Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 24

Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 24
a is; y ! ~ . _ , ' PI • —■■ . ^(jk A A V .. «iin'r : iBii' II •. 5Siv:.!!f!san Iií!:'.!!!5i!!!k.= .7« . iiiíív.jI: ‘l; Þungt ský yfir Kirkjusandi. Útþensla SÍS var stððvuð á árinu. Arnarflug varð gjaldþrota. Kristinn Sigtryggssnn með fyrrum flugfreyjum félagsins. Forræðisdeilan er einn af harmleikjum ársins sem leið þar sem saklaust barn varð bitbein. Hildur Ólafsdóttir með dóttur sinni Hildi Hödd. Forræðisdeilan sem upp kom á síðari hluta ársins vakti mikil og tilfinninga- þrungin viðbrögð. Eftir að föðurnum hafði með úrskurði verið fengið forræði yfir níu ára gamalli dóttur sinni hafði hann flutt búferlum til Spánar. Móðirin hafði „rænt“ dóttur sinni þaðan og neit- aði að skila henni aftur í hendur föðurn- um. Aðstæður hennar virðast hafa gjör- breyst til batnaðar eftir að upphaflegur úrskurður var felldur, aðstæður föðurins Morgunblaðið brást bart við einokunartilhneigingum ráðamanna Eimskipafélagsins. breyst með flutningnum til Spánar. Lagalega virðist þó málstaður föðurins pottþéttur, en þegar til kasta laganna varða kom að framfylgja lögunum, hafði málið þó snúist upp í þvílíkan harmleik að þeim féllust hendur. Ljóst virðist að núverandi kerfi getur hæglega hleypt málum í þvílíkan hnút að ekki verði leyst en bara höggvið. Saklaus börn eiga ekki að verða bitbein í þvílíkum málum, for- ræðisúrskurðir ekki að standa um eilífð án tillits til breyttra forsendna. Margra ára deilur innan SÍS voru loks- ins til lykta leiddar með þeirri ákvörðun að skipta stórveldinu upp í fimm hlutafé- lög. Samvinnubankinn var seldur til Landsbankans. Aður höfðu Samvinnu- tryggingar verið sameinaðar Brunabóta- félaginu í Vátryggingafélagi Islands, VÍS. Hinn nýi tryggingarisi stendur utan SÍS-veldisins. Árið 1990 markar því þau tímamót að útþensla SÍS-veldisins er stöðvuð, samdráttur hafinn og áhrifavald þess stórlega skert með upplausn þess í mörg smærri fyrirtæki, sem væntanlega koma ekki lengur til að lúta einu mið- stjórnarvaldi. Arnarflug hafði það loks af að verða gjaldþrota. Skiptaráðandi hafði við orð að samkvæmt lögum hefði félagið átt að tilkynna gjaldþrot þegar á árinu 1987, eins og fyrri eigendur höfðu að eigin sögn raunar haft í huga, en fallið frá fyrir þrýsting og þrábeiðni þáverandi ríkis- stjórnar sem ekki mátti til þess hugsa að fá annað gjaldþrot ofan í Hafskipsmálið í alþjóðlegum flutningum. Slíkt skaðaði álit íslands út á við og gæti jafnvel haft áhrif á lánstraust íslenska ríkisins á er- lendum fjármagnsmörkuðum. Þar með er innbyrðis samkeppni íslenskra flugfé- laga úr sögunni og Flugleiðir einar um hituna, íslenskum ferðaskrifstofum til mikillar skelfingar. Eimskip kom svo aftur við sögu, þegar ljóst var að það átti orðið 33 prósent í Flugleiðum, sem aftur eru komnar inn í stærstu ferðaskrifstofurnar Útsýn/Úrval og Ferðaskrifstofu íslands jafnframt því sem Flugleiðir reka tvö hótel og bíla- leigu. Eimskip er auk þess með stórfelld- ar áætlanir á prjónunum um rekstur um byggingu risahótels í samvinnu við er- lenda aðila. Fyrir aðalfund Flugleiða reyndi Eimskip að setja stjórnarfor- manni, Sigurði Helgasyni stólinn fyrir dyrnar og krafðist þess að forstjóri Eim- skips, Hörður Sigurgestsson, tæki við stjórnarformennskunni. Morgunblaðið brást hart við þessum og öðrum einok- unartilhneigingum ráðamanna Eimskips, talaði um hlutabréfaleik og taldi „að í stað þess að skapa úlfúð hér innanlands með barnalegri valdabaráttu innan nokkurra fyrirtækja ætti að gera hinum nýju áhugamönnum kleift að spreyta sig á erlendum vettvangi með auknum um- svifum þar.“ Margir bundu vonir við að framboð Nýs vettvangs í borgarstjórnarkosningunum væri upphaf að uppstokkun á vinstri væng stjórnmálanna. í ljós kom í sumar að fremur var um að ræða brú fyrir óháða (Ólínu Þorvarðardóttur) og Birt- ingarfólk Alþýðubandalagsins (Hrafn Jökulsson, Margréti Björnsdóttur og Össur Skarphéðinsson) yfir í Alþýðu- flokkinn. Átök héldu áfram í Alþýðu- bandalaginu. Sjö manns yfirgáfu mið- stjórnarfund flokksins í októþer vegna BHMR deilunnar. Margháttaður ágrein- ingur var og á milli þeirra, sem eftir sátu, um meiriháttar mál, eins og álvers- deilu, afstöðu til EB og landbúnaðar- mála. Hins vegar varð vel heppnaður ágreiningur formanns og varaformanns Alþýðuflokksins á flokksþingi aðeins til að vekja forvitni og áhuga sjónvarps- áhorfenda á þinginu, sem án þess hefði orðið bragðdauf hallelújasamkoma. Á þessu ári og síðasta fór fiskeldið sömu leið og loðdýraræktin áður. í hóp Islandslax og Lindalax bættust nú Voga- lax, Fjallalax, Árlax og íslenska fiskeld- isfélagið. Athygli hefur verið vakin á því hve lítið hluthafar margra þessara fyrir- tækja, innlendir sem erlendir, hafa lagt fram í reiðufé. Hlutafjáreign þeirra er að miklu leyti innt af hendi í formi reikn- 24 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.