Fréttablaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 5 7 . t ö l u b l a ð 1 5 . á r g a n g u r þ r i ð j u d a g u r 3 . n ó v e M b e r 2 0 1 5 Í kvöld, 3. nóvember kl. 20.00–21.00 Skráning á dale.is Dale Carnegie ÓKE YPIS K YNNINGAR TÍMI Hótel Natura The Quality Management System of Dale Carnegie© Global Services is ISO 9001 certified. ÍS LE N SK A SI A. IS D AL 7 69 51 1 0/ 15 Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2 Fréttablaðið í dag lÍfið Friðrik Dór samdi ballöðu til konunnar í bíln­ um. 22 skoðun Ábyrgð sveitar­ félaga á tón­ listar­ námi. 11 sport Natvélin er að gera frá­ bæra hluti í körfuboltanum. 12 plús 2 sérblöð l fólk l  bÍlar *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 viðskipti Bændur í Rangárþingi ytra telja oddvita sveitarfélagsins, Þorgils Torfa Jónsson, hafa svikið sig í viðskipt­ um þegar Sláturhúsið á Hellu var selt Kaupfélagi Skagfirðinga. Hafi margir selt Þorgilsi sína hluti í góðri trú á mun lægra mati en því sem hann seldi svo áfram á sama tíma. Þorgils Torfi harð­ neitar því að hafa blekkt bændur. Þorgils kveðst hafa keypt af bænd­ um bæði um vorið og á sama tíma og verið var að handsala samning við KS. „Samningaviðræður hófust um vorið og var svo handsalað í kringum kosningarnar 2014,“ segir Þorgils Torfi, sem var sláturhússtjóri á þessum tíma. „Hins vegar er ekki rétt að þetta hafi verið svona einfalt, þetta voru nokkrar flækjur og það er trúnaðarmál hvernig salan fór fram á milli mín og KS.“ Fréttablaðið ræddi í gær við fjölda bænda sem vildu ekki koma fram undir nafni en sögðust afar óhressir með viðskipti sín við Þorgils. Kaupfélag Skagfirðinga keypti sláturhúsið og Kjötbankann á sam­ tals 282 milljónir króna. Samkvæmt því var verðið um sex krónur á hvern hlut. Þorgils keypti hins vegar bændur út á sama tíma á innan við tvær krónur á hvern hlut. Við þetta eru bændur ósáttir því Þorgils hafi verið innsti koppur í búri í samningaviðræðum við KS og vitað mun betur en aðrir hvað hægt væri að fá fyrir hvern hlut. Sláturhúsið var í upphafi ársins 2014 í eigu 176 aðila, ýmist einstaklinga, fyrir tækja eða búnaðarfélaga í sveit­ inni. Í árslok 2015 hafði hluthöfum fækkað um 29, eða í 147. Í ársbyrjun 2014 átti Þorgils um 36 prósenta hlut í sláturhúsinu en í júní voru seld 60 pró­ sent hlutafjár. – sa, ih Bændur segja oddvita hafa svikið sig Þorgils Torfi Jónsson, oddviti sveitarstjórnar Rangárþings ytra, keypti hlutafé bænda í sláturhúsinu á Hellu og seldi það áfram til Kaup- félags Skagfirðinga á hærra verði. Bændur sem seldu eru ósáttir því þeir segjast hafa fengið mun lægra verð fyrir hlutina en oddvitinn. Utan dagskrár Mikið var um að vera í Lucky Records í gær enda fyrsti dagur „off-venue“ dagskrár Iceland Airwaves-hátíðarinnar í ár. Fram komu meðal annars Milkhouse, Brilliantinus, Hemúllinn, Rebekka Sif og Sveinn Guðmundsson. Á myndinni sést rokkhljómsveitin Shady spila við góðar undirtektir hátíðargesta. Formleg dagskrá aðalhátíðar Airwaves hefst á morgun. Fréttablaðið/ernir Það er trúnaðarmál hvernig salan fór fram á milli mín og KS. Þorgils Torfi Jónsson, oddviti Rangárþings ytra og fyrrverandi sláturhússtjóri Otas eiust que ea nos excerore natiae re ped moloribus ma que nonsero riorumquam Nafn á viðmælenda ekki punktur lö g r eg lu M á l   S a u t j á n á ra stúlka hætti við að kæra nauðgun er ljóst var að sönnunargögn voru ekki lengur til staðar. Sýni og sönn­ unargögn á Neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota eru geymd í tvo mánuði, eða níu vikur, og svo er þeim eytt.  Eyrún Björg Jónsdóttir, verk­ efnastjóri Neyðarmóttökunnar, segir það hafa sýnt sig að þeim málum farnist betur í kerfinu þar sem ákvörðun um kæru er tekin snemma. „Það eru tvær hliðar á málinu og ef lögreglan kemst sem fyrst í málið þá eru meiri líkur á að það sé hægt að finna hugsanlega eitthvað sem styður við málsmeðferð út frá fleiri sjónarhornum, bæði hvað varðar vitni og út frá því að yfirheyra ger­ anda,“ segir Eyrún. – snæ, sjá síðu 4 Sýnum eytt eftir aðeins níu vikur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.