Fréttablaðið - 03.11.2015, Síða 16
V
olkswagen-bíla-
samstæðan saman-
stendur af einum
níu merkjum bíla,
tveimur flutninga-
bílamerkjum og einu
mótorhjólamerki.
Þessi risi hefur verið byggður
upp á síðustu tveimur áratug-
um. Sum þessara merkja hafa
skilað gríðarlegum hagnaði, svo
sem Porsche og Audi, en önnur
hafa skilað tapi til langs tíma,
en verið haldið uppi af þeim arð-
samari. Nú þegar við blasir að
Volkswagen þarf að eyða gríð-
arlegum upphæðum í innkall-
anir og sektir vegna dísilvélas-
vindlsins kemur upp sú spurn-
ing hvort Volkswagen hafi
lengur efni á að halda uppi „nice
to have“-merkjum og losi sig við
þau. Kemur þá fyrst upp í hug-
ann Bugatti, Seat og Ducati,
sem lengi hafa skilað tapi.
Bugatti bara stöðutákn
Matthias Müller, nýráðinn for-
stjóri Volkswagen, hefur sagt
að fyrirtækið verði að hætta
við eða fresta verkefnum sem
ekki eru nauðsynleg rekstri og
uppbyggingu fyrirtækisins á
þessum tímum mikilla fjárút-
láta. Bugatti hefur aldrei skilað
hagnaði til Volkswagen frá því
fyrirtækið var keypt árið 1998.
Bugatti hefur þótt stöðutákn
fyrir Volkswagen, sem bílasmið-
ur vönduðustu og hraðskreið-
ustu bíla heims, sem seljast
fyrir hundruð milljóna stykk-
ið. Það er allt í lagi að hafa slíkt
merki innan sinna raða þegar
vel gengur og hagnaður ann-
arra fyrirtækja gerir mörg-
um sinnum meira en að greiða
upp tap slíkra stöðutákna. En
nú, þegar skórinn kreppir að
gæti Volkswagen íhugað að losa
sig við fyrirtækið, þar sem það
þarf alla sína fjármuni til að
greiða úr dísilvélasvindlinu.
Margir hafa reyndar spurt sig
hvað Volkswagen hefur frá upp-
hafi haft með Bugatti-merkið
að gera, en ef til vill aldrei eins
og nú.
Seat ekki skilað hagnaði frá 2007
Volkswagen á bæði MAN- og
Scania-vörubíla og rútufram-
leiðendurna, en hefur ekki tek-
ist að ná fram samlegðaráhrif-
um af rekstri þeirra, þó svo
þau nái jafnan fram einhverj-
um hagnaði, litlum þó. Spænski
bílaframleiðandinn Seat sem
tilheyrir Volkswagen-bílafjöl-
skyldunni hefur ekki skilað
hagnaði frá árinu 2007 og bílar
framleiðandans þykja skar-
ast um of við bílalínu Skoda,
sem einnig tilheyrir Volks-
wagen. Það hlýtur því að freista
Volkswagen að losa sig við Seat
ef fjárhagsvandræði steðja að.
Þar kemur þó á móti að rekstur
Seat hefur gengið nokkuð vel á
árinu og líklega verður hagn-
aður af rekstrinum í ár. Einnig
gæti það komið í veg fyrir sölu
á Seat að slík ráðstöfun myndi
mæta andstöðu leiðtoga stéttar-
félaga. Þar sem helmingurinn
af stjórn Volkswagen er nú skip-
aður leiðtogum stéttarfélaga er
ólíklegt að Seat hverfi úr eigna-
safni Volkswagen í bráð. Í verk-
smiðjum Seat er að auki smíð-
uð ein gerð Audi-bíls og frek-
ar er talið líklegt að Volkswagen
muni auka við þá tilhögun.
Fækkar bílamerkjum Volkswagen
Mikil útgjöld vegna dísilvélasvindlsins gætu þrýst Volkswagen til að selja eitthvert bílamerkja sinna.
Höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg.
Það kemur margt spennandi úr
smiðju Mercedes-Benz um þess-
ar mundir. Sportjeppinn GLE
Coupé hefur verið kynntur til
leiks og hann kemur með mörg-
um spennandi vélum. Öflug-
asta útfærslan er 63 AMG og þá
kemur sportjeppinn einnig sem
450 AMG sem er nýr og góður
valkostur. Auk þess verður GLE
Coupé í boði sem 350d og þá með
260 hestafla dísilvél. Nýr GLE
Coupé er sterklegur ásýndum og
með aðlaðandi formlínum. Þakl-
ínan hallar að aftanverðu sem
gefur honum sportlegt coupé-út-
lit. Innanrýmið er vandað og vel
búið tækni og lúxus. Sportjepp-
inn er vel búinn búnaði og í boði
með ýmsum aflmiklum vélum.
AMG útgáfan 557 hestöfl
63 AMG útfærslan er með 5,5
lítra, V8 vél með tveimur for-
þjöppum og aflmeiri en áður. Í
grunngerð skilar vélin 557 hest-
öflum. Hröðun úr kyrrstöðu er
4,3 sekúndur sem er eftirtekt-
arvert í ljósi stærðar og þyngd-
ar bílsins. Vélin er fáanleg enn
aflmeiri í hinni feikna sportlegu
S-Model útfærslu og er þá heil
585 hestöfl. Við þetta fer hröðun
úr kyrrstöðu 100 km niður í 4,2
sekúndur sem er á við fremstu
sportbíla í fólksbílastærð. Undir-
vagni bílsins var enn fremur
breytt í því augnamiði að skila
enn betri aksturseiginleikum
og snerpu. Viðbragð frá vél og
gírskiptingu er sportlegra en
nokkru sinni fyrr og undirstrik-
ar vel aðalsmerki AMG Driv-
ing Performance. Fyrstu GLE
Coupé- bílarnir koma til landsins
á næstu dögum en bíllinn verður
frumsýndur hér á landi í byrjun
næsta árs samkvæmt upplýsing-
um frá Bílaumboðinu Öskju, sem
er umboðsaðili Mercedes-Benz á
Íslandi.
aFlmikill gle Coupé
Þriðji ársfjórðungur var General
Motors ábatasamur því allt frá
því að bandaríska ríkið bjarg-
aði fyrirtækinu frá gjaldþroti
árið 2009 hefur GM ekki skil-
að meiri hagnaði á einum árs-
fjórðungi. Hagnaður GM nam
170 milljörðum króna. Hagnað-
ur GM hefði orðið miklu meiri ef
ekki hefði komið til mikilla bóta-
greiðslna vegna galla í ræsibún-
aði GM-bíla sem olli 124 dauðs-
föllum á undanförnum árum.
Sala bíla GM í Bandaríkjun-
um hefur verið með eindæm-
um góð og mikill hagnaður af
rekstri þar, eða 11,8% á þessum
síðasta ársfjórðungi. Ekki hefur
þessi tala heldur verið hærri
frá árinu 2009. Hlutabréfaverð í
GM hækkaði um 4% við birtingu
þessa góða árangurs GM.
Enn tap í Evrópu
Góður söluárangur náðist einn-
ig í Kína þrátt fyrir að kóln-
að hafi aðeins í bílamarkaðn-
um þar. GM hefur lengi tapað
á rekstri í Evrópu en tapið þar
minnkað úr 387 milljón dollur-
um í fyrra í 231 milljón í ár. Það
er ekki síst batnandi gengi Opel
sem hjálpað hefur til við þennan
bata. GM áætlar að reksturinn
í Evrópu skili hagnaði á næsta
ári. Reksturinn í Suður-Ameríku
versnaði á milli ára og nam tapið
217 milljón dollurum, en var 32
milljónir í fyrra.
Hagnaður GM
ekki hærri frá
gjaldþroti Volkswagen Passat af langbaksgerð.
Sú var tíðin fyrir komu flestra
jepplinga nútímans að milli-
stærðarbílar eins og Volks-
wagen Passat og Ford Mondeo
seldust eins og heitar lummur í
Evrópu og alls seldust 866.000
bílar í þessum stærðarflokki
bíla árið 2011 í Evrópu. Eftir til-
komu sífellt fleiri jepplinga hall-
aði undan sölu þessara milli-
stærðarbíla og í fyrra seldust
543.607 slíkir bílar í álfunni.
Því er þó spáð að sala slíkra bíla
muni verða um 600.000 árin 2015
til 2018 og því eru þeir aftur að
sækja í sig verðið. Mesta breyt-
ingin í sölu slíkra bíla er þó fólg-
in í því að flestir kaupendur
þeirra velja langbaksútfærslur
þeirra, eða um 60% í fyrra en
það hlutfall var aðeins 30% árið
2000. Kaupendur þeirra meta
góða flutningsgetu þeirra en
margir þeirra hafa meira flutn-
ingsrými en jepplingar og að
auki eru þessir bílar flestir ódýr-
ari en þeir og með meiri aksturs-
getu.
90% millistærðarbíla í Þýskalandi
langbakar
Í Þýskalandi velja kaupendur
millistærðarbíla í 90% tilfella
langbaksútfærslurnar, en hlut-
fallið í öðrum löndum er þó lægra
en vaxandi. Í Bretlandi er það
37% en aðeins 28% á Spáni. Sví-
þjóð er með hæsta hlutfallið í
Evrópu með 95% bílanna í lang-
baksútfærslu og á Ítalíu eru þeir
90% líkt og í Þýskalandi, en í
Frakklandi eru þeir 52%. Lang-
flestir millistærðarbílar seld-
ust í Þýskalandi í fyrra eða
143.524. Næst þar á eftir er Bret-
land með 95.197, svo Frakkland
með 53.592, Spánn með 31.955,
Pólland með 26.895 og Svíðþjóð
með 25.676. Í tilviki söluhæsta
bíls Evrópu í þessum flokki bíla,
Volkswagen Passat, seljast 79%
þeirra í langbaksútfærslu og á
salan í heimalandinu Þýskalandi
þar mestan hlut. Samsvarandi
hlutfall fyrir Ford Mondeo, næst
söluhæsta bílinn, er 52%.
40% söluaukning Passat og 57%
á Mondeo
Í ár hefur sala í flokki milli-
stærðarbíla vaxið um 12% á fyrri
helmingi þessa árs og á tilkoma
nýrra kynslóða Volkswagen Pas-
sat, Ford Mondeo og fleiri bíla
mikinn þátt í því. Söluhæsti bíll-
inn er sem fyrr segir Volkswagen
Passat og seldust 111.292 slíkir á
þessum fyrstu 6 mánuðum árs-
ins og jókst sala hans um 40% frá
fyrra ári. Næstsöluhæsti bíllinn
er Opel Insignia með 49.243 bíla
en sala hans minnkaði um 5% á
sama tíma. Þriðji söluhæsti bíll-
inn er Ford Mondeo með 41.215
bíla og seldust 57% fleiri bílar en
í fyrra. Í fjórða sæti er Peugeot
508 með 24.471 (7,3% aukning)
bíl, svo Skoda Superb með 24.362
(1,3% aukning) bíla og Mazda6
í sjötta sæti með 15.948 (8,3%
minnkun) bíla.
langbakar 60% aF stærri
Fólksbílum í eVrópu
Umsjón blaðsins
Finnur Thorlacius
finnurth@365.is
Útgáfufélag
365 miðlar ehf.
Skaftahlíð 24
105 Reykjavík
Sími 512 5000
Auglýsingar
Atli Bergmann
atlib@365.is
Sími 512 5457
Hönnun
Silja Ástþórsdóttir
siljaa@frettabladid.isBílAr
visir.is/bilar
bílar
Fréttablaðið
2 3. nóvember 2015 ÞRIÐJUDAGUR