Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 70

Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 70
Dóra, yngsta dóttir Sæmundar og Ríkeyjar, gift Þorvaldi Jóhannssyni, bæjarstjóra á Seyðisfirði. Ríkey með dótturdóttur sína Sigurbjörgu. Ingimundur, næstelsta barn Ríkeyjar og Sæmundar, sem dó 1989. Hann eignaðist tólf börn með þremur konum, þrjú með fyrstu, þrjú með annarri og sex með þeirri þriðju. skrifaði hreppsnefnd Árneshrepps bréf til bæjarstjórans á ísa- firði og krafðist þess að þau yrðu flutt nauðungarflutningi á Strandir sem varakröfu og hefur það verið til þess að fyrir- byggja frekari fjárútlát til Isafjarðar. Af og til á næstu árum þurftu þessi fátæku hjón að þiggja af sveit, eins og margir aðr- ir, en fengu að vera áfram á Isafirði því að þar höfðu þau þó einhverja vinnu og voru því ekki eins þung á fóðrum þar eins og þau hefðu verið í Árneshreppi. Á þessum árum þótti það illur kostur að „fara á bæinn“ og það gerði enginn sjálfviljug- ur. Við það missti fólk mannréttindi, svo sem kosningarétt (allt til 1929), og hefur það því ekki verið með glöðu geði að þiggja slíka aðstoð. Árið 1921 fengu jafnaðarmenn hreinan meirihluta í bæjar- stjórn ísafjarðar og héldu honum með einni undantekningu í aldarfjórðung. Sæmundur og Ríkey munu fljótt hafa snúist til fylgis við hugsjónir jafnaðarmennskunnar enda var í því fólgin von um betra líf. Þar kom líka til rík réttlætistilfinning þeirra. Kratar börðust hart fyrir afnámi fátækralaganna og kölluðu þau þrælalög og smánarblett á þjóðfélaginu. EINN SÍÐASTI HREPPAFLUTNINGURINN Árið 1931 syrti á ný í álinn hjá þeim Sæmundi enda kreppan farin að sverfa að fólki. Oddviti Árneshrepps krafðist þá enn hreppaflutnings „fremur en að leggja ótakmarkað til ísafjarð- ar“. Það kom hins vegar fram í bréfum hans að þau Sæmund- ur vildu ekki flytjast frá Isafirði. Bæjarstjórn Isafjarðar lét það gott heita og ráðlagði hreppsnefnd Árneshrepps að sinna fjöl- skyldu hans, þegar erfiðast væri, og borga húsaleigu yfir vet- urinn, fremur en að fá fjölskylduna flutta heim. Ráðlagði bæj- arstjórnin hreppsnefnd- inni að samþykkja styrk handa Sæmundi sem ekki færi fram úr 600 til 800 krónum. Næst gerðist það í júní 1933 að Sæmundur og Ríkey ásamt öllum barnahópnum voru flutt nauðungarflutningi í Árneshrepp og enn „að kröfu“ hreppsnefndar en framkvæmdin virðist þó hafa komið flatt upp á hana miðað við það sem á undan var gengið. Samkvæmt þrettán ára hefð (án þess þó að hafa fengið sveitfesti) áttu Sæmundur og fjölskylda hans að fá að njóta áframhaldandi dvalar á Isafirði með styrk frá hreppnum. Þó kann að vera að liðagigt Sæmundar og þar af leiðandi vaxandi erfiðleikar hans með að framfleyta sér hafi stuðlað að því að ákveðið var að henda fjölskyldunni út í óvissuna. BITBEIN í PÓLITÍSKUM DEILUM Meirihluti krata á ísafirði fékk ámæli hjá mörgum fyrir þennan fátækraflutning enda stríddi hann gegn tíðarandanum og braut í bága við yfirlýsta andúð Alþýðuflokksmanna á fá- tækralögunum sem voru svo afnumin að þeirra frumkvæði ári síðar. Ríkey og Sæmundur höfðu í neyð sinni snúist til æ meiri róttækni og lagt kommúnistum lið eftir að þeir klufu sig út úr Alþýðuflokknum. Þau voru meðal stofnfélaga Kommúnista- flokks íslands árið 1930. Kratar voru hræddir um að missa meirihluta sinn á Isafirði og því reyndu þeir að klekkja á kommunum eins og þeir mögulega gátu, komu í veg fyrir að þeir fengju vinnu og ráku þá úr verkalýðsfélaginu. Kommarn- ir voru sannfærðir um að fátækraflutningur Sæmundur og Rík- eyjar hefði verið pólitísk ofsókn á hendur bjargarlitlu fólki, til þess eins að losna við það úr bænum, tvö hættuleg atkvæði í væntanlegum bæjarstjórnarkosningum. Þrjú af börnum Ingimundar, Ríkey, Þorsteinn og Frímann. 70 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.