Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 96

Heimsmynd - 01.10.1990, Blaðsíða 96
einmanaleika og tvímanaleika og hoppar því á milli kvenna í endalausum óró- leika. Hann er afar lokaður tilfinninga- lega, getur hvorki opnað fyrir eigin til- finningar né hefur hann áhuga á að kynnast annarri persónu á djúpan hátt. Hann hræðist einfaldlega allar tilfinning- ar og leitar í örvæntingu útrásar einungis gegnum líkamlega nálgun. Hann er fullkomnunarsinni (perfektionisti) og vinnuþræll (workaholic), horfist djarf- lega í augu við atvinnu sína en aldrei í augu við sjálfan sig og sál sína. Hann getur horft lengi í augun á þér yfir kerta- ljósi á tilhugalífsstiginu, en þegar kemur að því að horfast í augu við sál annarrar persónu flýr hann af hólmi eins og heig- ull. Mig langar til að gefa konum ráð sem ánetjast slíkum mönnum: Flýja sem fyrst frá þeim áður en þeim tekst að særa þær djúpu sári. Hið dásamlega tilhugalíf með þeim er inngangur að harmleik. ÍSLENSKUR KASANÓVA 2 Svo mörg voru þau orð Hrefnu Birgis- dóttur. Eftir svo greinagóða lýsingu á Kasanóva þótti mér sárt að þessi „vinur“ hennar, skyldi ekki hafa verið íslending-- ur, fyrst ég er að fjalla um þetta á ís- lenskum vettvangi. Þá rakst ég á viðtal við íslending sem birtist fyrir réttum þrem árum í íslensku tímariti. Viðtala- ndinn er ekkert banginn við að lýsa sjálf- um sér innst sem yst og segir í viðtalinu að hann hafi bara gaman af kjaftasögum um sig, þær sýni að fólk hafi áhuga á honum. Ékki er ég viss um að þessi kok- hreysti sé fullkomlega einlæg, enda er það eitt einkenni Kasanóvans að eiga auðvelt með að lifa með tvöfeldni. Ekki er þar með sagt, að sjálfsögðu, að þessi maður þjáist af Kasanóva-komplex. En þó er freistandi að athuga hvað þarna er á ferðinni. Af tillitssemi við einkalíf þessa manns, sem gæti hafa skipt eitthvað um skoðanir (og jafnvel konu(r)) á þeim þremur ár- um sem liðin eru frá þessu viðtali, vil ég ekki birta nafn hans hér, nota bara hina sígildu skammstöfun fyrir ónafngreinda: N.N. (eða Nonni Nonna). Staða hans gæti líka verið önnur í dag, til dæmis ef hann væri giftur aftur væri óviðurkvæmi- legt að vera að rifja upp hverjar hans fyrrverandi ástkonur væru. Já og jafnvel þótt hann væri fráskilinn í eitt skiptið í viðbót. Við látum þó seint ofbjóða okk- ur hér á landi í hjónabandsfjölda ein- staklinga eftir Kristmann Guðmundsson og allar hans heitu hjónabanda-ástir. Nonni er tvígiftur og hefur eftir það verið viðriðinn tvær aðrar konur, sem einnig eru nafngreindar í viðtalinu. En ég get ekki nafna þeirra hér af sömu ástæðum og að framan greinir. Nóg er nú samt slúðrið í henni Reykjavík. I við- talinu gefur Nonni hjónaböndum sínum (og þar með líklega konunum einnig) lýsingarorðaeinkunnir. í réttri tímaröð eru þær „góð“, „ágæt“, „yndisleg“, „frá- bær“. Hjónabönd Nonna (N.N.) voru sem sagt „góð“ og „ágæt“; „yndisleg" er komin út í kuldann en „frábær“ er við lýði. Fram kemur að Nonni var búinn að finna þá „ágætu“ áður en hann yfirgaf þá „góðu“. En hvers vegna skyldi hann þá hafa yfirgefið hina „ágætu“? Samkvæmt gamalli málvenju er orðið „ágætt“ sterk- ara en orðið „góður“. Maður getur því skilið að hann skuli hafa tekið hina „ágætu“ fram yfir þá „góðu“. Jú, hann hefur skýringu á reiðum höndum. Ja, ef til vill ekki mjög skýra, en þó allfrum- lega. Skilnaðurinn orsakaðist af slæmsku sem hljóp í bandið (hjónabandið) og hann kennir við einhvers konar strengja- bæklun. Hér á ég örlítið erfitt með að skilja, en brjóstvitið reynir að læða inn þeirri skýringu að þessir strengir hafi eitthvað að gera með annaðhvort þreyt- ustrengi eða jafnvel heitstrengingar. Ef til vill hefur hann ekki farið rétt með hjúskapareiðinn þegar hann gifti sig. Eða kannski hefur hann bara ekkert ver- ið að hlusta á prestinn þegar minnst var á að vera trúr að eilífu, gegnum súrt og sætt, veikindi og erfiðleika. En ef ég skil rétt þá þjáist Nonni af einhvers konar sálarútbrotum eða belg- ingi, svokölluðum ,,breiðu“-(broad?)- hnút. Hvort breiður eru konur eða ekki í þessu samhengi er ekki gott að segja. En það verður þó tæpast á annan.veg skilið en að hann sé sjálfur með það sem hann kallar „Herðubreið í sálinni“. Þó ég viti ekki hvað það er, gæti ég best trúað að það væri mjög sársaukafullt. TIL VARNAR KASANÓVA Franski nútímaheimspekingurinn Jacqu- es Derrida fann upp aðferð í textarýni, árið nítján hjundruð sextíu og sjö, sem kalla má leysirýni (deconstruction). Þessi aðferð felst meðal annars í því að lesa texta afar gaumgæfilega, gagnrýna þá og gagnrýna síðan gagnrýnina. Forsenda þessarar aðferðar er sú að á öllum mál- um eru tvær hliðar en á flestum fleiri. Það er því við hæfi að enda framans- kráða gagnrýni á Kasanóva með því að leyfa mjúkum en hrjúfum jarðaranda karlmennskunnar að komast að í formi Grikkjans Alexis Sorbas. Það er nefnin- lega þannig með allt sem maðurinn hefur stundað árþúsundum saman, að það stendur að einhverju leyti afar sterkt fyr- ir sínu. Kasanóva deyr aldrei vegna þess að hann er stór þáttur í okkur öllum. Gefum Sorbas lokaorðið, í þýðingu Þor- geirs Þorgeirssonar: „Áttu ekki til guðsótta?. Sá sem hefur tækifæri til að sofa hjá konu og gerir það ekki, drýgir stórsynd. Ef kona biður þig að deila með sér rúmi og þú gerir það ekki, þá er sál þín glötuð! Sú hin sama kona andvarpar á hinsta degi fyrir guði, og það andvarp steypir þér til heljar, hver svo sem þú ert og þó þú hafir í jarð- lífi þínu verið besti maður. Ef helvíti er til þá lendi ég þar og einmitt fyrir það arna. Ekki fyrir að hafa stolið, myrt og sofið hjá annarra manna konum, nei, ekki fyrir það. Það er ekki neitt, góður guð fyrirgefur það allt. Til helvítis fer ég fyrir það, að þessa nótt beið mín kona í rúmi sínu, og ég fór ekki til hennar." Frami og . . . framhald af bls. 58 til að skoða í búðir á þessum ferðum. „Hér þekki ég líka allar verslanirnar og veit hvert ég á að fara til að fá þau föt sem ég er að leita að. Ég tel mig ekki eyða miklu í fatnað. Ég kaupi vönduð föt sem ég get notað þótt ég noti reyndar hverja dragt ekki lengur en í eitt og hálft ár. Vissulega er hægt að fá fimmtíu þús- und króna dragtir í verslunum hér en ' það má einnig fá mjög góðar dragtir á tuttugu til þrjátíu þúsund. Það eru ekki miklir peningar þegar litið er til þess að slíkar dragtir endast í langan tíma.“ Undir þetta tekur Kristín sem segist heldur kaupa sér vönduð föt því þau endist. Flestar konur kannast við að hafa keypt föt sem síðan hanga inni í skáp að mestu ónótuð þangað til þau eru farin úr tísku. Svala segir að þetta hendi sig stöku sinnum. „Það kemur fyrir að ég geri undantekningu frá reglunni og kaupi föt sem ekki samræmast mínum fatastíl. Þetta eru yfirleitt föt sem ég nota einu sinni eða tvisvar en síðan aldrei meir.“ Annars heldur Svala sig innan ákveðins ramma þegar að fata- kaupum kemur. „Jarðlitir eru mínir lit- ir,“ segir hún. Eftir að Kristín hóf að vinna á fréttastofu sjónvarps segist hún ekki lengur eiga nein sérstök spariföt. ,1 þessari vinnu þarf maður alltaf að vera heldur fínn. Fréttamaður verður að geta farið hvert sem er og hitt hvern sem er því enginn veit að morgni hverjar fréttir dagsins verða. Þegar ég kaupi föt hef ég orðið alltaf í huga að fötin séu þannig að ég geti notað þau í vinnuna. Það má því í raun segja að öll mín föt séu orðin spari- föt.“ Til eru þeir sem segja að skór lýsi persónuleika eigandans betur en flest annað. „Ég er mjög veik fyrir skóm,“ segir Kristín og hlær. „Ég á líka mjög mikið af þeim. Mest eru þetta flatbotna skór en ég á líka háa skó þó ég noti þá sjaldan. Þetta eru alls kyns skór, sumir alveg einfaldir og aðrir reimaðir en yfir- leitt í brúnum litum eða svartir. Olíkt Helgu segist Kristín ekki vera hrifin af skrauti á skóm. Helga notar oft skó með meðalháum hæl í vinnuna en alltaf flat- botna skó þegar hún er í stuttum pilsum. „Þegar ég fer út á kvöldin nota ég hins vegar mjög háa hæla,“ segir hún. „Ég held ég sé fallin alveg kylliflöt fyrir ít- ölskum skóm,“ segir Helga. Allar eru þær konur sem HEIMS- MYND spjallaði við á einu máli um að vellíðan þeirra í starfi grundvallist meðal annars á því að vera vel til hafðar og að hafa frelsi til að klæðast í samræmi við persónuleika sinn. Hins vegar gera þær allar skýran greinarmun á því annars 96 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.