Heimsmynd - 01.02.1992, Blaðsíða 48

Heimsmynd - 01.02.1992, Blaðsíða 48
KONUR TIL VALDA - Konur eru með lægri laun hvernig sem á málin er litið. Jafnvel þótt konur Konur eru nær helmingur allra launþega og sækja framhalds- og háskóla til jafns við karlmenn. Engu að síður eru eigendur og stjórnendur fyrirtækja í langflestum tilfellum karlmenn. Pað er staðreynd að konur velja sér náms- og starfsvettvang á mun þrengra sviði en karlar. Hátt í níutíu prósent kvenna á vinnumarkaðinum teljast til ófaglærðs verkafólks eða afgreiðslu- og skrifstofufólks samkvæmt skýrslu Þjóðhagsstofnunar frá árinu 1989. Jafnvel þótt konur komist í svokallaðar toppstöður þá helst hinn kynbundni launamunur. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA g hefði haldið að við værum komin inn í þá tíma að konur ættu jafnan aðgang og karlmenn að stjórnunar- og ábyrgðarstöðum ef þær hafa það til að bera sem þarf. Það hafa orðið miklar breytingar í þessum efnum á síðustu árum, til dæmis í menntunarmálum kvenna. Pær eru nú meirihluti þeirra sem útskrifast með stúdentspróf og fleiri konur innritast í Háskólann en karlar. Við erum að brjóta múra en vissulega tekur þetta sinn tíma. Enn heyrir maður dæmi þess að atvinnurekendur setji það fyrir sig að ráða konur á barneignaaldri. Þá virðist sektarkennd gangnvart heimili oft há konum og það kann að vera að þær skorti sjálfstraust. Eg hef rekið mig á að ef ég bið konur um að taka að sér nefndarstörf eða formennsku í nefnd þurfa þær yfirleitt að hugsa sig um dálítinn tíma áður en þær gefa svar en karlmenn segja undantekningarlítið já strax, jafnvel þótt maður viti að þeir séu störfum hlaðnir. Mér finnst konur oft gera kröfur til sín um að vera fullskapaður vinnukraftur, þær vilja helst þekkja til starfs áður en þær svo mikið sem byrja í því. Konur þurfa að mínu mati ekki að hafa annað eða meira til að bera en karlmenn til að fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru til fólks í ábyrgðarstöðum. Hins vegar er oft ætlast til meira af þeim að því leyti að þær þurfa að sanna hæfni sína í ríkara mæli en karlmenn til að hljóta frama í starfi. Mín reynsla er að konur séu oft miklu samviskusamari starfskraftur en karlmenn. . Konur eru með lægri laun hvernig sem á málin er litið. Konur í fullu starfi eru aðeins með rúm sextíu prósent af tekjum karla. Margir kynnu að ætla að ástandið á hinum almenna vinnumarkaði væri sýnu verra en hjá opinberum aðilum en svo er ekki. Meiri munur er á launum karla og kvenna hjá hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum, en einkafyrirtækjum. Skýringin á hærri launum karla hjá hinu opinbera felst fyrst og fremst í yfirvinnugreiðslum og hlunnindum. Ómögulegt er að geta sér til um hversu mikill hluti þessara greiðslna er hugsað- ur sem launauppbót, óunnin yfirvinna, og hvað ekki. Pað ligg- ur hins vegar ljóst fyrir að konur eiga í mörgum tilfellum mun erfiðara með að bæta við sig yfirvinnu þótt hún standi þeim til boða því þær bera oftast meginþungann af rekstri heimilisins og ábyrgð á uppeldi barnanna. Stökkbreyting hefur orðið í viðhorfum til menntunar kvenna á síðustu fimmtíu árum. Konur hafa aflað sér aukinn- ar menntunar og í framhaldi af því leitað út á vinnumark- aðinn. En svo virðist sem hefðbundin verkaskipting karla og kvenna eigi sér dýpri rætur en margan hefði grunað því enn er íslenskur vinnumarkaður mjög kynskiptur. Þegar litið er til þess hvernig nemendur dreifast eftir kynjum á námsbautir í Háskóla Islands kemur í ljós að konur eru í miklum meirihluta við nám í félagsvísinda- og heimspekideild en karlar í raunvís- inda- og verkfræðideildum. Kynjaskipting kennara við Há- skólann segir sína sögu. Af 750 kennurum við skólann haustið 1989 voru aðeins átján prósent konur, flestar adjúnktar og stundakennarar en aðeins fjögur prósent prófessorar. Þess má geta að á þessum tíma var engin kona kennari við viðskipta- og hagfræðideild Háskól- ans. Af þessu má sjá að aukin atvinnuþátttaka kvenna á undanförnum áratugum beinist inn á mjög takmarkað svið. Mest er aukningin í mennta- og heilbrigðis- kerfinu annars vegar og hins vegar í almennum þjónustustörfum eins og afgreiðslu- og skrifstofu- störfum. Kynbundin verkaskipting virðist ætla að verða langlíf. Konur leita enn ekki nema í tak- mörkuðum mæli í hefð- bundin karlastörf og þeir helst alls ekki í hefðbund- in kvennastörf. Til að skýra hvers vegna mál hafa þróast á þennan hátt hafa fræði- menn litið til fortíðarinn- ar. í bændasamfélagi genginna alda ríkti hefð- bundin verkaskipting milli karla og kvenna. Konur sinntu matseld og öðrum heimilisstörfum, umönnun sjúkra, barna og gamalmenna en karlmenn bústörfum, sjómennsku og þeim fáu embættum sem til skiptanna voru. Með breyttum atvinnu- háttum og þeirri búseturöskun sem fylgdi í kjölfarið breytist verkaskipting kynjanna. Þegar aldagamalt kerfi raskast reyna menn ósjálfrátt að ná fyrra jafnvægi með því að skilgreina ný störf sem karla- og kvennastörf. Þróunin verður því sú að konur fylgja þeim störfum sem í aldanna rás hafa verið skil- greind sem kvennastörf inn á þær stofnanir sem taka að sér að annast þau. Full ástæða er þó til þess að benda á að þessi þró- un virðist ómeðvituð. Allt frá því börn fæðast tekur umhverf- ið að flokka þau eftir kynferði, stúlkur eru klæddar í bleikt en drengir í blátt. Barnabækur og síðar námsbækur, kvikmyndir og sjónvarpsefni miðla til ómótaðra samfélagsþegna hug- myndum um hvað telst í verkahring kvenna og hvað í verka- hring karla. Svo rammt kveður að þessari innrætingu að um fjögurra til fimm ára aldur virðist sem börn hafi skýra hug- mynd um hvað séu karla- og hvað kvennastörf. Vissulega breytast hugmyndir barna þegar þau eldast og fara að líta um- -----------------------------------1 . . : ■ ;:' v ; r ■ ■ . 48 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.