfræðingi. b. Árni Þór Jónsson (f. 1959) vélfræðingur í Reykjavík, kvæntur Rannveigu Björnsdóttur. 2. Elín Adolfsdóttir (f. 1929), gift Ingólfi Sigurðssyni, for- stjóra Vöku og bflstjóra í Reykjavík. Hann er þriðji maður hennar. Börn hennar, komin yfir tvítugt, eru þessi: a. Guðrún Hanna Gunnsteinsdóttir (f. 1952) póststarfsmað- ur í Southampton í Bretlandi, gift Richard Gallop ferðaskrif- stofuforstjóra. b. Arsæll Gunnsteinsson (f. 1954) vélvirki í Reykjavík, kvæntur Elínu Birnu Harðardóttur teiknikennara. c. Steinar Már Gunnsteinsson (f. 1957), verkstjóri hjá Vöku. d. Ingvar Jóel Ingvarsson (f. 1963) vinnuvélasljóri í Hvera- gerði, kvæntur Sveinbjörgu Guðnadóttur. e. Berglind Nína Ingvarsdóttir (f. 1964), tækniteiknari í Reykjavík, í sambúð með Þorsteini Marínóssyni bílasmið. 3. Jóhann Adolfsson (1931-1989) skipstjóri og útgerðarmað- ur, var búsettur í Hveragerði, kvæntur Öldu Jónsdóttur. Börn þeirra: a. Margrét Gyða Jóhannsdóttir (f. 1961) verslunarmaður í Hveragerði, gift Sigurði Guðmundssyni bifvélavirkja. b. Elín Harpa Jóhannsdóttir (f. 1962) í Hveragerði, gift Viðari Ingvarssyni fiskeldisstarfsmanni. c. Björn Brynjar Jóhannsson (f. 1964) fiskeldisstarfsmaður í Hveragerði. 4. Gunnar Þór Adolfsson (f. 1936) rennismiður í Reykjavík, kvæntur Arndísi Jóhannsdóttur. Sonur þeirra: a. Grétar Kristinn Gunnarsson (f. 1959), starfsmaður í fyrir- tæki föður síns. EINS OG SPROTTINN ÚR ÍSLENDINGASÖGUM E. Gísli Jónsson (1906-1965) var yngstur systkinanna frá Mundakoti og sá sem tók við arfleifðinni þar. Hann vann að búrekstri foreldra sinna frá æsku en gerðist síðan vélgæslu- maður á sjó. Hann tók við búi af foreldrum sínum 1933, hafði nokkrar kýr og kindur, hænsni og mikla kartöflugarða, en vann jöfnum höndum utan heimilis, við múrverk, smíðar eða annað sem til féll. Gísli var mjög sérstæður maður, nokkuð hrjúfur og kaldur á ytra borði en mátti þó ekki vamm sitt vita. Framhald á bls. 92 HEIMSMYND 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.