Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 103

Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 103
framkomu, slagferðugri. Stundum endaði þetta í hreinu fylliríi og leiðindum. Annars reynir maður að vera með öll skilning- arvit opin fyrir konum, sem gefa signöl, og svara, ef manni líst á. Ég hef hitt margar konur, en einhvern veginn hefur ekkert orðið úr þeim samböndum. Stundum byrjar þetta með því að maður hefur hálfgerða fyrirlitningu á þeim fyrir að vera svona meðfærilegar og fljótar með manni í bólið. Margar eru bundn- ar af börnum sínum og skyldustörfum. Það er erfitt að stilla saman strengina til að gera eitthvað sameiginlega og þetta rennur út í sandinn. Samt heldur maður áfram að leita. En þetta er allt annað líf, en þessi gamla áhyggjulausa leit ungs manns, sem ekki er bundinn af einu eða neinu, afslappaður og frjáls. Það ætti enginn að skilja í þeirri trú að hann geti með því endurheimt hið frjálsa, glaða líf æskuáranna.“ Hefur hann gert sér rellu út af ótímabærri þungun eða kyn- sjúkdómum? „Nei, ég læt konurnar um það, ef þetta eru skyndikynni. Verði sambandið eitthvað lengra og kunningsskapurinn nán- ari, er þetta oftast fært í tal. En ég geng ekki með verjur á mér og reikna alls ekki með að þær konur, sem ég umgengst, geti borið með sér kynsjúkdóma. Ég lít á það sem þeirra einka- mál, hverjum þær hafa verið með áður og ætlast til sömu nær- gætni gagnvart mér. Kannski ætti maður að vera gætnari og opinskárri. Einn kunningi minn, reyndar harðgiftur, varð fyrir því á dögunum, eftir einnar nætur útstáelsi, að vera tilkynnt um barn, rétt si svona. Þetta getur náttúrlega haft langtímaaf- leiðingar og fyrir fleiri en mann sjálfan og engin ástæða til árið 1990 að láta svona óhöpp henda sig. Auðvitað á fólk að tala saman og vita hvaða áhættu það er að taka í upphafi leiks. En þetta er ekki uppáhaldsumræðuefni mitt undir þessum kring- umstæðum. Ég hef bara treyst á kvenfólkið og lukkuna.“ _ . ið ræddum við fráskilda móður um skilnaðinn og I skiptimarkaðinn. > > M / „Endurheimt frelsisins er ekki það fyrsta sem kon- an tekur eftir við skilnað, að minnsta kosti ekki ef börn eru í hjónabandinu. Oftast minnka fjárráðin verulega. Svo verður tíminn svo knappur og nauðsynlegt að skipuleggja allt langt fram í tímann. Maður verður að sleppa að hugsa til þess að taka yfirvinnu og aukavaktir. Börnin þurfa að komast til og frá gæslu og í skóla. Og svo uppgötvarðu að þetta þjóð- félag er byggt upp af pörum. Einstæðar mæður eru fyrirlitinn minnihlutahópur. Það er ekki lengur pláss fyrir þig í vina- hópnum. Stakir eiga ekki heima innan um pörin. Vinkonurn- ar líta á þig sem ógnun við sitt hjónaband. Og vinir okkar hjónanna fara líka stundum að fara á fjörurnar, einkum ef áfengi er með í spilinu. Þeir vilja hressa upp á kynlífið - auð- vitað án þess að raska nokkru í eigin lífi. Bara svona vel meint hjálp! Þar með fækkar í vinahópnum. Það er svo meiriháttar mál, ef maður ætlar út að skemmta sér. Það þarf að útvega barnapíur eða koma börnunum fyrir. Verstar eru helgarnar, þegar börnin eru hjá pabbanum. Þá verður meiriháttar spennufall hjá mér og ég veit ekki hvað ég á af mér að gera. Oft finnst mér að ég þurfi að nýta þennan tíma vel og sletta ærlega úr klaufunum. Það er ágætt ef ég get farið eitthvað út með vinnufélögunum. Afleitt ef maður fer að álpast eitthvað einn. Auðvitað er ég „með radarinn úti“, eins og sagt er, ef ég skyldi rekast á einhvern huggulegan mann, sem gaman væri að kynnast nánar. En gamanið getur farið fljótt af. Ég er á pillunni, tek enga áhættu í þeim efnum, búin að eignast þau börn sem ég ætla mér. En ég vinn í heilbrigðisgeiranum og geri mér góða grein fyrir áhættunni af kynsjúkdómum. Ég geri því kröfu til hins aðilans að nota smokk. Ég get ómögulega sjálf farið að draga slíkan hlut upp úr veskinu, eins og þetta væri daglegt brauð. Það fyndist mér neyðarlegt og gera mig billega í augum mannsins. En þetta kostar oft átök. Mannin- um finnst að sér vegið, verið að gefa í skyn að hann sé eitt- hvað afbrigðilegur eða leggi lag sitt við einhverjar vændiskon- ur, lauslætisdrósir eða eiturlyfjasjúklinga. Reynslan hefur kennt mér að stofna ekki til svona skyndikynna. Oftar en ekki endar það með leiðindum, sem tekur langan tíma að greiða úr.“ Framhald á bls. 112 JILSANDER Feeling Man *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.