Fréttablaðið - 03.11.2015, Side 14
Fólk|
Það er vel þekkt að mál-tíðir sem samanstanda af drykkjum og þeytingum
sem innihalda kolvetni í ein-
hverri mynd, svo sem úr ávöxt-
um eða öðrum kolvetnaríkum
matvælum, hækka blóðsykur
hraðar en ef sömu máltíða er
neytt í föstu formi. Fyrstu niður-
stöður úr rannsókn sem Bryndís
Eva Birgisdóttir, dósent í nær-
ingarfræði við Háskóla Íslands,
stýrir benda í sömu átt. Í rann-
sókninni var skoðaður munur á
því að drekka þeyting og borða
mat. „Niðurstöðurnar eru í sam-
ræmi við erlendar rannsóknir og
á þessari stundu benda vísinda-
gögn frekar til þess að best sé
fyrir líkamann að fá næringuna
oftar í formi matvæla sem við
þurfum að tyggja en sömu mat-
væli maukuð eða í þeytingi, sem
eru þó betri kostur en safar.“
Sykurstuðull er mælikvarði
sem notaður hefur verið til að
meta hversu hratt kolvetni í
formi glúkósa frásogast úr melt-
ingarveginum og inn í blóðrásina
eftir máltíð. „Rannsóknir sýna að
þegar búið er að mauka mat sem
inniheldur kolvetni, til dæmis
epli eða peru, þá á glúkósinn og
ávaxtasykurinn greiðari leið inn í
líkamann,“ útskýrir Bryndís Eva.
Hún segir þó töluverðan mun á
einstaklingum og greinilegt að
sumir séu viðkvæmari fyrir kol-
vetnum og sveiflum í blóðsykri
og þeim viðbrögðum sem fylgja
í kjölfarið, heldur en aðrir og á
það ekki bara við um þá sem eru
greindir með sykursýki eða skert
sykurþol.
Þeytingar Þó betri en
drykkir
Í þeytingi er ávöxturinn oft not-
aður heill en frásog er hraðar séu
trefjarnar sem er að finna í öllum
ávöxtum skildar frá eins og þegar
um er að ræða hreina ávaxtasafa.
Þessir drykkir mælast þannig
með enn hærri sykurstuðul,
sumir svipaðan og sykraðir gos-
drykkir að sögn Bryndísar. Hún
nefnir einnig að fólki hætti til
að innbyrða mun meira magn á
drykkjarformi en á föstu formi. „Í
einu glasi af appelsínusafa sem
við skellum í okkur á nokkrum
sekúndum getur verið safi úr
fimm appelsínum en við næðum
aldrei að borða fimm appelsínur
á sama tíma. Einnig virðast flestir
finna fyrr fyrir svengd á nýjan
leik eftir að hafa innbyrt drykki
en eftir máltíð.“
Bryndís áréttar að þó sé betra
að fá sér þeyting en að borða
ekkert af ávöxtum eða græn-
meti. „Í þeytingum fær fólk alls
kyns næringarefni og hollefni
sem það væri ekkert endilega að
fá annars. Það er af hinu góða.
Svo er líka gott að setja til dæm-
is spínat eða annað grænmeti
saman við ávextina því flest
grænmeti hægir á frásoginu. Til
dæmis eru ekki mikil kolvetni
í spínatinu en mikið af trefjum.
Trefjar tefja frásog næringarefna
inn í líkamann og bæta melt-
inguna.“ Það þarf því að muna
að halda jafnvægi, ekki bara að
fá sér þeyting heldur líka heila
ávexti og grænmeti.
Frekari rannsóknir
Bryndís hyggur á frekari rann-
sóknir á áhrifum ýmissa mat-
væla á blóðsykursveiflur og líðan
og ætlar þá að skoða sérstak-
lega matvæli sem eru framleidd
hérlendis eða mikið er borðað
af á Íslandi. „Okkur langar að
skoða betur séríslensk hráefni
sem eru rík af kolvetnum eins
og rúgbrauðið okkar, flatkökur
og fleira. Við erum komin með
spennandi niðurstöður en okkur
vantar fleiri þátttakendur til þess
að geta bætt við rannsóknina
og styrkt gögnin.“ segir Bryndís
Eva.
n liljab@365.is
ekki mauka allt
matarÆÐi Neysla á þeytingi hefur aukist töluvert á undanförnum árum.
Næringarfræðingur segir að ekki sé gott að borða matinn alltaf maukaðan.
Bryndí s Eva Birgisdóttir, dósent í nær-
ingarfræði við Háskóla Íslands.
Það er vel þekkt að máltíðir sem saman-
standa af drykkjum og þeytingum sem
innihalda kolvetni í einhverri mynd, svo
sem úr ávöxtum eða öðrum kolvetnarík-
um matvælum, hækka blóðsykur hraðar
en ef sömu máltíða er neytt á föstu formi.
Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook
Opið virka daga kl
. 11–18
Opið laugardaga k
l. 11-15
Skyrtur
Verð 10.900 kr.
3 litir: grátt, svart, hvítt.
Stærð 34 - 52
Styttri skyrtur
á 8.900 kr.
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
s: 571-5464
Vertu einstök – eins og þú ert
stærðir 38-52
my styleStærðir 38-52
Netverslun á tiskuhus.is
Finndu þinn eigin fatastíl
smÁrÉtta hot plate
3.- 8.nóv
og gos aÐ eigin vali
1.616 kr2.020 kr
Suðurlandsbraut 4a
www.culiacan.is