Fréttablaðið - 03.11.2015, Side 4

Fréttablaðið - 03.11.2015, Side 4
Það má alltaf bæta löggjöfina, það er alveg ljóst. Þess ber þó að geta að það fer enginn í einangrun nema hann hafi farið fyrir dómara. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn StjórnSýSla Til 17. nóvember liggur frammi til kynningar hjá Skipulags­ stofnun tillaga Landsnets að mats­ áætlun svokallaðrar Sprengisands­ línu, 220 kílóvolta háspennulínu milli Norður­ og Suðurlands. Allir geta gert athugasemdir við tillöguna fyrir lok kynningartímans. Á meðan drög að matsáætluninni voru í vinnslu barst 31 athugasemd. „Og hefur tillagan nú verið endur­ skoðuð út frá þeim ábendingum og lögð inn til málsmeðferðar hjá Skipulagsstofnun,“ segir á vef Lands­ nets. Framkvæmdin er umdeild. Hafa umhverfisverndarsamtök og ferða­ þjónustufyrirtæki talið háspennu­ línur bitna á ímynd Íslands sem lands ósnortinna víðerna. Landsnet segir tilganginn að  bæta raforku­ kerfi landsins, „en óstöðugleiki í rekstri byggðalínunnar og takmark­ anir á orkuafhendingu standa orðið í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu og byggða þróun víða á landinu.“ – óká Háspennulína til kynningar Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ði r á sk ilj a sé r r ét t t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð ve rð g et ur b re ys t á n fy rir va ra . B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ði r á sk ilj a sé r r ét t t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð ve rð g et ur b re ys t á n fy rir va ra . B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ði r á sk ilj a sé r r ét t t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð ve rð g et ur b re ys t á n fy rir va ra . Barcelona 20. nóvember í 3 nætur Frá kr. 58.900 m/morgunmat 2fyrir1 tilboð á flugsæti m/ gistingu á Hotel 4 Barcelona. Netverð á mann frá kr. 58.900 m.v. 2 í herbergi. 39.900 Flugsæti frá kr. 1 150 100 50 0 2009 2010 2011 2012 8 10 129 109 117 129 1 ✿ Komur á neyðarmót- töku vegna nauðgana n Konur n Karlar lögreglumál Sýni og sönnunargögn á Neyðarmóttöku fyrir kynferðis­ brot eru geymd í tvo mánuði, eða níu vikur, og svo er þeim eytt. Frétta­ blaðið þekkir dæmi þess að sautján ára þolandi hafi hætt við að kæra nauðgun þegar ljóst var að sönnunar­ gögn voru ekki lengur til staðar. Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis hefur aðstöðu í litlu herbergi á Landspítalanum í Foss­ vogi. Sönnunargögn og sýni, svo sem nærföt, eru sömuleiðis geymd í því herbergi í skáp. Blóðsýni eru geymd í kæliskáp. Eyrún Björg Jónsdóttir, verkefna­ stjóri Neyðarmóttökunnar, segir að brýnt sé fyrir þolendum að kæra brotið sem fyrst. „Það hefur einfald­ lega sýnt sig að sönnunarlega er lang­ best að taka ákvörðun sem fyrst. Það eru tvær hliðar á málinu og ef lög­ reglan kemst sem fyrst í málið þá eru meiri líkur á að það sé hægt að finna hugsanlega eitthvað sem styður við málsmeðferð út frá fleiri sjónar­ hornum, bæði hvað varðar vitni og út frá því að yfirheyra geranda,“ segir Eyrún. Hún segir það hafa sýnt sig að þeim málum farnist betur í kerfinu þar sem ákvörðun er tekin snemma. „Þá er hugsanlega hægt að hafa uppi á fleiri gögnum og ná í vitni sem eru áreiðanleg, þá er ég ekki að tala um vitni að atburði heldir vitni að ástandi og kringumstæðum. Því það snjóar mjög fljótt í sporin.“ Hún segir að það ríði líka á að kæra snemma svo nálgast megi upp­ tökur úr eftirlitsmyndavélakerfum, til dæmis úr miðbæ eða af skemmti­ stöðum. Eyrún segir að þessi stutti frestur myndi að vissu leyti þrýsting á þol­ anda. „Já, til að pressa á ákvarðana­ töku.“ Hún segir sjaldgæft að fólk þurfi lengri frest en tvo mánuði. „Það gerist sjaldan að manneskjur taka ákvörðun löngu seinna. Það er þá yfirleitt vegna þess að verið er að áreita ákæranda eða það er eitthvað sem kemur til að manneskja tekur ákvörðun seinna, hótanir eða ýmislegt. Þetta eru einfaldlega verklagsreglur og við höfum ekki rými til að geyma gögnin út í hið óendanlega,“ segir Eyrún. Nýjum yfirmanni kynferðisbrota­ deildar lögreglunnar á höfuðborgar­ svæðinu, Árna Þór Sigmundssyni, var ekki kunnugt um níu vikna vinnu­ regluna. Hann gat ekki staðfest að mál hefðu farið forgörðum vegna reglunnar. snaeros@frettabladid.is Mögulegum sönnunargögnum um nauðgun eytt á 2 mánuðum Umþóttunartími þolenda nauðgana um hvort þeir hyggist kæra brotið er níu vikur, eigi lífsýni að fylgja rannsókninni. Verkefnastjóri Neyðarmóttöku segir stutta tímann eiga að þrýsta á þolendur að flýta sér. Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisbrota er í lítilli stofu á Landspítalanum í Fossvogi. Þar inni eru sýnin geymd í skáp. FréttabLaðið/Heiða HeLgadóttir Þetta eru einfaldlega verklagsreglur og við höfum ekki rými til að geyma gögnin út í hið óendanlega. Eyrún Björg Jónsdóttir verkefnastýra Neyðarmóttöku lögreglumál „Það er ekkert í lögum um það að fólk sem sæti einangrun þurfi að fara í gegnum geðmat en það hlýtur að þurfa að meta í hverju tilviki fyrir sig,“ segir Friðrik Smári Björgvins­ son yfirlögregluþjónn. Ákveðið hefur verið að 27 ára Hol­ lendingur, sem er í einangrun á Litla­ Hrauni, sæti geðrannsókn. Maður­ inn hefur verið í einangrun síðan 29. september vegna gruns um að hafa smyglað 23 kílóum af sterkum fíkni­ efnum til landsins. Fréttablaðið greindi frá því á dögun­ um að fjölskylda mannsins vissi ekki um ferðir hans í meira en mánuð. Þá sagði móðir hans áhyggjur fjölskyld­ unnar hafa verið gríðarlega miklar í ljósi þess að maðurinn er  þroska­ hamlaður. Verjandi mannsins sagði við Frétta­ blaðið að farið hefði verið fram á það við lögreglu, sama dag og maðurinn var handtekinn, að móðir hans yrði látin vita. Það hefði ekki verið gert. „Almennt er það þannig að rann­ sóknarhagsmunir ráða tímalengdinni og stundum eru mál þannig vaxin að það getur liðið einhver tími þar til vandamenn eru látnir vita,“ segir Friðrik Smári, um það hví vandamenn séu ekki tafarlaust látnir vita. Friðrik Smári segir að skoða þurfi hvort setja eigi reglur um það hvort þroskaheftir einstaklingar sæti ein­ angrun á rannsóknarstigi máls. „Það má alltaf bæta löggjöfina, það er alveg ljóst. Þess ber þó að geta að það fer eng­ inn í einangrun nema hann hafi farið fyrir dómara. Þá er öllum handteknum einstaklingum skipaður verjandi sem fær tækifæri til að vekja athygli á ástandi hans.“ Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins, segir að eins og staðan sé í dag muni skjólstæðingur hans áfram sæta einangrun þótt ákveðið hafi verið að fram fari geðrannsókn. „Ég á ekki von á öðru en að geð­ rannsóknin muni taka einhverjar vikur.  Maðurinn talar líka  ekki íslensku og það þarf túlk með til verks­ ins. Ég bara vona innilega að maðurinn þurfi ekki að sæta einangrun lengur. Það eru komnar fimm vikur núna og ber lögreglu, þó að úrskurður um einangrun standi til 10. nóvember, að aflétta henni um leið og ekki eru lengur til staðar brýnir rannsóknar­ hagsmunir.“ – ngy Ákveðið að Hollendingur í einangrun sæti geðrannsókn alþingi „Maður hefði haldið að eng­ inn trúnaður væri eins mikilvægur og trúnaður á milli þeirra sem sækja þjónustu hjá Landspítalanum eða öðrum stofnunum sem halda utan um heilbrigði landsmanna og þess­ ara stofnana,“ sagði Birgitta Jónsdótt­ ir, þingmaður Pírata, í óundirbúinni fyrirspurn til Kristjáns Þórs Júlíus­ sonar heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær. Fyrirspurnin vísar til umfjöllunar Fréttablaðsins um víetnömsk hjón sem hafa kært leka Landspítalans á trúnaðarupplýsingum til Persónu­ verndar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var það félagsráðgjafi á Landspítalanum sem gaf Útlend­ ingastofnun upplýsingarnar. „Ég held að viðbrögð við þessu ótrúlega óhæfuverki hefðu verið allt önnur ef um Íslendinga hefði verið að ræða, ef ung alíslensk hjón hefðu þurft að fara í gegnum ástarlögregl­ una og trúnaðarupplýsingum hefði verið lekið frá félagsráðgjafa á Land­ spítalanum,“ sagði Birgitta jafnframt. Kristján Þór sagði lekann ekki í lagi. Ekkert í mannlegu valdi geti þó komið í veg fyrir slíkt slys ef ein­ beittur brotavilji sé til staðar. Hann fer fram á að niðurstaða á rannsókn spítalans á lekanum verði kynnt honum og ráðuneytinu. „Ég vil af þessu tilefni upplýsa að ég geri ráð fyrir því og ætlast raunar til þess að stjórnendur spítalans, þegar rann­ sókn máls sem þessa lýkur, nýti þau úrræði allra laga og reglna sem um þessi mál fjalla og beiti þeim ef ástæða er til,“ sagði Kristján Þór. – snæ Segir spítalalekann ótrúlegt óhæfuverk birgitta Jónsdóttir vill svör um lekann á Landspítalanum. FréttabLaðið/VaLLi leiðrétt Rangt var farið með stofnár dagblaðsins Þjóðviljans á Tímamótasíðu Fréttablaðsins um helgina. Blaðið hóf ekki göngu sína árið 1963, heldur 1936. leiðrétt Fyrir mistök féll aftan og framan af texta í niðurlagi greinar Sigurborgar Daðadóttur yfirdýralæknis í Fréttablaðinu í gær. Réttur er textinn svona: „Reglugerðin kveður einnig á um að bannað verður eftir 1. janúar 2016 að nota bása þar sem gyltur geta ekki lagst, legið, rétt úr sér og hvílst án átroðnings frá næsta bás. Matvælastofnun mun fylgja þessu fast eftir með heimsóknum á öll svínabú strax eftir áramótin.“ 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 þ r i ð j u D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.