Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 31

Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 31
risafyrirtækjum með áður óheyrðri skuldsetningu. Ofan á þetta bætist fall dollarans, sem nú hefur í fyrsta sinn frá styrjaldarlokum glatað hlutverki sínu sem öruggt aðdráttarafl til fjárfestinga á krepputímum. Breska hagkerfið með innbyggðri, rótgróinni verðbólgu, sem komin er í tveggja stafa tölu, háum vöxt- um og silalegum hagvexti er heldur ekki aðlaðandi um þessar mundir. Og nú hafa fyrstu aðvörunarmerkin birst varðandi japanska efnahagsundrið. Hlutabréfa- markaðurinn í Tokýó féll um 25 prósent á fyrsta ársfjórðungi. A þessum áratug urðu Japanir við kröfum Bandaríkjanna og létu jenið fljóta og slökuðu á skilyrð- um fyrir lánveitingum. Þetta er aftur tal- ið hafa valdið þeirri gífurlegu sprengingu sem orðið hefur á verði lands í Japan og fjármálablöð tala um sem sprengju í hjarta heimsviðskiptanna. Ef þeirri sprengju yrði leyft að springa og verð á japönsku landi snarfélli, spryngi jap- anska bankakerfið samtímis, um leið og tryggingar fyrir lánum þess yrðu verð- lausar. Þetta gæti komið af stað heims- kreppu. Skuldbindingar þýska Seðla- bankans vegna sameiningar Þýskalands mundu á sama tíma draga mjög úr svig- rúmi hans til aðgerða og áhrifa á við- skiptakerfi heimsins. Styrjöld við Irak gæti orðið dropinn sem fyllti mælinn og hrundið heims- kreppunni af stað. Yfirborð atburða ársins 1990, þegar heimsveldi og kenningakerfi um 1000 ára ríki hafa hrunið og fallið og lýðræði og markaðskerfi næstum fyrirhafnarlaust unnið stóra sigra og hlotið almenna við- urkenningu, hefur vakið mönnum bjart- sýni og endurnýjaða trú á næstu framtíð. En sé nánar skoðað stendur efnahags- kerfi alls heimsins völtum fótum. Ákveðin rás atburða gæti hrundið af stað keðjuverkunum, sem leiða mundi til efnahagshruns í frjálsa markaðskerfinu á borð við það sem við höfum á þessu ári séð í hinu miðstýrða efnahagskerfi Aust- ur-Evrópu. Og sennilega höfum við aldrei verið jafnilla búin undir slíka at- burði síðan í Heimskreppunni 1930. Ferskir vindar blésu ekki síður um Afríku en annars staðar í veröldinni. Nelson Mandela var látinn laus eftir meira en þriggja áratuga prísund, de Klerk forseti Suður-Afríku virtist reiðu- búinn til að beita sér fyrir afnámi hinnar illræmdu apartheidstefnu fyrirrennara sinna. Gangur samninga hefur hins veg- ar reynst skrykkjóttur og blökkumenn hafa átt í blóðugum illdeilum innbyrðis, sem Mandela sakar öryggislögregluna um að kynda undir. Enn er þeirri spurn- ingu ósvarað hvort kynþáttavandamál Suður-Afríku verða leyst með friðsam- legum hætti eða ríkið leysist upp í blóð- ugri borgarastyrjöld. Annars staðar í Afríku virtist eins flokks kerfi svo- nefndra sósíalista- og marxistaflokka í upplausn og vaxandi skilningur á því að ekki eru öll vandamál Afríku utanað- komandi öflum að kenna. Álfan öll er í CIRKEL KAFFI 3 TEG. SANT0S ■ KÓL0MBÍA • KÓLOMBÍA/KENÝA VERSLUNARDEILD SAMBANDSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.