Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 78

Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 78
„Veistu hvað það er að hugleiða,“ segir hún, „það er eins og ah vinna einbeitt í tíunda veldi Með djúpslökuninni finn ég jafnvœgi, líkamlegt og andlegt. Eftir pað koma leiðbeiningarnar upp í hendurnar á manni“ káldsaga hennar sem kemur út núna er tímamótaverk á ferli hennar en að baki eru blóð, sviti og tár. Hún var tilbúin með efniviðinn í söguna árið 1986 þegar hún varð fyrir erfiðum augnsjúkdómi sem hún hefur stig af stigi barist við og náð talsverðum bata þótt lítið megi út af bera að sjúkdómurinn taki sig upp að nýju. Af þessum sökum er hún ekki í sama stakk búin og ýmsir aðrir rithöfundar að fylgja bók sinni úr hlaði. Um það var mér ekki kunnugt þegar ég hitti hana. Hún varaði mig við því að hún þreyttist fljótt en gleymdi sér og ég mér þegar hún fór að tala um sköpunarferl- ið og hvernig sérhver sögupersóna varð til með henni. Svo ljóslifandi varð aðalhetjan Nína að hún þurfti á tímabili að berjast við að Nína, sem hún þolir ekki á köflum, næði yfir- höndinni. í upphafi sögunnar kynnumst við Nínu sem situr við dánar- beð móður sinnar Þórdísar. Nína er tvíræður persónuleiki, tákngervingur nútímans sem fyrirlítur hin gömlu gildi. Meðan nóttin líður á sjúkrastofunni hverfur hún úr heimi yfirborðs- mennskunnar á vit formæðra sinna sem börðust við ytri nátt- úruöfl og eigin þrár í kyrrlátri vík á norðurhjara. Sagan líður áfram líkt og kvikmynd þar sem aðstæður og persónur eru svo myndrænar að maður hrekkur í kút við hver kaflaskipti. Það er tími fuglsins og bjargsins, annríkis og sumarkomu en dauðinn bíður líka við svarta hamraveggi. Þetta er umhverfi Sunnevu í upphafi 19. aldar, hinnar ungu brúður Stefáns bónda. Sunnevu sem stendur í fjörunni og horfir „gráðugum augum“ á eftir glottandi sjómanni, langt að komnum, sem færði henni sjal. Sunnevu, ástinni hans Jakobs, sem elskaði hana meira en lífið sjálft. „Augu Jakobs sögðu það. Horfðu á Sunnevu. Fylgdu henni eftir. Alltaf.“ Frá þessari rómantík er- um við hrifin inn í kaldan hugarheim Nínu og síðan aftur konu fram af konu og því nær sem dregur nútímanum því kaldari verður raunveruleikinn. Með þetta í huga reyndi ég að ímynda mér hvernig Fríða A. Sigurðardóttir kæmi fyrir ef hún líktist ekki systur sinni skáld- konunni Jakobínu Sigurðardóttur í Garði. Sem hún gerir og reyndar öllum hinum kvenpersónunum líka. Þá birtist hún á skrifstofu minni, þessi stressaða nútímavera í dúnúlpu með dökk gleraugu. Samt fylgir henni einhver forn- eskja, eitthvað úr lítilli vík eða köldum firði, sem ég skynja betur seinna. Velti aðeins vöngum yfir því fyrst hvort Nína sé hún í níunda veldi en rithöfundalaunin dugi ekki fyrir Armanidrögtum. Hún var rúmlega þrítug þegar móðir hennar, Stefanía Guðnadóttir, dó. Hún gat ekki fylgt henni til grafar þar sem hún var rúmföst á sjúkrahúsi eftir bflslys. A þeirri stundu ákvað hún að reisa móður sinni bautastein. „Hún hefur troðið sér inn í margar bækur og ég hef verið að skrifa mig frá henni síðan.“ Ég giska réttilega á að móðir hennar sé Þórdís, kletturinn í hafinu í kreppunni, konan sem hélt svo fast í gömlu gildin með hjartað og heilann á réttum stað. Ein trúverðugasta pers- ónan í bókinni. Stúlka úr sveit sem kemur til bæjarins og lætur ljósin ekki blinda sig. Móðurímynd íslensks nútímasamfélags. Stefanía eignaðist þrettán börn, þar af tvær þjóðþekktar skáldkonur. Jakobína er elst og Fríða næstyngst, en hún er fædd þann 12. desember 1940 á Hesteyri í Jökulfjörðum. Faðir hennar, Sigurður Sigurðsson sem dó 1968, hafði verið bóndi í Hælavík áður en hann varð símstöðvarstjóri á Hesteyri. I lok stríðsáranna flutti fjölskyldan til Keflavíkur þar sem faðir hennar stundaði verkamannavinnu þar til hann missti heils- una. Sú mynd sem hún dregur upp af lífi fólks við nyrsta úthaf er úr heimi foreldra hennar sjálfrar. Hrikalegt landslag, endalaus hvítskyggð breiða út undir sjóndeildarhring, afmörkuð ógn- andi fjallsrisum . . . Maður á ferð, einn með byssu, dúðaður vaðmálsúlpu og skinnhúfu, þykkir belgvettlingar á höndum. Gengur þunglamalega áfram, svipurinn tómur, myrkur, augu rauðsprengd undir þungum brúnum, kleprar í skeggi . . . Einn á ferð út undir klökuðu bjargi, í leit að æti. Þessi maður sem kvíðir heimkomunni, áfjálgum augum barnanna þegar hann birtist tómhentur. Fríða man eftir sér í hópi ellefu systkina, tveir drengjanna létust í bernsku en á þrettán árum eignaðist móðir hennar ell- efu börn. Hún ólst upp við frásagnir af komu fuglsins í bjarg- ið. Það er þetta farg sem nútímakonan Fríða er að létta af sér. ókin er komin út. Fríða hefur átt við mikið heilsu- leysi að stríða, kvíðir blaðaviðtölum, „kann ekki á þessa miðla“, ákveður að fara bara í þetta eina viðtal og ofgerir sér. Gleymir sér í nokkrar klukkustundir þegar hún upplifir sköpunarferlið þar sem hver persónan lifnar við á fætur annarri. Hún hryllir sig þegar hún áttar sig, „ég þoli ekki að tala um þetta. Þetta er búið, frá.“ Röddin er hás og hún keðjureykir. Slétt húðin á andlitinu stingur í stúf við reykjarmökkin sem umlykur hana. Hún hef- ur stundað hugleiðslu árum saman og yfir andlitinu hvflir ró þeirra sem hafa kafað ofan í sjálfið. Þetta er kona sem dregur upp mynd af formæðrum okkar en jafnframt nútímalegri heimskonu sem Nína er fyrir henni. Hún er húsmóðir í einbýl- ishúsi í Arbænum með brúnum plusssófum og köldum ýsubit- um á súpudiski í eldhúsglugganum. Andrúmsloft anno 1973. Tveir spikfeitir fresskettir stökkva þunglamalega upp á eld- húsborðið, annar var óvart skírður Rosa Luxemburg. Sögu- hetjan Nína myndi áreiðanlega velta fyrir sér hvort pólitísk lífssýn skapara síns hafi verið fullmótuð um leið og heimilið. Og Fríða myndi skilja það. Starfsvettvangur Nínu, auglýsinga- bransinn, sköpun ímynda, virðist í ljósárafjarlægð frá heimili skólastjórahjónanna í Árbænum. Fyrir henni er þessi bók ekkert endilega um konur þótt þær séu í forgrunninum. Hún er pirruð vegna gagnrýni einhvers sjálfskipaðs menningarvita sem sagði þetta kvennaverk, óskiljanlegt karlmönnum. „Við stöndum öll jöfn frammi fyrir dauðanum," segir hún. „Þá skiptir kynið engu máli. Það varð hlutskipti Nínu að fara út í yfirborðsmennsku. Hún missti föð- ur sinn ung og vill ekki muna dauða hans. Hún vill koma sér undan öllu óþægilegu og erfiðu. Nína velur þá braut sem er auðveldust í þessu lífi. Hún er tip top á öllum sviðum og með 78 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.