Fréttablaðið - 03.11.2015, Síða 18

Fréttablaðið - 03.11.2015, Síða 18
www.visir.is/bilar Bílar Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius finnurth@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Sími 512 5457 Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Sala nýrra bíla í Bandaríkjun- um í ár hefur verið einkar góð og þrátt fyrir að sölutölur fyrir ný- liðinn október séu ekki komnar í hús er búist við því að hann verði sá næst söluhæsti frá upp- hafi. Spáð er allt að 1,42 milljóna bíla sölu og að heildarsala árs- ins stefni í 17,3 til 17,6 milljón- ir bíla. Ef salan nær 1,42 millj- ónum væri það 12% aukning frá fyrra ári. Árið 2001 náði sala bíla í október 1,7 milljónum bíla. Það voru svokölluð 0% bílalán sem kynnt voru í kjölfar 9/11 hryðju- verkaárásanna í þeim mánuði sem örvaði svo stórlega söluna. Besta söluár nýrra bíla í Banda- ríkjunum var aldamótaárið 2000 en þá seldust 17.402 milljónir bíla. Enn stærra bílasöluár á næsta ári Árið í ár gæti hæglega náð þeirri tölu og búist er við því að næsta ár verði enn meira bílasöluár og spár til þess bærra aðila er 17,8 milljón bílar. Í fyrri hluta októ- ber voru 58% seldra nýrra bíla pallbílar, jepplingar og jeppar og svo virðist sem eingöngu hefð- bundnir fólksbílar renni ekki út sem heitar lummur. J.D. Power spáir 15% söluaukningu pallbíla, jeppa og jepplinga og 2,6% sölu- minnkun fólksbíla í október og væri það í takti við sölu ársins fram að þessu. Fyrirtækið spáir að Volkswagen-bílafjölskyld- an muni auka söluna um 5,1% þrátt fyrir dísilvélasvindlið, en góð sala Audi-bíla muni vega upp söluminnkun Volkswagen-bíla. J.D. Power spáir því enn frem- ur að GM, Ford og Fiat Chrysler muni auka markaðshlutdeild sína í október en Toyota, Honda og Nissan tapi hlutdeild. Það eru því bjartir tímar hjá bandarískum bílaframleiðendum á meðan þeir japönsku verja sína hlutdeild. Búist við næst- söluhæsta októBer Stefnir í álíka mikla heildarsölu og metárið 2000, en þá seldust 17,4 milljónir bíla. Spáð er enn meiri sölu á næsta ári. Pallbílar, jeppar og jepplingar rjúka nú út í Bandaríkjunum. Það er ekki óalgengt að bílaframleiðendur framleiði bíla fyrir ein- stök markaðssvæði og Fiat er nú að markaðssetja þennan smáa pallbíl fyrir Brasilíubúa. Fiat hefur reyndar ekki verið þekkt fyrir framleiðslu pallbíla, en þar sem Chrysler og Jeep tilheyra nú Fiat- samstæðunni er aldrei að vita nema mikil breyting verði á. Bíllinn heitir Toro og er byggður á sama undirvagni og Jeep Renegade, en er 66 cm lengri, en 25 cm styttri en Ford Ranger. Hann má fá með 138 hestafla bensínvél og 170 dísilvél og bæði framhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn. Fiat Toro getur togað aftanívagn allt að einu tonni, sem telst þó ekki mikið miðað við stóra bandarísku pallbílana, en hér er miklu minni bíll á ferð. Hann tekur fimm í sæti og Fiat segir að þar ferðist fólk í heilmiklum lúxus. Fá má bílinn í þremur út- færslum, Urban, Adrenaline og Country. Með dísilvélinni má velja milli 6 gíra beinskiptingar eða 6 gíra sjálfskiptingar. Hann má velja með LED-aðalljós, þokuljós, með varnarhlífum fyrir undirvagn, fimm tommu upplýsingaskjá og topplúgu. Í fyrstu mun þessi pallbíll aðeins fást í Brasilíu, hvað sem síðar verður. Fiat-pallbíll fyrir Brasilíu Audi á stærstu bílvélaverksmiðju Ungverjalands, nánar tiltekið í Györ. Þar eru smíðaðir Audi-bílarnir Audi TT og Audi A3, auk gríð- armagns véla Audi fyrir mun fleiri bílgerðir. Þessi verksmiðja Audi er stærsta útflutningsfyrirtæki í Ungverjalandi. Audi ætlar ekki að láta þar við sitja, heldur auka við fjárfestingu sína í Györ og það upp á 148 milljarða króna. Þessi aukning mun skapa 380 ný störf í verksmiðjunni. Það skyggir aðeins á dýrðina hvað þessa verksmiðju varðar að í henni voru framleiddar þrjár milljónir af þeim ellefu milljónum véla sem Volkswagen-bílafjölskyldan er nú sek um að tengja við svindlhugbúnað. Af því hafa Ungverjar haft áhyggjur, en þar á bæ vissu menn ekki að vélar þeirra yrðu tengdar við þennan hugbúnað sem slekkur á mengunarvarnarbúnaði vélanna þegar þær eru ekki mældar á trillum. Mercedes Benz framleiðir 100.000 bíla í Ungverjalandi á hverju ári og Opel 80.000 bíla.Í Ungverjalandi eru nú um 7.000 fyrirtæki sem fjármögnuð hafa verið með fé frá Þýska- landi og samstarf ríkjanna er mikið á sviði framleiðslu og viðskipta. audi fjárfestir fyrir 148 milljarða í Ungverjalandi Það er ekki á hverjum degi sem sigurbíll í mótaröðinni World Rally Chamionship (WRC) er til sölu en það er bíll Norðmannsins Petters Solberg nú. Hann keppir nú á þessum bíl í WorldRX-mótaröðinni og er efstur ökumanna þar og þarf aðeins að enda meðal fjögurra efstu manna í síðustu keppninni til að tryggja sigurinn í mótaröð- inni þetta árið. Það er hins vegar að auki að frétta af Petter Solberg að hann hefur nýverið afþakkað að aka fyrir Toyota í París-Dakar þolakstrinum og helsta ástæða þess er að hann telur sig ekki hafa nægan tíma til að æfa sig fyrir kappaksturinn, sem hefst í byrjun næsta árs, og að aðlagast nýjum bíl. Hann hefur þó ekki slegið loku fyrir það að aka í keppninni árið 2017. Citroën-sigurbíll Petters Solberg til sölu Mercedes Benz kynnti þennan strumpastrætó á bílasýningunni í Tókýó, sem hófst um miðja síð- ustu viku. Þarna fer straumlínu- lagaður afar tæknivæddur bíll. Farþegar hans þurfa ekki að aka honum, heldur fremur leika sér í öllum tæknibúnaðinum sem í bílnum er. Grill bílsins er upp- lýst og á að skipta litum eftir því sem hvers konar tónlist farþeg- arnir velja sér. Ytra útlit bílsins er naumhyggjulegt og einfalt en afar straumlínulagað. Innanrým- ið er hins vegar afar þægilegt fyrir þá fimm farþega sem bíll- inn tekur. Farþegarnir ganga inn um vængjahurð og setjast ekki í hefðbundin bílsæti heldur afar þægilega bekki sem líkjast frek- ar sófum. LED-skjáir eru í hlið- um bílsins til afþreyingar fyrir farþegana og sci-fi holographic afþreyingarkerfi er einnig í bíln- um. Komi til þess, í einhverj- um tilvikum, að einhver þurfi að aka bílnum sprettur fram stýri og bílstjórasæti úr einum sóf- anum. Drifrás bílsins saman- stendur bæði af vetnisbrennandi mótor og rafmótorum með 980 km drægni og eru 190 km þess eingöngu á rafmagni. sjálfakandi framtíðar- sýn Benz í tókýó Bílar Fréttablaðið 4 3. nóvember 2015 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.