Fréttablaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 41
RÁÐGJAFI
á sviði starfsendurhæfingar
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður í samvinnu við Eflingu Stéttarfélag
leitar að ráðgjafa í 100% starf með starfsstöð hjá Eflingu. Um er að
ræða mjög krefjandi og fjölbreytt starf og einstakt tækifæri til þátttöku
í þróun og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði.
Helstu verkefni
• Ráðgjöf, stuðningur og hvatning við einstaklinga með skerta starfsgetu
• Upplýsingaöflun, skráning og mat samkvæmt gildandi verkferlum
• Umsjón og eftirfylgd með einstaklingsbundnum áætlunum sem gerðar
eru í samvinnu við þverfagleg teymi VIRK
• Vinnur í nánu samstarfi við sérfræðinga VIRK, fagaðila í
starfsendurhæfingu og vinnustaði
• Samskipti við stéttarfélög og atvinnurekendur
Menntunar- og hæfnikröfur
• Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda, s.s. á sviði
félagsráðgjafar, hjúkrunar, iðjuþjálfunar, sálfræði eða sjúkraþjálfunar
• Víðtæk reynsla og þekking á sviði einstaklingsráðgjafar og/eða
starfsendurhæfingar
• Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund
• Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Skipulagshæfni og kostnaðarvitund
• Góð þekking á vinnumarkaði
• Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
• Kostur að vera pólskumælandi
Ráðgjafar VIRK starfa hjá stéttarfélögum samkvæmt samningi við VIRK.
Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekanda á
vinnumarkaði. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar
veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu.
VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélags-
legum ávinningi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði og er
leiðandi í rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar.
Nánari upplýsingar um Eflingu er að finna á efling.is og um VIRK á virk.is.
Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.
Upplýsingar veitir:
Geirlaug Jóhannsdóttir
geirlaug@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til 28. október 2019.
Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og einnar blaðsíðu kynningarbréf
þar sem á kerfisbundinn hátt er gerð grein fyrir því hvernig viðkomandi
uppfyllir hæfniskröfur starfsins.
Innkaupastjóri við Menntaskólann í Kópavogi
Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða innkaupastjóra í fullt starf.
Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Innkaupastjóri sér um innkaup, samninga við birgja, lagerhald og afgreiðslu sérvöru til faghópa.
Stærsti hluti starfsins er umsjón með aðföngum til kennslu í matvælaskólanum.
Um er að ræða 100% starf og ráðið í starfið sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til 29. október.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Guðríður Eldey Arnardóttir skólameistari í síma 594 4000
Allar umsóknir fara í gegnum starfatorg.is og skal sækja um stöðuna þar.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Gerð samninga við birgja
• Pantanir á vörum skv. beiðni frá kennurum
• Móttaka vöru og eftirlit með gæðum skv.
GÁMES gæðakerfi
• Rýni reikninga og pantana í samstarfi við fjármálastjóra
• Eftirlit með lagerstöðu
• Hreinlæti á lager og kælum
• Tiltekt pantana og afhending
Hæfnikröfur
• Góð almenn tölvufærni er nauðsynleg
• Þekking á innkaupakerfi ríkisins kostur
• Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf
• Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Menntun
• Menntun sem nýtist í starfi og gæti menntun á sviði
matvælafræði verið kostur.
Menntaskólinn í Kópavogi er lifandi, fjölbreyttur og umfram allt skemmtilegur vinnustaður.
Rúmlega 900 hundruð nemendur skólans stunda almennt bóknám á framhaldsskólastigi eða
nám í ferðamála- og matvælagreinum. Við skólann starfa 100 hressir starfsmenn á öllum aldri
með fjölbreytta menntun og hæfni. Gleði, jákvæðni og góður starfsandi einkennir vinnustaðinn.
Mest lesna atvinnublað Íslands*
Atvinnublaðið
Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Viðar Ingi Pétursson, vip@frettabladid.is 550 5626
*Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára