Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 23

Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 23
NU ARIÐ ER LIÐIÐ Sterk öfl toguðust á um yfirráð yfir Stöð 2. Arsins 1990 á íslandi verður eflaust minnst sem árs gjaldþrotanna; árs þjóðarsáttarinnar, þegar verð- bólga var hamin innan eins stafs tölu, að minnsta kosti um nokkurra mánaða skeið; árs atvinnuleysis, kreppu og sam- dráttar; ef til vill sem lokaárs áratugar græðginnar; ef til vill sem upphafsárs nýs hagvaxtarskeiðs með hagkerfi í jafnvægi; ef til vill sem ársins þegar allt fór úr böndunum á nýjaleik. Þetta var ár mikilla átaka í heimi kaupsýslunnar. Sterk öfl toguðust á um yfirráð yfir Stöð 2 og í framhaldi af því um sjónvarpsrás SYNar og sér engan veginn fyrir enda þeirra deilna enn og raunar engan veginn útséð hvort Stöð 2 fái haldið velli í samkeppninni við ríkis- sjónvarpið. Skuldirnar eru enn risavaxn- ar, þótt eigendurnir þykist nú sjá fram á hallalausan rekstur og síðan vaxandi ágóða á næstu árum. I upphafi ársins beittu stærstu laun- þegasamtökin, ASÍ og BSRB, ásamt Vinnuveitendasambandinu og Stéttar- sambandi bænda sér fyrir nýrri efnahags- stefnu og fengu ríkisstjórnina í lið með sér. Þetta var hin margumtalaða þjóðar- sátt. Aðaláhersla var lögð á að ná niður verðbólgu. Kjarasamningar voru bundn- ir til haustsins 1991, launþegar létu áorðna kaupmáttarrýrnun frá árinu 1988 yfir sig ganga, að mestu bótalaust. Þetta var kjarabót fyrir þá sem skulda; hinir báru lítið úr býtum. Utan við þetta sam- komulag stóð BHMR, samtök háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna, sem árið áður höfðu að loknum miklum verk- fallsátökum, náð samkomulagi við fjár- málaráðuneytið, sem fjármálaráðherra kallaði þá tímamótasamning, um ákveð- inn framgang í launamálum á næstu fimm árum. Ríkisstjórnin sagði þeim samningi upp einhliða en beið lægri hlut fyrir Félagsdómi. Þá voru sett bráða- BHMR ákvað að stefna fjármálaráðherra og ríkisstjórninni fyrir stjórnarskrárbrot. Níðstöng reist við stjórnarráðið. birgðalög, sem afnámu samninginn og samningsrétt BHMR. Mikil málaferli eru í uppsiglingu, þar sem BHMR mun meðal annars stefna fjármálaráðherra og ríkisstjórninni fyrir stjórnarskrárbrot, þótt væntanlega muni ný ríkisstjórn sest að völdum, áður en þau mál verða út- kljáð fyrir dómstólum hér heima - og mjög líklega erlendis líka. Annað mál sem talsverðan slóða mun draga á eftir sér um réttarfarskerfið er sigur Þorgeirs Þorgeirssonar í máli sínu fyrir mannréttindanefnd Evrópu. Það mun leiða af sér að skarpari skil verður að gera milli ákæruvalds, rannsóknarað- ila og dómsvalds, auk þess sem dagar 110. greinar hegningarlaga um vernd op- inberra starfsmanna gegn gagnrýni á embættisfærslu þeirra, eru örugglega taldir. Loks var dæmt í Hafskipsmálinu fyrir Sakadómi og sakborningar að mestu sýknaðir. Þetta mál var búið að hafa af- drifaríkar afleiðingar: orsaka hrun eins banka (Utvegsbankans), kljúfa einn stj órnmálaflokk (Sj álfstæðisflokkinn), vekja upp tvo aðra flokka (Borgara- flokkinn, Samtök frjálslyndra hægri manna), hrekja einn umdeildasta stjórn- málamann þjóðarinnar úr landi (Albert Guðmundsson) - að vísu í heiðursem- bætti á vegum þjóðar sinnar, og hafa ómæld önnur áhrif á stjórnmálaþróun í landinu. Dómur Sakadóms var áfall fyrir einn helsta sérfræðing landsins í refsi- rétti, Jónatan Þórmundsson prófessor, sem skipaður hafði verið sérstakur sak- sóknari í þessu máli og talið ástæðu til að ákæra í 215 atriðum en Sakadómur sak- felldi í aðeins fimm. Hann sagði þegar af sér sem sérstakur saksóknari og varð að skipa nýjan, sem taka mun ákvörðun um áfrýjun málsins til Hæstaréttar. Sú ákvörðun liggur ekki fyrir enn. HEIMSMYND 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.