Fréttablaðið - 03.11.2015, Side 8

Fréttablaðið - 03.11.2015, Side 8
StjórnSýSla Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hefur ráðist í fjöl- margar aðgerðir gegn einelti og kyn- ferðislegri áreitni í öllum embættum lögreglu á landinu. Haraldur segist hafa ákveðið að fylgja tillögum Finn- borgar Salome Steinþórsdóttur vegna niðurstaðna úr rannsókn hennar á vinnumenningu lögreglunnar. Rannsókn hennar sýndi að tæplega 18% lögreglumanna töldu sig þolend- ur eineltis í starfi, 25% kvenna og 17% karla. Tæplega 31% kvenna og 4% karla í lögreglunni töldu sig þolendur kynferðislegrar áreitni í lögreglunni. Lögreglumenn sem tóku þátt í rann- sókninni bentu á að gerendur væru samstarfsmenn og yfirmenn. Vandinn er talinn alvarlegur og til viðbótar við aðgerðir ríkislögreglu- stjóra ákvað innanríkisráðuneyti að fá vinnusálfræðing til að greina sam- skiptavanda í yfirstjórn lögreglunnar. Í viðtölum við vinnusálfræðinginn Leif Geir Hafsteinsson sögðu lögreglu- menn frá óviðeigandi ummælum vinnufélaga sinna. Ummælin vísuðu í kynferði og viðkomandi upplifðu þau sem áreitni. Enn hafa niðurstöður greiningar Leifs ekki verið birtar en heimildir Fréttablaðsins herma að rót vandans sé valdabarátta í yfirstjórn lögreglunnar. Meðal aðgerða ríkislögreglu- stjóra var að koma á fót fagráði lög- reglunnar. Fagráðið er ráð óháðra fagaðila og tekur til umfjöllunar mál er varða beina og óbeina mismunun, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti innan lögreglunnar. Þá hefur verið haldið námskeið í stjórnendaþjálfun fyrir stjórnendur innan lögreglunnar. Námskeiðið var haldið í apríl 2015 í samvinnu við Lögregluskóla ríkisins. Ríkislög- reglustjóri gaf einnig út leiðbeinandi verklagsreglur um einelti sem voru sendar á alla lögreglustjórana 1. apríl síðastliðinn. Þá var ákveðið að endurútgefa jafnréttis- og framkvæmdaáætlun lögreglunnar og á næstu dögum fá starfsmenn lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu fræðslu um góð sam- skipti á vinnustað, einelti og eðli ágreinings. Fræðslufyrirlestrarnir hafa verið haldnir í öllum öðrum lögregluembættum á landinu á haust- mánuðum en það er mannauðsráð- gjafarfyrirtækið Hugtak sem hefur haldið utan um þá. Þá ákvað ríkislögreglustjóri að endurskoða siðareglur lögreglunnar. Í endurskoðuðum siðareglum verður sérstök áhersla lögð á siðferði og samskipti á vinnustaðnum. Að auki verður unnið að því að draga úr nei- kvæðum viðhorfum sem hafa mælst gagnvart konum í lögreglunni. Til viðmiðs verða siðareglur stjórnar- ráðsins og Íþrótta- og ungmenna- félags Keflavíkur. kristjanabjorg@frettabladid.is Göngugreining Pantaðu tíma í síma 517 3900 Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 Vandamál sem göngugreining Flexor getur hjálpað til við að leysa eru til dæmis: • þreytuverkir og pirringur í fótum • verkir í hnjám • sársauki eða eymsli í hælum (hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.) • beinhimnubólga • óþægindi eða verkir í baki og/eða mjöðmum • verkir í tábergi og/eða iljum • hásinavandamál • óþægindi í ökklum • þreytu- og álagsverkir hjá börnum og unglingum 25% kvenna eru lögð í einelti 17% karla eru lögð í einelti 31% kvenna verður fyrir kynferðis- legri áreitni 4% karla verða fyrir kynferðislegri áreitni ✿ Kynferðisleg áreitni og einelti í lögreglunni Ríkislögreglustjóri gegn áreitni og einelti Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hefur ráðist í fjölmargar aðgerðir gegn einelti og kynferðislegri áreitni í öllum embættum lög- reglunnar á landinu. Fjórðungur kvenna í starfi er lagður í einelti. Til stendur að endurskoða siðareglur lögreglunnar. Ríkislögreglustjóri tekur samskipta- vanda innan lögreglunnar föstum tökum. FRéttablaðið/EinaR tyrKland Frambjóðendur til þing- kosninganna í Tyrklandi um helgina nutu ekki jafnræðis í kosningabar- áttunni, samkvæmt bráðabirgðanið- urstöðum kosningaeftirlits Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Sumir frambjóðendur áttu erfið- ara en aðrir með að koma boðskap sínum á framfæri við kjósendur, og réði þar mestu aukin spenna og  ofbeldi í aðdraganda kosning- anna, einkum í suðausturhluta landsins þar sem stjórnarherinn átti í átökum við Kúrda. Andrúmsloft ótta var magnað upp, meðal annars með handtökum á stuðningsmönnum HDP-flokksins, sem hefur barist fyrir réttindum Kúrda. Þá er fjölmiðlafrelsi ábótavant í landinu, að mati eftirlitsmanna. Sakamál voru höfðuð gegn tugum blaðamanna á síðustu vikunum fyrir kosningarnar, þar sem blaðamenn- irnir voru sakaðir um stuðning við hryðjuverkamenn. Og öll umfjöllun um rannsókn á sjálfsvígsárásinni í Ankara í síðasta mánuði var bönnuð. Recep Tayyip Erdogan forseti seg- ist hins vegar ekkert skilja í þessari gagnrýni. „Þjóðarviljinn hefur kosið mig með 52 prósentum atkvæða,” sagði hann við fjölmiðla. „Heims- byggðin öll ætti að bera virðingu fyrir þessu, en ég hef ekki orðið var við slíkan þroska.“ Flokkur Erdogans, AK-flokkurinn, endurheimti í þessum kosningum öruggan meirihluta á þingi, en þó ekki nægan meirihluta til þess að geta náð fram breytingum á stjórnar- skrá landsins. Erdogan forseti óskar nú eftir aðstoð smærri flokkanna við stjórnarskrárbreytingar, sem eiga að styrkja stöðu forsetans. Kúrdaflokkurinn HDP náði síðan mönnum á þing þrátt fyrir háan þröskuld, en flokkar þurfa heil tíu prósent atkvæða til að fá menn á þing. – gb Eftirlitsmenn gagnrýna kosningarnar í Tyrklandi Kúrdi les fréttir af kosningaúrslitunum í Díjarbakír í gær. FRéttablaðið/EPa Andrúmsloft ótta var magnað upp, meðal annars með handtökum á stuðn- ingsmönnum HDP-flokksins sem berst fyrir rétti Kúrda. Í endurskoðuðum siðareglum verður sérstök áhersla lögð á siðferði og samskipti á vinnustaðnum. 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 Þ r I Ð j U d a G U r8 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.