Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 92

Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 92
Bylting. . . framhald af bls. 90 njóta mikilla vinsælda og fást í flestum tískuvöruverslunum, eru afsprengi pakk- húsamenningarinnar. Fatnaðurinn er hvorki flókinn né dýr og oft má fara í fataskápa foreldranna og grafa þar upp skemmtilegar flíkur sem þá kosta heldur ekki neitt. „Ég er svo heppinn að geta gengið í fötum af henni móður minni,“ segir Daníel. Þá fær hárið að njóta sín í auknum mæli en bæði kynin hafa tekið að safna hári. Ný kynslóð næturlífsgesta hefur hafið innreið sína. Með þeim hefur komið ferskt blóð sem án efa á eftir að verða til þess að bæta þá lágkúru sem flestir eru sammála um að hafi ríkt hér á skemmti- stöðum. Þessi hreyfing hér á landi, sem kennir sig við pakkhús og 26. ma,í er í raun sú leið sem ungt fólk víðs vegar á Vesturlöndum hefur farið til að brjótast út úr þeim farvegi sem samfélagið hefur markað því. Hreyfingin miðar að því að bæta skemmtanalíf og undir þessum for- merkjum hennar kemur ungt fólk, sem annars ætti fátt sameiginlegt saman í því markmiði að skemmta sér. Sú áhersla sem hreyfingin leggur á frið, ást og frelsi á óefað með einhverjum hætti eftir að setja mark sitt á framtíð vestræns iðnað- arsamfélags. Ef pakkhúsmönnum tekst að auðga og bæta skemmtanalífið, ef þeir geta dregið úr neyslu áfengis og lyfja, er vissulega betur af stað farið en heima setið. Jafnvel þótt fleiri syfjuleg augu muni sjást á sunnudögum hér eft- ir.D Ragnar í Smára. . . framhald af bls. 81 Hann sýktist af taugarýrnun á besta aldri en svo mikið var vinnukapp hans að hann batt orfið við sig til þess að geta haldið áfram að slá. Að lokum var hann dæmdur úr leik og þá fór atorka hans í að lesa bækur. Hann var „vinnuær“, eins og sagt var um föður hans. Talið var að Gísli kynni íslendingasögur utan bókar og hann varð manna fróðastur. Naut hann þar góðs af bókasendingum Ragn- ars, bróður síns. Gísli var ákaflega karl- mannlegur með breiðar axlir og stórt höfuð og talinn tveggja manna maki að hverju verki sem hann gekk. Þegar hann dó líktu sumir honum við hetjur Islend- ingasagna. Sjálfur sagði hann í viðtali: „Mín ævi hefur verið svo svívirðilega viðburðalaus og ómerkileg að um hana er ekkert að segja.“ Kona Gísla var Guðríður Vigfúsdóttir, frænka hans. Þau héldu upp mikilli risnu enda voru ætt- ingjar að sunnan tíðir og velkomnir gest- ir. Oftar en ekki kom Ragnar á æsku- heimili sitt með listamenn, erlenda og innlenda. Gísli og Guðríður eignuðust fimm börn. Þau eru: 1. Sesselja Ósk Gísladóttir (f. 1935) kaupmaður á Selfossi. Hún rekur þar Söðlasmíðaverkstæðið Baldvin og Þor- valdur ásamt verslun með allt sem lýtur að hestamennsku og sver sig í ættina fyr- ir hörkudugnað. Maður hennar var Guðni Sturlaugsson útgerðarmaður og skipstjóri, hann er látinn. Börn þeirra: a. Vigdís Heiða Guðnadóttir (f. 1958) verslunarmaður í Þorlákshöfn, gift Baldri Sigurðssyni verkstjóra. b. Gísli Guðnason (f. 1961) útgerðar- maður í Þorlákshöfn, í sambúð með Jónu Guðlaugsdóttur. c. Sturlaugur Vilberg Guðnason (f. 1965) verkamaður á Selfossi. 2. Jón Gunnar Gíslason (f. 1937) á Eyrarbakka, starfsmaður Istaks. Kona hans er Alda Guðjónsdóttir en hann átti son fyrir hjónaband. Börn yfir tvítugt: a. Gunnar Örn Jónsson (f. 1958) mat- reiðslumaður í Reykjavík, í sambúð með Sesselju Hrönn Jónsdóttur. b. Þuríður Jónsdóttir (f. 1968) við- skiptafræðinemi. 3. Helgi Gíslason (f. 1943) trésmiður í Kópavogi, kvæntur Þuríði Kolbeins. Elsta dóttir þeirra: a. Guðríður Helgadóttir (f. 1969) verk- fræðinemi. 4. Jóhann Gíslason (f. 1949) fiskverka- maður á Eyrarbakka, kvæntur Helgu Sörensen. 5. Gísli Ragnar Gíslason (f. 1952) prentari í Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Rósu Hallgrímsdóttur.D Bankastjórinn. . . framhald af bls. 24 þessu öndvegisfólki á götu og upp í hug- ann kæmi einhver grikkurinn, sem því hefði verið gerður af fullkomnu hugsun- arleysi og án þess það ætti það skilið. Seinna hefðu leiðir skilist þegar mismun- andi áhugamál leiddu menn hvorn í sína áttina, þótt þeir hefðu hist af og til. Ein- hvern tímann hefði hann leitt það í tal við Herluf, að það þyrfti ekki að vera svo vitlaust að fjármagna kvikmyndir. En það hefði verið þungt í Herluf hljóð- ið út af afkomunni. Sér hefði skilist að það þyrfti að standa yfir peningunum og halda þeim til beitar af sömu hörkunni og beitarhúsamaðurinn hér áður fyrr, þegar reka varð hjörðina í haga hvernig sem viðraði, virka daga sem helga, og moka ofan af í mestu hörkunum til að hún næði að grípa niður. Þráinn kveðst hafa látið allt tal um fjármögnun kvik- mynda niður falla og hreinlega vorkennt sínum forna félaga að hafa dagað uppi í að halda þessum breiðum sínum svo stíft til beitarinnar og ætti ekki betri ósk hon- um til handa en að það fennti yfir megn- ið af hjörðinni og Herluf gæti farið að snúa sér að einhverju öðru og skemmti- legra - eða í það minnsta gjöfulla en þessu uppihaldslausa puði við að fram- fleyta peningunum og láta þá ávaxta sig. Hann væri nefnilega hræddur um að hann væri svolítið ólukkulegur í þessu hlutverki sínu. Þráinn sagðist hins vegar hafa kunnað því vel þegar hann heyrði að sínir gömlu skólafélagar Herluf og Ólafur Laufdal hittust stundum til viðræðna um við- skipti, og það væri þá gjarnan í Sprengi- sandi eða jafnvel Ingólfsbrunni yfir léttu skyndifæði. Þetta væri talsvert annar stíll en menn ættu að venjast um viðamikla bissnisslunsja, sem lítið annað kæmi út úr en meltingartruflanir og framhaldandi kenndirí, sýndi að þarna væru menn á ferð sem hefðu annað með tíma og fjár- muni að gera heldur en að halda sjálfum sér veislur. En þrátt fyrir skáld og fræðimenn í ættinni voru áhugamál Herlufs einfald- lega önnur en Þráins Bertelssonar. Hann stofnaði innflutningsfyrirtæki sitt Herluf Clausen jr. & Co. strax í mars árið eftir að hann varð stúdent og rak það sam- hliða námi í viðskiptadeild Háskólans sem hann lauk árið 1970. Um þetta leyti var verið að létta á ýmsum viðskipta- hömlum, sem þangað til höfðu tíðkast og frjálsræði að aukast í innflutningi. Herluf byrjaði á að flytja inn steiktan lauk og tertubotna frá Danmörku. Þessi inn- flutningur var þó strax illa séður og ekki einungis af bökurum landsins. Vinstri sinnar í pólitík urðu ókvæða við og gerðu tertubotnana að tákni fyrir þá óráðsíu sem leiddi af frjálsum innflutn- ingi. Þannig væri þeim dýrmæta gjaldeyri sóað sem sjómennirnir okkar öfluðu með ómældu erfiði og súrum sveita. Mörgum fannst þetta jaðra við landráð og föðurlandssvik og allt fram á þennan áratug tönnluðust framsóknarmenn allra flokka á tertubotnunum, til að sýna fram á nauðsyn þess, að framsýnir menn og vitrir á vegum hins opinbera hefðu vit fyrir þjóðinni um skynsamlega ráðstöfun gjaldeyris til þjóðþrifaverka, í stað þess að flytja inn vatn og hveiti og rotvarnar- efni, sem sköffuðu öðrum þjóðum vinnu. En Lúffi, eins og hann er gjarnan kallaður og ekki bara af vinum og kunn- ingjum, hjálpaði þjóðinni líka til að spara með því að flytja inn vafningsgræj- ur, svo menn gætu vafið sínar sígarettur sjálfir, en þá missti ríkið líka spón úr aski sínum og tóbakseinkasölunnar. Seinna beindist innflutningurinn meira að tískufatnaði og mun það vera uppi- staðan í innflutningi hans í dag. Öllum ber saman um að Lúffi sé vinnuhestur og vinnan hans líf og yndi. Hann mæti til vinnu á undan öðrum á morgnana og vinni til miðnættis. Frí séu fátíð, þó hefur hann eitthvað stundað veiðar og hestamennsku með gömlum skólafélaga, Póra í Laxnesi, og enn mun hann eiga nokkra hesta. Hann hefur ekki sleikt sólskinið á sólarströndum Miðjarðarhafsins, ekki auðgað sam- kvæmislífið með nærveru sinni, ekki elst 92 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.