Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 82

Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 82
Spurningin snyst ekki umfórnfysi að mati Fríh þegar hún lcetur Katrínu taka á móti tveimur hörnum manns síns meö frillu sinni. Paö er mannleg reisn. Reisn peirrar konu sem gleðin hefurflúið. Fyrir henni er petta ekki spurning um sök eða fyrirgefningu heldur kannski hara lífið sjálft. son og hætti í skólanum. „Mér fannst ég orðin mjög þroskuð þá,“ segir hún brosandi. Hún las utanskóla og lauk þannig stúdentsprófi nokkrum árum síðar. Maður hennar, Gunnar Asgeirsson, hélt hins vegar sínu striki og fór beint í BA nám við Háskólann að loknu stúdentsprófi. Fríða vann í bókabúð og á bókasafni, fyrst á ameríska bókasafninu og síðar háskóla- bókasafninu. „Ég hef alltaf verið bókaormur og lesið gífurlega mikið. Ég á ekki bara einn uppáhaldshöfund, þótt mér finnist Halldór Laxness í sérflokki, ég get líka nefnt Hamsun, Heine- sen, Selmu Lagerlöv og Doris Lessing auk ótal annarra." Hún fór í nám í bókasafnsfræðum í háskólanum, þá í ís- lensku og lauk cand. mag. prófi í lok áttunda áratugar, en hafði þá misst nokkur ár úr námi vegna veikinda. Á tímabili skildu hún og Gunnar. „Pað var árið 1968 en við tókum saman aftur tveimur árum síðar þegar við uppgötvuðum að við gát- um ekki verið án hvors annars. En það var einkennilegt að vera fráskilin. Líf fráskilinna kvenna er ekki auðvelt. Stund- um trúði ég því ekki hvað manni var boðið upp á. Efnahagur- inn var bágur en viðhorfið sem ríkir eða ríkti í garð fráskilinna kvenna var verra.“ Það er sársauki í röddinni. þeim árum var hún farin að skrifa smásögur. „Smá- sögurnar eru mjög flókið form, mitt á milli ljóðs og skáldsögu en nær ljóðinu. Einhver líkti smásögunni við ástarævintýri en skáldsögunni við hjónabandið.“ Hún segist oft hafa upplifað ástina. „Drottinn minn, getur nokkur manneskja lýst því hvernig hún upplifir ástina? Allt verður skýrara, fólk verður meira lifandi í allar áttir. Þessu fylgja ótrúleg líkamleg einkenni, þurrkur í hálsi og hjartsláttur sem ætlar að kæfa mann. Rannsóknir sýna að ónæmiskerfi ástfangins fólks er sterkara. Núorðið tek ég á rás og hleyp í burtu ef ég finn einhver svona einkenni. Ég er mjög rómantísk og hef verið svo þjáð af ást. Það kemur alltaf að þessum augnablikum í lífinu þar sem maður stendur frammi fyrir vali. Og ég hef valið að vera gift þessum manni. Hann getur ennþá komið hjarta mínu til að hoppa. Annars byggi ég ekki með honum.“ Það versta sem hún hefur upplifað eru veikindin. „Þrisvar hef ég verið kýld til jarðar af einhverjum sjúkdómi. Ég átti við mikil veikindi að stríða á áttunda áratugnum. Svo var það árið 1986 að ég fékk þennan augnsjúkdóm, sem kallaður er T- frumusýking. Þá sagði ég: Guð, nú er ég búin að fá nóg. Ég sá ekkert í hálft ár og er enn að berjast við hann. Það má lítið út af bregða að ég fari aftur á byrjunarreit. En ég hef lært mikið af þessu og orðið að læra eftir allt öðrum aðferðum en ég gerði áður. Maður getur valið hvort svona reynsla verður til góðs eða ills. Ég er alltaf að læra sömu lexíuna. Um þolin- mæðina. Mér hefur gengið óskaplega illa af því ég hef alltaf viljað láta hlutina ganga eftir mínu höfði.“ Hún hækkar rödd- ina og segir: „Ég nenni ekki að vera veik. Ég vil vera hraust." Upp úr veikindum sínum fór hún að stunda íhugun. „,Veistu hvað það er að hugleiða,“ segir hún, „það er eins og^að vinna einbeitt í tíunda veldi. Með djúpslökuninni finn ég jafnvægi, líkamlegt og andlegt. Eftir það koma leiðbeiningarnar upp í hendurnar á rnanni." Vinir hennar hafa einnig hjálpað henni. „Ég á svo mikið af góðum vinkonum og vinum. I rauninni hef ég verið æðislega heppin. Þegar upp er staðið skiptir aðeins eitt máli, fólkið sem við kynnumst. Þetta fólk hefur veitt mér mikinn stuðning. Hér áður fyrr hafði ég óskaplega orku. Ég gat unnið á við þrjá. Var með tvo drengi og heimili, í skóla, félagsmálum og pólitík. Ég gerði mér enga grein fyrir því hvers konar orku- búnt ég var þar til veikindin kýldu mig niður. Ég fékk augn- sjúkdóminn um það leyti sem ég var að byrja á þessari bók. Um skeið hélt ég að ég myndi missa sjónina og sá ekki á bók í hálft ár. Það er svo óhugnanleg tilfinning þegar skilningarvitin bregðast. Ég hef fylgst mjög með blindum og sjónskertum, dáist mikið að Gísla tónlistarmanni og bróður hans. Veistu það að einu hetjurnar í þessu þjóðfélagi eru sjúklingar þess. Enda vita stjórnvöld hverjum er óhætt að troða á. Sérhver ný ríkisstjórn byrjar á því að hækka gjöld fyrir læknis- og lyfja- þjónustu.“ ún er hrædd við að missa heilsuna aftur og fer mjög varlega í sakirnar. Hún þreytist fljótt en er jafnframt leið yfir því að geta ekki fylgt bók sinni úr hlaði sem skyldi. „Mig langar til að lesa upp úr bókinni fyrir eldri borgara og ætla svo sannarlega að reyna það. Þegar bókin mín Eins og hafið kom út haustið 1986 gat ég ekkert gert til að kynna hana. í sumar fór ég á rassgatið og aftur á byrjunarreit þar sem ég fór ekki nógu varlega. Nú er ég staðráðin í að engin bók sé þess virði að glata heilsunni fyrir hana.“ Samt leggur hún ýmislegt á sig fyrir þetta viðtal. Tekur strætó úr Árbænum með tösku fulla af fötum sem hún mátar fyrir myndatökuna. Hún leitar ráða og ég vel fyrir hana Karl Lagerfeld dragt, stutt pils og jakka. Mjög ó-Fríðulegt en dragt að skapi Nínu. Myndatakan á að fara fram í gamla kirkju- garðinum. „Rithöfundar verða að geta brugðið sér í allra kvikinda líki. Ég þoli ekki að vera í sokkabuxum,“ segir hún og tiplar um skrifstofurnar í Aðalstræti súr á svipinn. Hún dregur fram gamlar síðbuxur og blússu, sem Þórdís gæti hafa saumað á stríðsárunum. Ljósmyndarinn grettir sig. „Já, en ég er svona hallærisleg," segir hún og lætur svo undan. I þessu gervi er hún nákvæmlega eins og Nína. Eða hvernig lítur Nína annars út? „Þú spyrð eins og Þorvaldur hjá Forlag- inu. Ég gaf aldrei upp hvernig hún lítur út í bókinni. Ég var með lýsingu á henni fyrir framan spegil en tók hana út. Ég hafði hana fljótlega nokkuð á hreinu. Hún er hávaxin, dökk- hærð með flaksandi hár. Glæsileg kona. Hún er með grá augu eins og afi hennar Árni, há kinnbein, vel vaxin, stundar ör- ugglega eróbikk og ber sig mjög vel. Veistu hvað Nína borðar í morgunverð? Hrökkbrauð með kotasælu og tómatsafa. Allt- af það sama. Hún er líka rosalega hrifin af nautasteik, vill hafa hana blæðandi. Hún drekkur rauðvín og eins og mér finnst henni koníak gott. Ég var aldrei einmana með Nínu en er samt fegin að vera laus við hana úr húsinu. Hennar afstaða 82 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.