Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 8

Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 8
FRÁ RITSTJÓRA / A tímamótum Ritstjórnin: Hildur Grétarsdóttir framkvæmdastjóri yst til vinstri, Elísa Porsteinsdóttir sem sér um innheimtu, Jakob Þór Haraldsson auglýsingastjóri, Odd Stefán ljósmyndari, Herdís Porgeirsdóttir ritstjóri, Ólafur Hannibalsson blaðamaður og Laufey Elísabet Löve blaðamaður. eð jólablaði HEIMSMYNDAR er fimmta út- gáfuári okkar lokið. Hálfur áratugur hefur liðið ótrúlega hratt en tímaritið fagnar fimm ára af- mæli sínu í mars á næsta ári. Um það leyti sem þetta tímarit var stofnað voru rit af svip- uðu tagi að ryðja sér til rúms erlendis. Utgefendur þeirra og ritstjórar voru flestir ungt menntafólk með nýja og breytta heimsmynd. Þessi þróun var áberandi í Bandaríkjunum, Bret- landi og á meginlandi Evrópu en teygði anga sína undir lok áratugarins alla leið til Moskvu. Hér voru á ferðinni fjölmiðlar sem tóku mið af breyttum tíðaranda og höfðu það að megin- markmiði að endurspegla hann. Tímarit af þessu tagi fjölluðu jöfnum höndum um tísku sem alþjóðapólitík. Áður hafði slíkt verið hólfað niður í sérblöðum. Tískan var ætluð konum og pólitíkin körlum. Á þessum árum er Margaret Thatcher orðin forsætisráðherra Breta, Corazon Aquino er kjörin forseti Fil- ippseyja, Benazir Bhutto er fyrsti kjörni kvenleiðtoginn í múslimaríki, Violeta Chamarro, fyrrum blaðaútgefandi, kemst til valda í Nikaragva og nýlega var kona kjörin forseti Irlands. Liðin er sú tíð að áhugasvið karlmanna og kvenna rúmist í tveimur ólíkum heimum, þar sem húsfreyjur sátu með loníettur og rýndu í Heima er best. Það er þessi jarðvegur og þessi tíðarandi sem HEIMS- MYND sprettur úr. Markhópur blaðsins hefur aldrei verið einskorðaður við ákveðinn þjóðfélagshóp heldur hefur verið reynt að höfða til breiðs hóps með víðsýni í huga. Fyrsta árið kom blaðið út á tveggja mánaða fresti en nú kemur það út tíu sinnum á ári, yfir hundrað blaðsíður að stærð. HEIMSMYND er eitt fárra tímarita sem eru aðilar að upp- lagseftirliti Verslunarráðs íslands og er án efa eitt mest selda tímaritið á landinu. Fimm ár eru ekki langur tími en sannar- lega mælikvarði á líftíma í íslenskri blaðaútgáfu. Á köflum gæti það kallast jþrekvirki að halda úti svona blaði á eins litl- um markaði og Island er en viðtökur hafa sýnt að það er þörf fyrir þetta tímarit. Þar ræður ekki afþreyingin úrslitum. Þegar grannt er skoðað er HEIMSMYND einn fárra íslenskra fjöl- miðla sem ekki nýtur opinberra styrkja. Ríkisstyrkir til blaða- útgáfu hafa aukist í tíð núverandi ríkisstjórnar og öll dagblöð- in hafa verið undanþegin því að greiða aðstöðugjöld til Reykjavíkurborgar. Þetta er hættuleg þróun og óeðlileg. Fjöl- miðlar gegna mikilvægu hlutverki í nútímasamfélögum. Frjáls- ir fjölmiðlar eru forsenda annars frelsis. Fjölmiðlar sem eiga líf sitt undir stjórnmálaflokkum, ríkisvaldi eða pólitískum hagsmunum og viðskiptavild geta aldrei orðið trúverðugir í miðlun upplýsinga. Þetta hefur HEIMSMYND haft að leiðarljósi frá upphafi. Við höfum reynt að vera gagnrýnin í pólitískri umræðu og varpa ljósi á eðli hluta og raunverulegan gang mála. Auðvitað hefur okkur tekist misvel upp og orðið á í messunni en við- leitnin er til staðar og verður áfram. Það er ekki átakalaust í eins litlu þjóðfélagi og íslandi að fjalla um fólk og atburði líð- andi stundar án þess að koma við kaunin á mörgum, jafnvel vinum og skyldmönnum okkar sjálfra eða þeirra sem um er fjallað. En við gerum líka skýran greinarmun á því að fjalla um persónu eða persónu í hlutverki. Þegar við gagnrýnum ráðamann erum við ekki að gagnrýna konuna hans fyrir að vera gift honum heldur manninn í stöðunni, manninn með ábyrgðina. Þegar gerð er úttekt á ráðandi einstaklingum í við- skipta- og atvinnulífi erum við að skoða umsvif þeirra og áhrif en ekki einkahagi. Á þessu er skýr greinarmunur. Vandi fylgir vegsemd hverri, þeirra og okkar sem um pennann höldum. Stundum hefur því verið haldið fram að það væri ekki hægt að stunda frjálsa blaðamennsku í kunningjaþjóðfélaginu hér. Með sömu rökum má segja að það sé heldur ekki hægt að halda uppi lýðræði, jafnvel ekki fullveldi. Samt er það ósk okkar að vera siðmenntuð og frjáls þjóð þótt við búum á mörkum hins byggilega heims. Frjálsir fjölmiðlar og opin um- ræða eru forsenda þess að hér búi áfram frjáls þjóð. Hvað sem ráðamenn segja er góður fjölmiðill oft eini talsmaður fólksins. En látum liggja milli hluta í bili allt tal um spillingu og svínarí. Á meðan utanríkisráðuneytið skvettir úr klaufunum í Ommu Lú, sem er víst nýr og fínn veitingastaður í Kringlunni, og ráðherrafrúr þeytast um heiminn á kostnað skattborg- ara . . . vill HEIMSMYND á þessum tímamótum þakka öll- um þeim sem lagt hafa hönd á plóginn við uppbyggingu þessa tímarits, blaðamönnum, greinarhöfundum, ljósmyndurum, starfsfólki á skrifstofum blaðsins og í prentsmiðjunni Odda, auglýsendum, dreifingar- og söluaðilum, öllum þeim sem komið hafa við sögu með öðrum hætti á síðum blaðsins sjálfs og síðast en ekki síst okkar ágætu lesendum. í Guðs friði. . 1%du 8 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.