Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 81

Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 81
Sköpunarferlinu líkir hún vilí geðklofaástand. „Ég vinn ákveðinn tína dagsins og þarf svo atí hrista þessar persónurfrá nér sen tekur nokkra stund.“ „Viltu að ég sé með svartan hatt á myndimii?“ Nína hefði nú ekki verið í vandræðum með svar. „Rosalega gat hún farið í taugarnar á mér, hún Nína,“ segir hún, en af hverju hún skapaði þá persónu er mér enn ráðgáta. Hún segir mér frá bók eftir Colette. „Hún var svo hugfangin af móður sinni og dregur upp þessa mynd af konu með áhyggjur af börnum sínum úti í garði.“ Hún talar um Guðberg sem henni finnst frábær. „Ég les öll viðtöl við Guðberg," segir hún. Og Dickens, „aðeins miklir rithöfundar gæða týpur lífi. Ég gæti aldrei tekið nokkurn úr mínu nánasta umhverfi og gert hann að sögupersónu. Ég reyndi slíkt með manninn minn en sú persóna lifnaði aldrei við. Maður tekur ákveðna eig- inleika og spinnur út frá þeim. Persónunum kynnist maður smátt og smátt, þær lifna við og enda með manni tuttugu og fjóra tíma á sólarhring, símalandi í eyrun á manni. Nína gat verið svo leiðinleg. Ein karlpersónan náði einnig slíkum tök- um á mér að þegar ég fór á klósettið eitt sinn renndi ég niður buxnaklaufinni.“ En hún ræðir ekki persónurnar við nokkurn mann á meðan á þessu ferli stendur. „Gunnar er mín stoð og stytta. Hefur alltaf verið. En það er einhver hjátrú í mér að deila söguhetj- unum ekki með öðrum. I upphafi hafði ég ákveðna grunnhug- mynd þar sem ég ákvað að tefla saman gildum gamla tímans og þess nýja. Því ákvað ég að stilla manneskju úr nútímanum upp gagnvart dauðanum. Dauðinn er meira tabú en kynlífið í okkar samfélagi. Nína vildi ekki horfast í augu við dauða föð- ur síns sem ung stúlka. Hér áður fyrr voru fæðing, líf og dauði eðlileg framvinda lífsins. Nú er fólk hrætt við að ala upp börn- in sín og vill koma ábyrgðinni yfir á aðra. Það er margt breytt frá því sem áður var. Eg ólst upp á fjölmennu, skemmtilegu heimili. Auðvitað var oft þröngt í búi en ég leið aldrei skort þótt mig gruni að það hafi verið mun erfiðara á upphafsárum fjölskyldunnar.“ ún lærði fljótt að gleðjast yfir litlu. Á sumrin vann M hún á símstöðinni, í íshúsinu eða búð. Þegar hún fór # að heiman sextán ára gömul til náms í Menntaskól- M/ J anum að Laugarvatni dugði sumarhýran skammt. „í Mf M öðrum bekk kveið ég vetrinum því ég átti enga M mS úlpu. Auðvitað skrifaði ég ekki heim þar sem þau höfðu nóg með sig. Það var farið að kólna mjög í veðri þegar sending barst frá Sigurborgu systur minni. Það var úlpa og hef ég aldrei orðið glaðari á ævinni. Þetta var mikil og góð fjöl- skylda. Kannski er það þess vegna sem bækurnar mínar eru svona fullar af fólki. Ég sakna umræðunnar um þjóðmál og bókmenntir á æskuheimili mínu. Enginn var feiminn að viðra sína skoðun á bókum og þurfti ekki fræðinga til. Við rifumst um persónur Halldórs Laxness eins og fólk rífst um pólitíkusa eða sjónvarpsþuli nú. Sjónvarpið virkar sérstaklega sjálfhverf- ur miðill. Maður vill vitrænni og málefnalegri umfjöllun. Ég hef fylgst með pólitík lengi og sé hvernig það er markvisst stefnt að því að brjóta niður siðgæði fólks. Hér þarf enginn að vera ábyrgur. Það er hlegið að heiðarlegu fólki. Eftir höfðinu dansa limirnir. Ef ég hefði rekið mitt heimili eins og stjórn- endur þessa þjóðfélags væri löngu búið að taka af mér fjárráð og setja mig á Klepp.“ Lífsbaráttan hófst snemma. Átján ára gömul eignaðist hún HEIMSMYND 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.