Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 87

Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 87
menningin spretti upp úr algjöru félags- legu tómarúmi og sé svar ungs fólks við því samfélagi sem hvorki hefur rúm fyrir það né tekur tillit til þarfa þess eða til- finninga. Frá Bretlandi barst tónlistin ásamt þeirri menningu sem henni fylgir til annarra Evrópulanda eins og Islands, Grikklands, Noregs og síðast en ekki síst til ýmissa vinsælla sumarleyfisstaða eins og Ibiza og Kanaríeyja. A Islandi voru ekki til staðar sömu fé- lagslegu forsendur og á Bretlandi enda liðu hátt í tvö ár áður en pakkhúsamenn- ingin sló verulega í gegn hérlendis vorið 1990. Pakkhús postulanna var stofnað vorið 1989 og hafði það að markmiði að stuðla að bættu næturlífi. Að stofnun þess stóðu þeir Þorsteinn Högni Gunn- arsson og Jökull Tómasson. Hófust þeir ásamt fleirum þegar handa við að setja upp veislu í vöruskemmu í Skeifunni, þar sem leikhús Frú Emilíu er til húsa. Hófið var einungis auglýst með dreifi- miðum vegna þess að það var í raun ólöglegt þar sem ekki hafði verið fengið skemmtanaleyfi. Á miðunum voru því ekki upplýsingar um hvar pakkhússveisl- an færi fram eða hvert miðaverðið væri, heldur var fólki sagt það við afhendingu miðanna. „Með þessu vildum við gera tilraun til að framkvæma það sama hér og við höfðum orðið vitni að í Eng- landi,“ segir Þorsteinn Högni. Allir mið- arnir tvö hundruð og fimmtíu seldust upp deginum áður en skemmtunin átti að fara fram og búið var að skreyta sal- inn hátt og lágt. Klukkutíma eftir að skemmtunin hófst mætti hins vegar lög- reglan og rýmdi staðinn á þeirri forsendu að um ólöglega skemmtun væri að ræða. Þrátt fyrir þetta stóð Pakkhús postul- anna fyrir fleiri skemmtunum en segja má að vendipunkturinn hafi verið þegar haldin var skemmtun í veitingahúsinu Tunglinu í mars á þessu ári. Skemmtunin var haldin í tengslum við komu hljóm- sveitarinnar Happy Mondays og breska næturklúbbsins The Brain Club hingað til lands. Alls komu um tólf hundruð manns á skemmtunina og af þeim voru um hundrað breskir þátttakendur í hóp- ferð til íslands sem aðstandendur Pakk- hússins höfðu skipulagt og auglýst. Með- al Bretanna voru ritstjórar og blaða- menn bresku tímaritanna Melody maker og The Face og þótti þeim skemmtunin takast stórvel. en hvers vegna höfðar þessi menning til ís- lenskra ungmenna? „Skemmtanalífið hér bauð ekki upp á annað en að fólk færi á skemmtistaði til að drekka sig útúrfullt og veltast síðan um sjálfu sér og öðrum til leiðinda," segir Árnór Björnsson, einn stofnenda 26. maí hópsins, en sá hópur varð til þegar pakkhúsamenningunni tók að vaxa fisk- ur um hrygg fyrr á þessu ári. „Það sem við erum að reyna að gera er að skapa INN • SLITNAR GALLABUXUR • KYNLÍF • HUGLEIÐSLA • HETTUBOLIR • IBIZA • KROSSAR • HOUSETÓNLIST • JÁKVÆTT HUGARFAR • UMHVERFISVERND • ÚTVÍÐAR BUXUR • MATARKÚRAR • DANS • LITRÍK FÖT • ÍÞRÓTTIR • FRIÐUR 0G ÁST • ÍÞRÓTTASKÓR • ÞYKKBOTNA SKÓR • HIP HOP • SVARTIR AUGNBLÝANTAR ÚT • JAKKAFÖT • UPPAKYNSLÓÐIN • SKYNDIBITASTAÐIR • DRAGTIR • STRÍÐSHYGGJA • DRUKKIÐ FÓLK • RYKFRAKKAR • EFNISHYGGJA • NEIKVÆTT HUGARFAR • HÓTEL ÍSLAND • RÓLEG TÓNLIST • STJÓRNMÁLAMENN • PINNAHÆLAR • STAÐIR SEM LOKA KLUKKAN PRJÚ • LÖGREGLAN • SPORTBÍLAR • ÓSONEYÐANDI EFNI • ÓPÆGILEGUR FATNAÐUR • ÁHYGGJUR jákvætt andrúmsloft sem gerir okkur kleift að vera saman og skemmta okkur saman við góða danstónlist,“ segir Ýmir Einarsson sem einnig er einn af aðstand- endum þessa hóps. Um tvö þúsund manns, flestir á aldrinum tuttugu til tutt- ugu og tveggja, eru meðlimir í 26. maí hópnum. Langflestir meðlimanna eru virkir félagar sem verður að teljast óvenjulegt í félagsskap eins og þessum. Starfsemi hópsins byggist ekki eingöngu á því að standa fyrir skemmtanahaldi heldur hefur hann einnig staðið að út- gáfu tímaritsins Hamingju. I Hamingju eru ýmis þau mál sem hugleikin eru þessum hópi tekin til umfjöllunar, svo sem mannrækt og umhverfisvernd. Arn- ór og Ýmir fullyrða að neysla víns og lyfja sé mun minni í þessum hópi en öðr- um þeim hópum sem sækja skemmti- staði. Undir þetta tekur Þorsteinn Högni sem segir áfengisneyslu hverfandi í þess- um hópi. Hann bendir hins vegar á að erfitt sé að kenna gömlum hundi að sitja. Islendingar hafi alltaf drukkið mikið á skemmtunum. Líkt og í öðrum löndum þar sem pakkhúsamenning hefur náð að skjóta rótum hafa hérlend yfirvöld haft uppi vissar efasemdir um þá fullyrðingu að Dansinn í brennidepli hjá Björk Sykurmola og félögum. „Löggan kom og henti okkur út.“ eiturlyfjaneysla sé hverfandi í þessum hópi. Þá hefur verið bent á að eiturlyfið ecstasy sé af mörgum einmitt talið for- senda þess að hægt sé að komast í rétt hugarástand til að geta notið skemmtun- arinnar. Ecstasy, sem er amfetamínsteg- und, hefur verið áberandi erlendis þar sem pakkhúsamenning hefur náð að dafna. Upphaflega var það þróað sem lyf HEIMSMYND 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.