Fréttablaðið - 03.11.2015, Page 12

Fréttablaðið - 03.11.2015, Page 12
Í dag 19.15 Meistarad.kvöld Sport 4 19.30 Man. Utd - CSKA Sport 3 19.30 Sevilla - Man. City Sport 5 19.30 Real Madrid - PSG Sport 19.30 Shakhtar - Malmö Bravó 21.45 Meistarad.mörkin Sport 19.30 Haukar - ÍBV Schenkerhöllin Njarðvík hefur efni á stærsta bitanum á markaðn- um þ.a. að fá Hauk Pál en þeir hafa ekki efni á al- mennilegri nettengingu. Halldór G Jónsson @Dorijons1 Nýjast www.versdagsins.is Finnið og sjáið að Drottinn er góður, sæll er sá maður sem leitar hælis hjá honum... Dr. Bragi Skúlason flytur erindi um makamissi á samveru Nýrrar dögunar miðvikudagskvöldið 4. nóvember kl. 20:00 í safnaðarheimili Háteigskirkju. Stuðningshópur hefst í kjölfarið. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Bragi lauk rannsókn á sorg íslenskra ekkla 2014 en var áður búinn að vinna með ekkjum í sorgarnámskeiðum í mörg ár. Makamissir er með álagsmestu lífsreynslu sem þekkt er. Eftirlifandi maki þarf að takast á við miklar breytingar og aðlagast lífi á mjög breyttum forsendum. www.nydogun. is • www.sorg. is • sorg@sorg. is Makamissir Samtök um sorg og sorgarviðbrögð NÝ DÖGUN Körfubolti Fáir hafa vakið jafn mikla eftirtekt í Dominoʼs-deild karla það sem af er tímabili  og miðherjinn Ragnar Nathanaelsson hjá Þór Þorlákshöfn. Það er varla annað hægt enda Ragnar 220 sentí- metrar að hæð. Það er augljóst á tölum Ragnars, sem má sjá hér til hliðar á síðunni, að hann hefur látið vel til sín taka. Spekingar eru á einu máli um að Ragnar hafi stórbætt sig frá því að hann lék síðast með Þórsurum, veturinn 2013-14, en að því tíma- bili loknu hélt hann til Svíþjóðar. Ragnar var hluti af Íslendinganý- lendunni í Sundsvall á síðasta tímabili. Alls spiluðu fjórir Íslend- ingar með Drekunum þá, auk Ragnars voru það Hlynur Bær- ingsson, Jakob Örn Sigurðarson og Ægir Þór Steinarsson. Aðeins Hlynur er enn að spila með Sunds- vall Dragons. „Ætli þetta hafi ekki verið stærra stökk en ég bjóst við að það yrði,“ sagði Ragnar í samtali við Frétta- blaðið. Ragnar fékk lítið að spila í Svíþjóð en var engu að síður val- inn í íslenska landsliðið fyrir EM í sumar, þar sem hann var aftur í litlu hlutverki. „Það var gott að vera með hina Íslendingana með mér í Svíþjóð. Þeir voru mínir björgunarkútar. Þeir pössuðu upp á að ég yrði ekki leiður og byrjaði að kenna sjálfum mér um. Þess í stað lögðu þeir áherslu á að ég myndi njóta þess að vera þarna, enda fullt af fólki sem myndi gefa mikið til að vera í sömu sporum og ég,“ segir Ragnar sem segist ekki efast um að reynslan muni nýtast honum vel fái hann aftur tækifæri til að fara í atvinnumennsku. Fór að vorkenna sjálfum mér Eftir fyrstu tvo leiki Íslands á EM, þar sem Ragnar spilaði aðeins tvær sekúndur í hvorum, leið honum ekki vel að eigin sögn. „Ég gleymdi því að ég ætti að njóta þess að vera þarna og fór frekar að pæla í mínútunum. Ég hóf að vorkenna sjálfum mér í stað þess að njóta augnabliksins. Þarna var ég með íslenska landsliðinu á stórmóti og ansi margir sem hefðu viljað vera í mínum sporum.“ Ragnar fékk góð ráð frá sínu nánasta fólki og herbergisfélaga. Það dugði til að breyta viðhorfi hans, sem hann tileinkar sér enn í dag. „Ég fór fremur að einbeita mér að því hvað ég gæti gert til að hjálpa liðinu, þó það væri aðeins utan vallar. Þá byrjaði ég að öskra meira af bekknum og hvetja menn áfram. Það gerði það að verkum að mér leið mun betur.“ Hann segir að árið í Svíþjóð og með íslenska landsliðinu hafi gefið honum nýja sýn á íþróttina. „Ég virði körfuboltann og nýt þess að vera á gólfinu. Það er kannski ástæðan fyrir því að mér gengur betur. Ég er með góða stráka í kringum mig, góða þjálfara og góða áhorfendur. Ég leyfi leiknum að koma til mín fremur en að þvinga eitthvað fram sem veldur aðeins pirringi í sjálfum mér.“ Æfði eins og skepna í sumar Ragnar segir að aðkoma tveggja manna hafi breytt miklu fyrir sig í sumar. Einar Árni Jóhanns- son, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, og Baldur Þór Ragnarsson hafi hjálpað honum heilmikið í sumar. Baldur er liðsfélagi Ragnars hjá Þór en einnig styrktarþjálfari íslenska landsliðsins. „Ég æfði mig eins og skepna í sumar, strax þegar ég kom heim frá Svíþjóð. Þá fór ég að vinna í alls konar varnaræfingum og sprengiæfingum. Þjálfarateymið í landsliðinu er einnig öflugt og það passaði vel upp á að taka okkur stóru strákana til hliðar og vinna með okkur í séræfingum.“ Hann segir að litlir hlutir eins og að taka skotæfingu af vítalínunni eftir hverja æfingu hafi hjálpað sér. „Þó það hafi stundum ekki verið nema 20-30 skot. Það er strax byrjað að borga sig,“ segir Ragnar sem er nú með 74% skotnýtingu sem er bæting um rúm 20% frá því að hann spilaði síðast á Íslandi. Hann segir að Þórsarar ætli sér að ná langt í vetur og að liðið sé rétt að byrja. „Ég kom ekki fyrr en um miðjan september inn í liðið og við erum enn að læra hverjir á aðra. Við verðum vonandi bara betri með hverjum leiknum.“ Ragnar lætur það ekki á sig fá þó svo að fáir hefðu reiknað með því að hann yrði jafn áberandi í deildinni og raunin varð. Hann er ekki að hugsa um að senda gagn- rýnendum og spekingum skilaboð. „Einu skilaboðin mín er að ég vil sýna fólki að ég nýt mín á vell- inum.“ eirikur@frettabladid.is Nýtur þess að vera á vellinum Ragnar Nathanaelsson hefur komið inn í Dominoʼs-deild karla af miklum krafti eftir erfitt ár. Þessi 220 sentímetra miðherji hefur lært mikið af mótlætinu og nálgast leikinn á allt annan hátt en hann gerði. Ragnar átti stórleik á móti Michael Craion og Íslandsmeisturum KR í annarri umferð tímabilsins, þar sem Íslandsmeistararnir sigu ekki fram úr fyrr en í lokaleikhlutanum. Hér fagnar hann einni körfu sinna manna í leiknum. FRéttABlAðið/SteFán Toppframmistaða ragnar Ágúst Nathanaelsson í fyrstu fjórum umferðunum í Dominoʼs deild karla. Hæsta framlag í leik 1. sæti - 30,5 í leik Besta skotnýting 2. sæti - 56,6 prósent nýting Flest fráköst í leik 1. sæti - 17,0 í leik Flest sóknarfráköst í leik 1. sæti - 8,0 í leik Flest varin skot í leik 1. sæti - 2,5 í leik Flestar tvennur 1. sæti - 4 tvennur í 4 leikjum GlóDÍS PERlA VERðuR ÁFRAM Í ESkilStuNA 2016 Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur framlengt samning sinn við sænska liðið Eskilstuna united um eitt ár. Glódís Perla, sem er aðeins tvítug, var fastamaður í öðru besta liði Svíþjóðar á sínu fyrsta tíma- bili í atvinnu- mennsku. „Glódís hefur bætt sig mikið á þessu fyrsta ári og hefur alla burði til þess að bæta sig enn meira. Það er gleðiefni að hún spili með okkur á komandi tímabili,“ sagði Viktor Eriksson, þjálfari liðsins, í viðtali við heimasíðu Eskilstuna united. ÞRiðJi lEikuRiNN Á FiMM SólARHRiNGuM topplið ÍBV í Olís-deild kvenna heimsækir Hauka á Ásvelli í kvöld en ÍBV-liðið tapaði sínum fyrsta leik þegar Eyjakonur steinlágu með ellefu mörkum á móti Val á laugardaginn. Þetta verður þriðji leikur ÍBV á rétt rúmum fimm sólarhringum en þær spiluðu á fimmutdagskvöld í Eyjum, í Reykjavík á laugardegi og nú á þriðjudagskvöldi í Hafnarfirði. Haukakonur ætla heldur ekki að gefa neitt. Þær hafa unnið sex leiki í röð og ekki tapað síðan Maria ines da Silva Pereira kom til liðsins. HAukuR HEtJAN Í FyRStA HEiMAlEikNuM Njarðvík, Haukar og kR voru í gærkvöldi þrjú síðustu liðin sem tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Poweradebikarsins í körfubolta en í dag verður síðan dregið í sextán liða úrslitin hjá bæði körlum og konum. tíu af tólf Dominoʼs-deildar liðum verða í pott- inum eða öll nema ÍR og FSu sem töpuðu fyrir öðrum úrvalsdeildar- liðum í 32 liða úrslitunum um helgina. Haukur Helgi Pálsson lék sinn fyrsta heimaleik með Njarð- vík í ljónagryfjunni og strákurinn hélt upp á það með því að skora sigurkörfuna rétt fyrir leikslok- þegar Njarðvík vann 66-63 sigur á tindastól í gær. Þetta var fyrsti leikur Stólanna síðan þeir ráku finnska þjálfarann Pieti Poikola. 3 . N ó v e m b e r 2 0 1 5 Þ r i Ð J u D A G u r12 s p o r t ∙ f r É t t A b l A Ð i Ð sPort

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.