Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 30

Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 30
Kohl kanslari átti fullt í fangi með að fylgjast með hraða atburðanna fyrir sameiningu þýsku ríkjanna. Hér er hann með Lothar de Maziere, forsætisráðherra Austur-Þýskalands. George Bush Bandaríkjaforseti. Þetta var ár átaka fyrir hann. Hann sveik kosningaloforð silt um engar skattahækkanir en tók forystu á alþjóðavettvangi. ið, samtímis því sem þau hafa staðið í ströngum samningaviðræðum við mið- stjórnarvaldið í Kreml. Þótt viðskilnaðurinn í fyrri leppríkjum Sovétmanna í Austur-Evrópu væri dap- urlegur komst þó ekkert í hálfkvisti við viðskilnað Ceausescu hjónanna í Rúmen- íu. Myndirnar frá munaðarleysingjahæl- um landsins munu seint líða vestrænum sjónvarpsáhorfendum úr minni. Og þar eru engin þau öfl í sjónmáli, sem geti leyst gömlu kommúnistajaxlana af hólmi Solsjenitsín skrifaði heim úr útlegðinni í Bandaríkjunum og ráðlagði löndum Saddam Hussein tókst að sameina alla heimsbyggðina gegn sér með innrásinni í Kúvæt í ágúst. framkvæmd þeirra undir forystu Orygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna en hernaðar- legu forræði Bandaríkjanna. Bush Bandaríkjaforseti lýsti yfir tilurð nýrrar heimsskipanar, þar sem Bandaríkin og Sovétríkin stæðu saman á verði um lög og reglu í samskiptum þjóða. Enn er spurning um hvort þessi nýskipan kemst á með friðsamlegum hætti eða hvort hún verður að hljóta eldskírn sína í styrjöld gegn Irak, sem mundi skilja Arabaheim- inn eftir í því ástandi, „að enginn van- trúaður gæti stigið fæti öruggur í ara- bíska byggð næstu 100 árin“, eins og einn arabískur blaðamaður orðaði það. Tækifærið er nú fyrir hendi til að kippa kveikiþræðinum úr þeirri púðurtunnu, sem Austurlönd nær hafa verið um áratugi. En þá verður að taka Palestínuvandamálið á dagskrá um leið. Verð- ur því tækifæri klúðrað? Heimafyrir hlaut Bush byr í ágúst fyrir skynsamlega meðferð alþjóðastjórnmála. En skyndilega snerust vin- sældir hans við þegar hann klúðraði sam- komulagi við þjóðþing- ið um ráðstafanir til að rétta af fjárlagahalla Bandaríkjanna og sveik sitt eina kosningalof- orð: Engar skattahækk- anir. Vandamálin hafa verið að hrannast upp öll stjórnarár Reagans með sívaxandi halla rík- issjóðs Bandaríkjanna og uppsöfnun erlendra skulda. Formúla hag- spekinga Reagans, að lægri skattar, sérstak- lega á þá ríku, leiddu til aukinna fjárfestinga og umsvifa í þjóðfélaginu, sem aftur gæfi auknar skatttekjur, hefur ekki gengið upp. Bandaríkin eru nú orðin skuldug- asta þjóð veraldar, skulda erlendis sem svarar sjö mánaða launum á hvern vinnandi þegn. Allt bendir til að lengsta samfellda þenslu- tímabili í sögu Bandaríkjanna sé nú að ljúka. Saddam Hussein er ekki orsökin, en verkar sem hvati á tilhneigingar sem hingað til hefur verið unnt að halda í skefjum. Fjármálaráðherra Bandaríkj- anna hefur spáð því að hagvöxtur muni innan skamms nálgast núllið. Fjármála- kerfið stendur höllum fæti eftir hrun sparisjóðakerfisins, sem gerir ríkissjóð ábyrgan fyrir skuldum, sem slaga hátt upp í allar skuldir Þriðja heimsins. Bank- ar og verðbréfamarkaðir standa veikt eftir braskið með ruslbréfin (junk- bonds), sem notuð voru til uppkaupa á Ferskir vindar blésu ekki síður um Afríku en annars staðar í veröldinni. Neison Mandela var látinn laus eftir meira en þriggja áratuga prísund í Suður-Afríku. sínum að losa sig við allt heimsveldi keis- arans, nema hinn slavneska kjarna: Rússland, Úkraínu og Hvíta-Rússland. En meira að segja í Úkraínu óx þjóðern- is- og sjálfstæðisöflum fiskur um hrygg og kröfðust forræðis í eigin málum. Sam- tímis því sem Gorbatsjov náði hápunkti vinsælda í vestri hrakaði áliti hans heima fyrir með vaxandi vöruþurrð í verslun- um, glæpaöldu og allsherjarupplausn fyrra stjórnarfars. Eftir því sem leið á ár- ið bar á vaxandi bollaleggingum um yfir- vofandi valdarán Rauða hersins. Þetta var árið þegar Kalda stríðinu linnti. Varsjárbandalagið var í raun leyst upp. Þeir herir, sem áfram tilheyrðu því að nafninu til, voru óhæfir til bardaga og baráttuvilji hermannanna enginn. Af- vopnunarviðræður drógust langt aftur úr raunveruleika atburðanna. Vandamálið var að koma hermönnum til síns heima ásamt öllu því járnadrasli sem nútíma- hernaði fylgir. Sovétmenn hafa í raun hvorki efni á því að halda hernum úti né flytja hann heim. Þá kom Saddam Hussein til sögunnar og sameinaði gjörvalla heimsbyggðina til andstöðu við sjálfan sig með innrásinni í Kúvæt í byrjun ágúst. í fyrsta sinn í fjörutíu ár náðu nálega öll ríki Samein- uðu þjóðanna saman um ályktanir og 30 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.