Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 104

Heimsmynd - 01.12.1990, Blaðsíða 104
Úr koti. . . framhald af bls. 74 Aðalbirni Péturssyni á Siglufirði og síð- an í Reykjavík, lauk námi 1945 og þrem- ur árum síðar hlaut hann meistararétt- indi. Arið 1952 stofnaði Steinþór ásamt Jóhannesi Leifssyni verkstæðið og versl- unina Gullsmiðir Steinþór og Jóhannes og ráku þeir það saman í nær 20 ár. Varð það með þekktari gullsmíðaverslunum í Reykjavík. Þeir Jóhannes skildu að skiptum 1972 en þá stofnaði Steinþór eigin verslun og verkstæði ásamt sonum sínum tveimur og nefndu Gull og silfur hf. Steinþór Sæmundsson komst vel til efna og var meðal annars eigandi að lax- veiðjörðinni Borgum á Skógarströnd ásamt nokkrum vinum sínum. Hann var skapmaður en þó mildur. Ekkja Stein- þórs er Sólborg Sigurðardóttir, verslun- arstjóri í Gulli og silfri. Þau eignuðust fjögur börn: a. Álfheiður Steinþórsdóttir (f. 1946) sálfræðingur í Reykjavík. Hún rekur eig- in stofnun, Sálfræðiþjónustuna, ásamt Guðfinnu Eydal sálfræðingi. Eldri sonur hennar er Arnór Björnsson (f. 1966) sál- fræðinemi. Maður Álfheiðar er dr. Vil- hjálmur Rafnsson, yfirlæknir hjá Vinnu- eftirliti ríkisins. b. Sigurður G. Steinþórsson (f. 1947) gullsmíðameistari. Hann rekur nú fjöl- skyldufyrirtækið Gull og silfur á Lauga- vegi 35. Kona hans er Kristjana J. Olafs- dóttir snyrtisérfræðingur. c. Magnús Steinþórsson (f. 1949) kast- alaeigandi á Bretlandi. Hann er útlærður gullsmiður og rak til skamms tíma Gull og silfur í félagi við föður sinn og bróð- ur. Árið 1987 tók Magnús sig upp, seldi stórt einbýlishús sitt á Seltjarnarnesi með sundlaug, sauna og ljósaböðum, all- an húsbúnað og bíla og keypti hótel í gömlu óðalssetri á suðurströnd Eng- lands. Það heitir The Manor House Hot- el og er í Torquay. Óðalssetrið, sem er í kastalastíl, er um 120 ára gamalt og þar dvaldi meðal annarra Agatha Christie og skrifaði nokkrar af sögum sínum. Nú á hundrað ára afmæli þessa fræga saka- málarithöfundar hafa verið haldnar sér- stakar morðhelgar í hóteli Magnúsar og fylgst með þeim af sjónvarpsstöðvum víða um heim. Magnús hefur því gert það gott og er nú í þann veginn að færa út kvíarnar. Hyggst hann kaupa annan kastala á Frakklandi og koma þar upp lúxushóteli með stórum golfvelli en Magnús sjálfur er mikill áhugamaður um golf. Þá mun Magnús um þessar mundir vera að setja upp pökkunarverksmiðjur fyrir íslenskan lax og rækju, rétt fyrir ut- an Róm á Italíu. Kona hans er enskrar ættar, Gloria Steinþórsson hjúkrunar- fræðingur. d. Steinþór Steinþórsson (f. 1951) tölv- ufræðingur, yfirmaður tölvudeildar Raf- magnsveitu Reykjavíkur. YNGRI BÖRNIN OG AFKOMEND- UR ÞEIRRA 4. Kristín Sœmundsdóttir (1925-1971) var fjórða barn þeirra Ríkeyjar og Sæ- mundar. Hennar maður var Hinrik Helgi Konráðsson verslunarmaður í Ól- afsvík. Börn þeirra: a. Sœmundur Ingi Hinriksson (f. 1946), fiskverkandi í Keflavík (Fiskval), giftur Auði Árnadóttur. Eldri börn þeirra eru Eðalrein Magdalena Sœ- mundsdóttir (f. 1965) verkakona í Kefla- vík, gift Randver Sigurðssyni sjómanni og Kristín Anna Sœmundsdóttir (f. 1970), í sambúð með Magnúsi Her- mannssyni húsasmið. b. Hafliði Konráð Hinriksson (f. 1952) smiður í Noregi. c. Konráð Hinriksson (f. 1956) fisksali í Keflavík (Fiskbær), giftur Ingu Gyðu Bogadóttur. 5. Esther Kristjana Sæmundsdóttir (1926-1988) í Reykjavík var fimmta barn- ið, gift Þórði Steindórssyni feldskera. Sambýlismaður hennar áður var Kristinn Olsen flugmaður, einn af stofnendum Loftleiða. Börn hennar: a. Edvard Örn Olsen (f. 1946) lög- regluvarðstjóri, kvæntur Sigþrúði Ing- ólfsdóttur hjúkrunarfræðingi. Börn hans yfir tvítugt eru Eydís Erna Olsen (f. 1967), sem nemur stjórnmálafræði og skyldar greinar, og ívar Örn Edvardsson (f. 1968), starfsmaður Securitas. b. Magnús Þórðarson (f. 1950) verka- maður í Reykjavík. c. Valgerður Guðbjörg Þórðardóttir (f. 1952) verslunarmaður á Isafirði, gift Bryngeiri Ásbjörnssyni húsasmíðameist- ara. d. Ríkey Elísabetþórðardóttir (f. 1957) í Suður-Dakota í Bandaríkjunum, gift Greb Krebs. e. Sœmundur Ingimundur Þórðarson (f. 1960) húsamálari í Svíþjóð, kvæntur Láru Andrésdóttur. 6. Hafsteinn Gunnar Sœmundsson (f. 1929) vélstjóri í Kópavogi var sjötti í röð- inni. Hann var lengi vélstjóri á Eim- skipafélagsskipum en síðar verksmiðjust- jóri hjá Sigurplasti hf. í Dugguvogi. Haf- steinn er kvæntur Ritu Doris Sæmundsson. Börn þeirra yfir tvítugt eru: a. Sonja Rán Hafsteinsdóttir (f. 1958) starfsmaður á barnaheimili, sambýlis- maður hennar er Þórir Þrastarson verka- maður. b. Linda Brá Hafsteinsdóttir (f. 1960), kennari nú búsett í San Fransisco í Bandaríkjunum þar sem maður hennar, Ægir Jens Guðmundsson, nemur kvik- myndagerð. c. Hafdís Hafsteinsdóttir (f. 1966) í Kópavogi. 7. Elín Elísabet Sœmundsdóttir (f. 1930) var sjöunda barn Ríkeyjar og Sæ- mundar, gift Sigurjóni Nielsen ketil- og plötusmið í Reykjavík, nú verknám- skennara við Fjölbrautaskólann í Breið- holti. Börn þeirra eru: a. Gísli Sigurjónsson (f. 1949) vél- gæslumaður á ísafirði, kvæntur Jóhönnu Bjarnadóttur, umboðsmanns Morgunbl- aðsins þar. b. Guðmundur Pétur Sigurjónsson (f. 1951) forstjóri Varma, kvæntur Þóru Björgu Ágústsdóttur. Elsta barn þeirra er Hrönn Ólöf Guðmundsdóttir (f. 1970) verslunarmaður. c. Birgir Sigurjónsson (f. 1953) bfla- málari í Reykjavík, kvæntur Laufeyju Sigurðardóttur auglýsingateiknara. d. Nína Guðrún Sigurjónsdóttir (f. 1955) innheimtustjóri Stöðvar 2 í Reykjavík, gift Hjalta Kjartanssyni bfla- málara. e. Ósk Sigurjónsdóttir (f. 1959) kenn- ari í Reykjavík, gift Stefáni Erni Magn- ússyni, deildarstjóra hjá Bræðrunum Ormsson. f. Sigurjón Sigurjónsson (f. 1961) báts- maður á Irafossi, kvæntur Helgu Krist- ínu Hiller nema. 8. Guðríður Sœmundsdóttir (f. 1931) fóstra í Reykjavflc var næstyngst barna Ríkeyjar og Sæmundar, gift Ágústi Kar- el Karlssyni, forstjóra Tryggingar hf. Kjörbörn þeirra: a. Unnur Agústsdóttir (f. 1965), skrif- stofumaður, sambýlismaður hennar er Magnús Arnarsson prentari. b. Helgi Þór Agústsson (f. 1970) háskóla- nemi. 9. Dóra Sœmundsdóttir (f. 1935) er svo yngst, gift Þorvaldi Jóhannssyni, bæjar- stjóra á Seyðisfirði. Fyrri maður hennar var Baldvin Þórir Þorsteinsson lögreglu- þjónn. Börn: a. Sigurbjörg Baldvinsdóttir (f. 1951) í Danmörku, gift Olav Jacobsen skip- stjóra frá Færeyjum. b. Hafdís Baldvinsdóttir (f. 1952) nuddkona í Neskaupstað, gift Gunnari Gunnlaugssyni sjómanni. c. Þorsteinn Baldvinsson (f. 1957), starfsmaður í perluverksmiðju í Ástralíu. d. Friðþóra Ester Þorvaldsdóttir (f. 1961) hjúkrunarfræðingur á Höfn í Hornafirði, gift Birni Sigfinnssyni aug- lýsinga- og markaðsstjóra landsmála- blaðsins Eystra-Horns. e. Inga Þorvaldsdóttir (f. 1963) á Seyð- isfirði, gift Þorsteini Arasyni kennara. f. Jóhann Þorvaldsson (f. 1966) sjó- maður á Seyðisfirði.D 104 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.