Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 93

Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 93
við glæsikerrur, þótt hann eigi núna Mercedes Benz og fjallajeppa, ekki reist sér glæsihöll á Arnarnesinu, en þó búið sæmilega, fyrst lengi vel á Hólavallagötu fimm, en flutti sig svo yfir Landakots- túnið fyrir nokkrum árum, þegar hann keypti glæsivilluna, sem Vilhjálmur Pór byggði á sínum velmektardögum, af Björgólfi Guðmundssyni, fyrrum Haf- skipsforstjóra. Pá lét hann líka loksins eftir sér að dekra svolítið við sjálfan sig. Að sögn hans sjálfs unnu iðnaðarmenn dag og nótt við breytingar á húsinu, þar til sambýliskonu hans fannst nóg komið og hann varð að fara hægar í sakirnar. í bakgarðinum er verið að reisa mikið 360 gluggaramma glerhýsi, sem sumir segja að eigi að vera blómaskáli, en aðrir að eigi að hýsa sundlaug. Hann hefur líka upp á síðkastið leitað hófanna um kaup á listaverkum, en listaverkasali sagði blaðinu, að sér þætti hann varfærinn í þeim viðskiptum og enn hefði ekki geng- ið saman með þeim um verð. Pó ætti hann nokkurt málverkasafn og sum verkin býsna góð. En hann sagðist hafa á tilfinningunni að smekkur eigandans hefði ekki ráðið mestu um valið, heldur hefði Herluf eignast þetta á svipaðan hátt og bankarnir sín söfn, tekið verkin upp í skuld. Einnig mun hann hafa verið á höttunum eftir bókasöfnum sem til sölu kynnu að vera í heilu lagi á sann- gjörnu verði. En þótt Lúffi hafi ekki fyrr en síðustu árin verið að eyða sparifé sínu í Iúxus komst hann snemma upp á að láta pen- ingana vinna fyrir sig og lét þá ekki kom- ast upp með neina leti og iðjuleysi. Hann fór fljótlega út í að fjármagna innflutning annarra, einkum í tískubransanum. Þetta eru ábatasöm viðskipti og rúmast innan ramma laganna. Lögleg - en sið- laus mundu kannski ýmsir bæta við - þó varla siðlausari en margt það sem flestar virðulegustu fjármálastofnanir þjóðar- innar fást við núna - en varðað hefði við lög gegn okri fyrir örfáum árum. Hvernig fara svona viðskipti fram? Ef við gefum okkur að féð sé ávaxtað sleitulaust allt árið þá gefur 15 prósent heildsöluálagning fyrir að fjármagna inn- flutning annarra í 45 daga í senn, ár- svexti upp á nærri 200 prósent: 100 þús- und krónur í byrjun árs eru orðnar 115 þúsund 45 dögum síðar og ef þær eru strax settar í að fjármagna annað dæmi og svo koll af kolli til ársloka, eru þær orðnar að rúmlega 300 þúsund krónum í lok ársins. En svo að myndlíking Práins Bertelssonar sé haldið áfram, þá þarf að halda krónunum stíft til beitar og gæta þess að þær lendi hvergi í dýjum, pyttum og keldum viðskiptalífsins, eða í klóm þess vargs, sem ekki hugsar um framtíð- ina, heldur það eitt að fá í sig magafylli á staðnum. Talsverðar sögur hafa gengið um þessa starfsemi og líklega flestar ýktar. Þannig á Herluf að hafa haft umfangs- mikil fjármögnunarviðskipti við Hag- kaup. Jón Asbergsson, forstjóri Hag- kaups, segir að þess sé reyndar dæmi: Vorið 1985 hafi Herluf átt hlut að máli við fjármögnun stórrar sendingar fyrir opnun IKEA. Það hafi verið ágætt mál og þau viðskipti gengið greitt og eðlilega fyrir sig. Petta hafi hins vegar verið ein- stakt tilfelli og engar slíkar aðstæður komið upp síðan. Um þetta hafi raunar síðan spunnist sögur og borist sér til eyrna, að Herluf Clausen hefði Hagkaup orðið í hendi sér. Hann léti sér það í léttu rúmi liggja. Þessi viðskipti hefðu á sínum tíma verið beggja hagur og ekki meira um það að segja. í tímans rás hefur Herluf eignast hlut í nokkrum fyrirtækjum að einhverju eða öllu leyti. Meðal þeirra má telja tísku- verslanirnar Jackpot í Kringlunni, Sér og Esprit á Laugaveginum, veitingahúsið Óperu við Lækjargötu og fiskútflutnings- fyrirtækið Pólarfrost í Höfnum. Um skeið rak hann auíf/cverslunina Kjörgripi í húsnæði sínu í Bröttugötu. Það er at- hyglisvert að fyrri aðaleigendur þessara fyrirtækja hafa gjarnan haldið áfram að starfa við þau sem áður. Þeir, sem HEIMSMYND hefur talað við, hafa borið Herluf Clausen vel söguna. Hann standi að vísu fast á sínu, en ef menn reyni ekki að ljúga sig út úr vandræðum, heldur leggi spilin á borðið, reynist hann mönnum hjálplegur í lengstu lög, lipur og sanngjarn í viðskiptum. „Þú finnur engan gjaldþrotaslóða í kjölfari Herlufs Clausens," sagði lög- fræðingur, sem hefur átt við hann tals- JILSANDER COLOUR PURE HAl J.9TA/FTI IR ’QD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.