Fréttablaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 4
Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið 35” BREYTTUR ALVÖRU JEPPASÝNING! LAUGARDAGINN 19. OKTÓBER MILLI KL. 12-16 FRUMSÝNUM JEEP® WRANGLER OG RAM 3500 MEÐ 40” BREYTINGUM. EINNIG VERÐUR TIL SÝNIS ÚRVAL BREYTTRA JEPPA M.A. JEEP® GRAND CHEROKEE MEÐ 33” OG 35” BREYTINGUM, JEEP® WRANGLER MEÐ 35” OG 37” BREYTINGUM OG RAM PALLBÍLAR MEÐ 35-37” BREYTINGUM. ALVÖRU JEPPAR MEÐ ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIFI. isband.is UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS OG JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 270 MOSFELLSBÆR S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 ALVÖRU JEPP SÝNING! Í DAG LAUGARDAGINN 19. OKTÓBER MILLI KL. 12-16 UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS OG J EP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 270 MOSFE LSBÆR S. 534 4 3 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 37” BREYTTUR37” BREYTTUR Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálf- stæðisf lokksins spurði ráðherra hvers vegna Sjúkratrygg- ingar hefðu tekið þvagleggi af nýjustu gerð af lista yfir þá sem eru niðurgreiddir og hversu margir hefðu óskað eftir undan- þágu fyrir þvagleggjum á árinu. Simone Biles fimleikastjarna vann til fimm gullverðlauna á HM í fim- leikum í Þýska- landi og er þar með orðin sú sigur- sælasta á HM frá upphafi. Biles heillar einnig með háttvísi sinni og virðingu fyrir keppinautum. Gunnar Karl Gíslason matreiðslu- maður segir að þungur rekstur Mikk- eller & Friends og Systur hafi sligað veitingastaðinn Dill, sem opnaður verður aftur í Kjörgarði. Dill er eini veitingastaðurinn á Íslandi sem fengið hefur Michelin-stjörnu. Þrjú í fréttum Þvagleggir, fimleikar og Kjörgarður 80 prósent kvenna á Alþingi verða fyrir kyn- bundnu ofbeldi samkvæmt nýrri könnun. Hlutfallið er hærra hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. TÖLUR VIKUNNAR 13.10.2019 TIL 18.10.2019 20 ár eru síðan Samtök at- vinnulífs- ins voru stofnuð. Ársfundur atvinnu- lífsins var haldinn í Eld- borgarsal Hörpu í vikunni. 54,5 milljarðar króna eiga að fara í nýjar byggingar Landspítalans við Hringbraut. Áætluð verklok eru árið 2024. 13.700 krónur er götuverðið á grammi af kókaíni í dag en styrkleiki eitur- lyfja á Íslandi hefur aukist töluvert að undanförnu. 1,12 milljarður manns horfði á sjón- varpsútsendingu úrslitaleiks heimsmeistara- mótsins í knatt- spyrnu kvenna í sumar. FIFA birti áhorfstölurnar í vikunni sem eru hærri en nokkru sinni fyrr. HEILBRIGÐISMÁL „Okkar markmið er að vernda klíníska þjónustu eftir því sem hægt er. Beinar aðhaldsað- gerðir snúa helst að stoðþjónust- unni og rekstrarkostnaði ýmsum. Engu að síður er meginkostnaður spítalans í launum og þar verður því miður að taka á,“ segir Páll Matthí- asson, forstjóri Landspítalans. Í gær lauk yfirferð æðstu stjórnenda spítalans yfir aðhaldsaðgerðir. „Aðhaldsaðgerðunum miðar ágætlega. Við erum búin að velta við hverjum steini. Við erum með fjölda aðgerða sem hljóða samtals upp á rúman milljarð á þessu ári. Á ársgrundvelli þýðir það aðgerðir upp á um tvo og hálfan milljarð.“ „Við erum að tala um frestun ýmissa viðhaldsverkefna þó það verði áfram vinna í gangi. Það er verið að draga úr aðkeyptri þjón- ustu,“ segir Páll. Þá verður hætt með svokallað Hekluverkefni með nýjum kjarasamningum, en það verkefni var útfærsla á launahækk- un til að hvetja til hærra starfshlut- falls. Auk þess verður hætt að greiða vaktaálagsauka til hjúkrunarfræð- inga sem og annarra stétta í vakta- þjónustu. „Við erum að setja háa aðhalds- kröfu á stoðsviðin okkar, það eru svið sem lúta ekki að klínískri þjón- ustu,“ segir Páll. Þá sé búið að fækka og lækka laun framkvæmdastjóra ásamt því að aðhald í lyfjakostnaði hefur verið aukið og hægt á endur- nýjun á tölvubúnaði. Mikið hefur verið rætt um álag á starfsfólki spítalans síðustu ár og eru veikindi starfsmanna Land- spítalans heilt yfir frekar algeng. Í fyrra var hlutfallið á bilinu 5,5 og 8,6 prósent. Metið er í hverju tilfelli fyrir sig hvort kallað er á annan starfsmann á aukavakt og segir Páll að það verði reynt að hafa meira aðhald í því. Aðspurður hvaða áhrif aðhaldsaðgerðirnar komi til með að hafa á starfsfólkið segir Páll það verða áskorun að halda vinnu- staðnum góðum og öflugum. „Okkar kjarnamarkmið, okkar hlutverk, er að halda úti þjónustu við sjúklinga. Við ætlum að vernda hana eins og við getum,“ segir Páll. Ekki verður þó allt skorið niður. Til dæmis fær samgöngupakki starfsmanna að halda sér. „Vegna samfélagslegrar ábyrgðar og auð- vitað sem stuðning við starfsfólk þá töldum við rétt að halda samgöngu- pakkanum inni og samningnum við Strætó bs. um að starfsmenn fái ódýrari strætókort, samningur sem hefur gefið góða raun,“ segir Páll. „Við veltum við þessum steini, en honum var velt aftur á réttuna.“ Páll segir óvíst hversu lengi aðhaldið mun standa yfir. Fram undan eru viðræður við Alþingi, f járlaganefnd og fjármálaráðu- neytið um launabætur. „Við teljum vanta launabætur fyrir ýmsa kjara- samninga. Það er eins og dulin hag- ræðingarkrafa þegar við fáum ekki bætur fyrir launin sem við greiðum sannarlega. Við fáum fjármagn til að greiða laun frá Fjársýslu ríkis- ins,“ segir Páll. „Þetta er tæknilegt mál um hvernig þessar kjarabætur eru reiknaðar í samningum. Oft eru þetta f lóknir samningar og gerðir með nýjum hætti eins og læknasamningarnir árið 2015 svo dæmi sé tekið. Þetta er samtal sem við eigum í núna við fjárveitingar- valdið,“ bætir hann við. arib@frettabladid.is Vanda þarf aðhaldsaðgerðir til að þær bitni ekki á starfsfólki Spara á milljarð króna á þessu ári og tvo og hálf- an milljarð á því næsta með aðhaldsaðgerðum á Landspítala. Forstjóri segir alla áherslu lagða á að vernda klíníska þjónustu á kostnað stoðþjónustu. Mikið álag er á starfsfólki spítalans og er mikið um veikindi. Páll segir að vanda þurfi til verka ef ekki eigi að auka álagið. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Okkar kjarnamark- mið, okkar hlut- verk, er að halda úti klín- ískri þjónustu. Við ætlum að vernda hana eins og við getum. Páll Matthíasson, forstjóri Land- spítalans Aðhaldsaðgerðir á Landspítalanum • Há aðhaldskrafa á stoðsvið • Frestun ýmissa viðhaldsverk- efna • Dregið úr aðkeyptri þjónustu • Hætt með Hekluverkefni • Hætt að greiða vaktaálags- auka hjúkrunarfræðinga • Frí verði tekin, ekki greidd út • Aðhald í lyfjakostnaði • Hægt á endurnýjun tölvu- búnaðar • Starfsmannavelta notuð til að fækka starfsfólki • Dregið úr greiddri yfirvinnu • Dregið úr ferðakostnaði • Aðhald í innkaupum • Hagrætt í vinnuskipulagi lækna • Dregið úr ferðakostnaði • Laun framkvæmdastjóra lækkuð • Föst yfirvinna endurskoðuð 1 9 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.