Fréttablaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 2
Reynt að hindra olíulekaVeður
Suðvestlæg átt, 5-10 m/s um landið
vestanvert og skúrir eða él, en heldur hægari
austan til á landinu og þurrt og bjart. Hiti 0
til 6 stig, en kólnar annað kvöld og víða má
búast við næturfrosti til landsins.
Sjá Síðu 16
VerSlun Vínbúðirnar munu selja 34
tegundir af jólabjór í ár, en þær voru 29
árið áður. Sala á jólabjór í Vínbúðunum
hefst föstudaginn 13. nóvember. Sigrún
Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri
ÁTVR, segir að starfsmenn Vínbúðanna
verði varir við nokkra eftirvæntingu.
„Við finnum fyrir því að það er spurt
þegar nær dregur,“ segir hún.
Kúltúrinn fyrir árstíðabundnum
bjór hefur aukist nokkuð á undan-
förnum árum og nú er boðið upp á
jólabjór, páskabjór, þorrabjór, sumar-
bjór og októberbjór. Vínbúðirnar hafa
boðið upp á jólabjórinn allt frá árinu
1989. Þetta verður því 27. árið sem
hann er í boði.
„En hann er svona að taka kipp núna
síðustu árin. Árið 2005 voru seldir 268
þúsund lítrar en í fyrra voru seldir rétt
tæpir 670 þúsund lítrar,“ segir Sigrún
Ósk. Það er aukning um 150 prósent
á tíu árum.
Sigrún Ósk segir að þótt sala á jóla-
bjórnum aukist þýði það samsvarandi
aukningu í neyslu á bjór. „Það færist
úr öðrum tegundum á meðan. Það er
alveg greinilegt. Þetta er ekki hrein við-
bót við söluna.“
Undanfarin ár hafa margar jólabjór-
stegundir selst upp löngu fyrir jól. Sig-
rún segist ekki vera komin með tölur
yfir framleitt magn og getur því ekki
svarað því hvort hægt verði að fá vin-
sælustu tegundirnar síðla í desember.
„En sumir hafa mjög takmarkað
framboð og það er bara þeirra stefna.
Og ef þær tegundir verða vinsælar þá
verða þær væntanlega ekki til.“
Sveinn Waage, kennari í Bjórskól-
anum, segir að áhugi á jólabjór aukist
á milli ára.
„Þetta er orðin allt önnur stemn-
ing og fer stigvaxandi,“ segir Sveinn.
Þarna séu tveir þættir sem skipti máli.
Annars vegar hafi innlendum framleið-
endum á bjór fjölgað gríðarlega. Hins
vegar geri reglur ÁTVR ráð fyrir því
að allar árstíðabundnar bjórtegundir
séu teknar í sölu. „Þannig að það sem
mætir okkur er svo mikið úrval,“ segir
Sveinn, sem óttast jafnframt að þetta
myndi breytast ef starfsemi ÁTVR yrði
hætt.
Sveinn segist vera búinn að smakka
nokkrar tegundir af jólabjór sem komi
í ár og þær lofi mjög góðu.
„Þetta er alveg geggjað,“ fullyrðir
Sveinn. Þar á hann við innlendu fram-
leiðsluna. Hann hefur ekki smakkað
erlenda framleiðslu.
jonhakon@frettabladid.is
Sala á jólabjór jókst um
150 prósent á tíu árum
Vínbúðir hefja sölu á jólabjór föstudaginn 13. desember. Salan hefur tekið kipp
undanfarinn áratug. Skýrist meðal annars af fjölbreyttari innlendri framleiðslu.
Aðstoðarforstjóri ÁTVR segir að þegar árstíðabundinn bjór komi á markað sé
minna selt af hefðbundnum bjór. FRéTTAblAðið/eRniR
DómSmál Hæstiréttur hefur staðfest
áframhaldandi gæsluvarðhald yfir
breska ríkisborgaranum Reece Scobie,
sem handtekinn var við komu til lands-
ins þann 16. júní síðastliðinn með
umtalsvert magn barnakláms á tölvu-
búnaði sem hann hafði meðferðis. Þá
hefur lögreglan á Suðurnesjum einnig
til rannsóknar ætluð fjársvik Scobies, en
hann er grunaður um að hafa stundað
umtalsverð svik með illa fengnum
kreditkortum á hinum ýmsu stöðum
hér landi.
Samkvæmt því sem kemur fram í
gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Scobie
liggur hann undir rökstuddum grun
um að hafa haft til dreifingar þúsundir
mynda og myndbanda sem sýni börn á
kynferðislegan eða klámfenginn hátt.
Þá segir að þegar litið sé til þeirrar
hrinu brota sem Scobie er grunaður um
að hafa framið á þeim tíma sem hann
sætti farbanni, má ætla að hann muni
halda áfram brotum á meðan máli hans
er ekki lokið.
Scobie er fæddur árið 1993 og hefur
áður komið við sögu lögreglu fyrir efna-
hagsbrot í Bretlandi.
Árið 2013 fékk Scobie 16 mánaða
dóm í Bretlandi fyrir að svíkja út sjö-
tíu þúsund pund eða rúmlega fjórtán
milljónir íslenskra króna af ferðaþjón-
ustuaðilum. Hann hafði bókað flug
og hótelgistingar á lúxushótelum úti
um allan heim með fölsuðum kredit-
kortum. – ngy
Alþjóðlegur
svikari í
gæsluvarðhaldi
Reece Scobie var handtekinn í verslun
iSímans í sumar.
Þetta er alveg
geggjað.
Sveinn Waage,
kennari í Bjór-
skólanum
„Við erum að kanna aðstæður og þétta loftgöt til koma í veg fyrir frekari olíuleka. Síðan byrjum við undirbúning á björgun en það eru tveir til þrír
dagar áætlaðir í hana,“ sagði Sigurður Stefánsson kafari um aðgerðir eftir að sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn í gær. FRéTTAblAðið/Vilhelm
Samfélag Ingvi Hrafn Óskarsson
sagði af sér sem stjórnarformaður
RÚV ohf. í gær. Í tilkynningu segist
Ingvi ekki sjá fram á að geta áfram
varið nægilegum tíma og orku í
starfið samhliða störfum sínum
sem héraðslögmaður.
Starfshópur sem skipaður var
af menntamálaráðherra skilaði
skýrslu sinni um rekstur RÚV
fyrir nokkrum dögum þar sem
rekstrarvanda stofnunarinnar var
lýst. Stjórn RÚV sendi frá sér til-
kynningu vegna skýrslunnar þar
sem sagði að rangt væri farið með
staðreyndir.
Illugi Gunnarsson menntamála-
ráðherra segir eftirsjá að Ingva.
„Ég tel að hann, stjórnin og starfs-
menn Ríkisútvarpsins hafi unnið
alveg frábært starf við að ná tökum
á rekstri Ríkisútvarpsins og náð
eftirtektarverðum árangri.“
Ekki náðist í Ingva Hrafn í gær-
kvöldi. – kbg
Sagði af sér
formennsku
3 . n ó V e m b e r 2 0 1 5 Þ r I ð j u D a g u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a ð I ð