Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 26

Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 26
Davíð Oddsson, einn ai mest áberandi einstaklingum ársins. Borgarstjórnarkosningarnar voru persónulegur sigur fyrir hann og hann lenti ðrugglega í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Reykjavík. Björn Bjarnason sá langþráðan draum rætast þegar hann flaug upp lista sjálfstæðismanna í prófkjöri í Reykjavik og er nú i hópi forystumanna flokksins. Guðmundur Árni Stefánsson varð sljarna Alþýðuflokks í byggðakosningum þegar hann leiddi flokk sinn til sigurs með hreinan meirihluta í Hafnarfirði. Ólína Þorvarðardóttir varð hin nýja stjarna á vinstri kanti stjórnmálanna þegar hún vann efsta sætið í prófkjöri Nýs vettvangs. Vegakerfi landsins hefur ekki fleygt fram í jafnstórum stökkum og víða er vafamál að það anni allri þessari auknu bílaumferð og er Reykjanesbrautin gott dæmi um það. Slysum í umferðinni fjölg- aði líka ískyggilega framan af þessum áratug, en frá 1987 hefur þeim þó farið fækkandi. En það eru unglingarnir, 17 til 20 ára, sem helst verða fyrir barðinu á umferðinni og helst sú tala nokkuð stöð- ug: 200 unglingar slasast á ári. Það verð- ur að beina athyglinni að þessum hópi, reyna að ná til þeirra með markvissum hætti og draga úr þessum geigvænlegu slysatölum. Sérstaklega hlýtur athyglin að beinast að ökukennslunni, því að þetta er sá aldursflokkur sem er nýsestur undir stýri og virðist eiga erfitt með að meðhöndla það afl sem honum er með því gefið. Og á sama tíma og fjölda slysa hefur fækkað hefur banaslysum fjölgað. Hámarki náðu banaslysin 1977 þegar 37 fórust. Mestallan þennan áratug hafa þau verið á bilinu 25 til 30 ár hvert. Á norrænu umferðaröryggisári 1983 náðist þessi tala niður í 18, sem gefur til kynna að með samstilltu átaki er hægt að draga verulega úr þessu árlega blóðbaði á göt- um og vegum. Það verðum við að gera. Hópur áhugafólks um bætta umferðar- menningu hefur vakið mikla athygli og unnið gott starf. Fleiri þurfa að leggja hönd á plóg. Ef árið 1990 getur fremur talist ár eins einstaklings fremur en annars hlýtur nafn Davíðs Oddssonar borgarstjóra að Styrjaldarástand á vegum landsins. Umferðarslys í sviðsljósinu. Kona grunuð um ölvun ók á umferðareyju. Konuna sakaði ekki að ráði. Fjögur hundruð slösuðust fyrstu sjö mánuði ársins. Skjótur uppgangur Jóns Ólafssonar í Skífunni var áberandi í viðskiptalífinu eins og forsíðugrein HEIMSMYNDAR í nóvember sýnir. koma einna fyrst í hugann. Sigurganga hans hófst raunar á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins haustið 1989, þegar hann var kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins baráttulaust: Friðrik Sophusson gaf sætið eftir um leið og Davíð gaf kost á sér. Borgarstjórnarkosningarnar urðu fyrst og fremst persónulegur sigur Dav- íðs, þegar hann tryggði flokki sínum stærri sigur en nokkru sinni fyrr: 60,4 prósent atkvæða og 10 borgarfulltrúa af 15. Og enn urðu úrslit prófkjörs sjálf- stæðismanna mikill sigur Davíðs: hann tryggði sér fyrsta sætið með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða án þess að opna kosningaskrifstofu, gefa út áróðursrit eða minna á sig á nokkurn hátt. Fáir hafa flutt sig af sviði sveitarstjórnarmála yfir í landsmálapólitíkina með glæsilegri hætti. Björn Bjarnason fylgdi fast á hæla Dav- íðs í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og hlaut þar með þingsæti. Sjálfstæðismenn byggja miklar vonir við þessa tvo tiltölu- lega ungu menn, sem hafa þó allmikla og víðtæka reynslu að baki hvor á sínu sviði. Eftir er hins vegar að sjá hvernig þeim farnast á Alþingi. Hvernig þeir falla inn í þingflokkinn sem fyrir er og hvernig þeim tekst til í nýjum hlutverk- um, þar sem málamiðlun er reglan en stefnufesta og óbilgirni undantekningin. Ólína Þorvarðardóttir varð hin nýja stjarna á vinstri kanti borgarmálanna þegar hún vann sér efsta sætið í prófkjöri á vegum Nýs vettvangs. Hún varð mjög umdeild í kosningabaráttunni og skoðan- ir skiptar um framgöngu hennar og ár- angur, en hitt fer ekki milli mála að hún kvaddi sér hljóðs með eftirminnilegum hætti. Enn stóð um hana styr, þegar hún gekk í Alþýðuflokkinn á miðju sumri, eftir þau háðulegu orð sem hún hafði lát- 26 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.