Fréttablaðið - 03.11.2015, Síða 10
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Framsóknar-
flokkurinn
sem ætlaði
fyrir kosn-
ingar að
berja erlenda
kröfuhafa
með kylfum,
semur nú við
þá í mestu
vinsemd.
Ríkisstjórnin hefur nú lokið samningum við erlenda kröfuhafa um stöðugleikaframlög, sem fela í sér að kröfuhafarnir fá hundruð milljarða í
afslátt af stöðugleikaskatti gegn því að fara ekki í mál
við ríkið.
Gráglettið er að hin efnislega niðurstaða er mjög
í samræmi við þá leið sem við í Samfylkingunni
lögðum til fyrir síðustu kosningar, um að samnings
staðan við kröfuhafa yrði nýtt og gera mætti ráð fyrir
að þá skapaðist svigrúm upp á um 300 milljarða
sem nýta þyrfti til greiðslu skulda ríkissjóðs. Fram
sóknarflokkurinn sem ætlaði fyrir kosningar að berja
erlenda kröfuhafa með kylfum, semur nú við þá í
mestu vinsemd.
Miklu máli skiptir að vel takist til við þessa aðgerð.
Eins og seðlabankastjóri hefur sagt, er bara eitt skot í
byssunni. Ástæðan fyrir því að skotið er í byssunni er
sú að hún var hlaðin í tíð síðustu ríkisstjórnar, gegn
vilja núverandi stjórnarflokka. Sjálfstæðisflokkurinn
greiddi meira að segja atkvæði gegn því að fella slita
búin undir höft. Þess vegna höfum við krafist þess að
allar staðreyndir verði uppi á borðum og óháðum
sérfræðingum og þjóðinni allri gefist tími til að kanna
allar forsendur til hlítar. Ef ekki er nægilega vel að
verki staðið er nefnilega raunveruleg hætta að verið
sé að opna dyr fyrir erlenda kröfuhafa til að sleppa
létt frá höftunum, en að þjóðin, lífeyrissjóðir í hennar
eigu og innlend fyrirtæki sitji áfram innan hafta.
En ef vel tekst til skapast tækifæri til að stíga næstu
skref. Þá verða kjöraðstæður til að taka upp nýjan
gjaldmiðil og losa okkur út úr þeim eilífðarvanda sem
fylgir krónunni og verðtryggingunni. Ef tækifærið
verður ekki nýtt, blasir því miður enn og aftur við ný
hringrás uppgangs, verðbólgu, vaxtahækkana, gengis
fellingar og hækkunar verðtryggðra lána. Nú þarf
ríkisstjórn sem þorir að nýta árangurinn til að gera
grundvallarbreytingar til góðs.
Nýr gjaldmiðill
eða piss í skóinn?
Árni Páll
Árnason
formaður Sam-
fylkingarinnar
H E I L S U R Ú M
A
R
G
H
!!!
1
31
01
5
Fullt verð 278.711 kr.
TILBOÐSVERÐ 195.098 kr.
SUMMER GLOW Millistíf / Mjúk
(Queen Size 153x203 cm)
KYNNIR HEILSUDÝNURNAR SUMMER GLOW OG MORENA FIRM
MORENA FIRM Millistíf / Stíf
(Queen Size 153x203 cm)
Friða Ríkisútvarpið?
Árni Páll Árnason, formaður Sam-
fylkingarinnar, spurði forsætisráð-
herra hvort hann væri tilbúinn til
þess að friða Ríkisútvarpið. Taldi
hann nauðsynlegt að gera það til að
vernda það fyrir árás hægri manna
sem vildu reyna að koma stofnun-
inni fyrir kattarnef. Forsætisráð-
herra var nú ekki á þeim buxunum
að friða stofnunina og taldi hana
þurfa að laga sig að breytingum í
þjóðfélaginu. Tæknin mun á næstu
misserum og árum taka miklum
framförum. Því væri það stórhættu-
legt ef ætti að setja RÚV í formalín
og friða það líkt og sjóvarnargarð-
inn víðfræga.
Rauðu ljósin blikka
Atvinnuleysi á þriðja ársfjórðungi
hefur ekki verið minna frá hruni
efnahagslífsins 2008. Á einu ári
fjölgaði starfandi fólki um 3.200 og
hlutfall þeirra sem voru á vinnu-
markaði jókst um 1,3 prósentustig.
Atvinnulausum fækkaði á sama
tíma um 900 einstaklinga, eða um
hálft prósentustig. Atvinnuleysi
var því aðeins 3,5 prósent á þessum
tíma. Á sama tíma stöndum við
frammi fyrir mannaflsfrekum fram-
kvæmdum í Helguvík hjá Thorsil
og United Silicor, í Hvalfirði og á
Bakka við Húsavík. Líklega mun
þurfa að flytja erlent starfsfólk
hingað til lands til að byggja upp.
Íslenskt efnahagslíf er að hitna og
reykurinn lyktar eins og hann gerði
árið 2007. sveinn@frettabladid.is
Fyrir Alþingi liggur enn eitt frumvarpið um að afnema einkarétt ríkisins á áfengisverslun. Þar er lagt til að sala sterks áfengis, léttvíns og bjórs verði gerði heimil í verslunum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum er snúa til dæmis að frá
gangi vörunnar, aldri afgreiðslufólks og viðskiptavina og
öðru.
Frumvörp af þessu tagi hafa verið lögð fram reglulega
undanfarin ár. Ekkert þeirra hefur hlotið brautargengi
og þrátt fyrir að svo virðist sem meirihluti þingmanna sé
hlynntur málinu er ekkert sem bendir til að það verði sett í
þann forgang að afgreiðslu þess verði lokið.
Landlæknir birti í gær Talnabrunn sinn þar sem skoðuð
var breyting á áfengisneyslu Íslendinga á árunum 2007
til 2012. Þar kemur fram að litlar breytingar hafa orðið á
áfengisneyslu landans á þessum tíma. Þó megi sjá örlitla
niðursveiflu árið 2009 sem embættið ætlar að sé vegna
áhrifa efnahagshrunsins.
Málflutningur þeirra sem mest setja sig upp á móti
frjálsri verslun með áfengi snýst um áhyggjur af aukinni
neyslu. Mýtuna um að aðgengi auki áganginn og þar með
vandræðin sem flestir þekkja af eigin raun eða frá einhverj
um í þeirra nánasta umhverfi. Því öl getur vissulega verið
böl. Hins vegar er þessi staðhæfing ósönnuð og margir sem
setja mikinn fyrirvara við þá staðhæfingu. Raunar er það
svo að neyslunni virðist samkvæmt þessum athugunum
landlæknis fremur stýrt af buddunni en aðgengi.
Umræðan um áfengisfrumvarpið í dag minnir um
margt á þingveturinn 1987 til 1988 þegar tekist var á um
lögleiðingu bjórsins. Rökin um að tilslakanir myndu leiða
til aukinnar heildarneyslu, aukið aðgengi ungmenna og
almennt heilsutjón samfélagsins voru þá margtuggin ofan í
landann. Að sama skapi ætti ekki að koma neinum á óvart
að andstæðingar aukins frjálsræðis voru nokkurn veginn
hinir sömu.
Í því samhengi verður að hafa í huga að eftir að bjórinn
var leyfður þögnuðu þessar úrtöluraddir fljótt og reyndar
er það svo að andstaða við bjórinn hefur í seinni tíð verið
notuð ákveðnum stjórnmálamönnum til háðungar. For
ræðishyggja er nefnilega alltaf auðveldari ef þjóðin þekkir
ekki á eigin skinni þau réttindi eða þægindi sem stjórn
málamenn hafa ákveðið – af sinni miklu visku – að halda
frá þeim. En eftir að bjórinn var leyfður 1. mars 1989 og
dómsdagsspár andstæðinga bjórsins gengu ekki eftir sáu
hins vegar flestir hversu fáránlegt bannið hafði raunveru
lega verið og nú dettur ekki nokkrum heilvita manni í hug
að stinga upp á því að bjór verði aftur bannaður hér á landi.
Það sama mun verða uppi á teningnum varðandi
áfengisfrumvarpið. Þegar það fer í gegn – sama hvenær
það verður – og þjóðin mun kynnast þeim sjálfsögðu
þægindum að þurfa ekki að kaupa áfengi úr ríkisreknum
smásöluverslunum, munum við hugsa til baka og ekki
skilja hvernig við gátum leyft stjórnmálamönnunum
okkar slíka forræðishyggju. Og gott ef þetta verður ekki – á
sama hátt og með bjórinn – notað andstæðingum þess til
ævarandi háðungar.
Brandarakallar
morgundagsins
Forræðis-
hyggja er
nefnilega
alltaf auð-
veldari ef
þjóðin þekkir
ekki á eigin
skinni þau
réttindi eða
þægindi sem
stjórnmála-
menn hafa
ákveðið – af
sinni miklu
visku – að
halda frá
þeim.
3 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 Þ r I Ð J U D A G U r10 s k o Ð U n ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð
SKOÐUN