Fréttablaðið - 03.11.2015, Síða 20
3,01 l bensínvél og rafmótor-
ar, 416 hestöfl
Fjórhjóladrif
Eyðsla 3,4 l/100 km
í bl. akstri
Mengun 79 g/km CO2
Hröðun 5,9 sek.
Hámarkshraði 243 km/klst.
Verð 13.490.000 kr.
Umboð Bílabúð Benna
l Ekkert varadekk
Porsche cayenne
s hybrid
kEMUr á óVart
Hve sportlegir eiginleikar eru í
þessum jeppa
Hversu mikið rífandi afl er í bílnum
Að þessi gerð Cayenne skuli vera
ódýrasta gerð hans
Porsche cayenne s hybrid
Finnur Thorlacius reynsluekur
S
jaldan áður hefur
læðst að mér sú til
finning að aka bíl sem
hefur allt sem kröfu
harður ökumaður
óskar sér, en það gerð
ist í tilfelli reynslu
aksturs Porsche Cayenne S Hyb
rid. Þessi bíll er rammur að afli
með sín 416 hestöfl og er svo
góður akstursbíll að engu er lík
ara en að vera með góðan sport
bíl í höndunum. Hann er algjör
lega troðinn lúxus eins og eðlilegt
má reyndar telja með Porschebíl
og að auki svo fallegur að eftir er
tekið, sérstaklega að innan. Hann
er PlugInHybrid bíll sem ekur
á rafmagni allt að 36 fyrstu kíló
metrunum og hleður að auki inn
allt það afl sem annars myndi
tapast við hemlun. Hann er jeppi
sem kemst talsvert í ófærum og
reynsluakstursbíllinn var á loft
púðafjöðrum, en það leyfir öku
manni að hækka bílinn svo að 30
cm eru undir lægsta punkt. Hann
er frábær ferðabíll sem fimm far
þegar ferðast í með miklum stíl
og auk þess tekur hann mikinn
farangur. Bíllinn eyðir 3,4 lítrum
og er það náttúrulega með hrein
um ólíkindum fyrir svo stóran
jeppa. Hvað getur maður beðið
um meira? Hann mengar að auki
aðeins 79 g/km af CO2 og fellur
því í hagstæðan vörugjaldsflokk.
ekki dýr vegna lágra vörugjalda
Fyrir þetta allt hlýtur fólk að
greiða ógnarupphæð, en viti
menn, svo er alls ekki. Þessi
magnaði bíll kostar ekki mikið
meira en aðrir lúxusjeppar sem
boðnir eru hér á landi nú. Hann
kostar 13.490.000 kr. en svip
aða upphæð þarf að greiða fyrir
margan annan jeppann sé hann
með eitthvað í nánd við allan
þann búnað sem fyrirfinnst í
honum þessum. Það sem gerir
það að verkum að þessi bíll er á
svo góðu verði eru þau lög sem
gilda hér á landi um bíla sem
menga lítið, og er það vel. Þar
sem mengun þessa bíls er svo lág
fellur hann í ljúfan vörugjalds
flokk á meðan aðrir jeppar falla
flestir í háa vörugjaldsflokka,
allt að 65%. Forvitnilegt er að
bera saman verð á þessum bíl í
Einn mEð öllu
Porsche Cayenne S Hybrid er allt í senn
sportbíll, torfærubíll, ferðalagabíll, glæsibíll,
sparibaukur, lítið mengandi og á fínu verði.
Er ódýrasta gerð Porsche Cayenne.
Porsche Cayenne S Hybrid er auðþekkjanlegur á grænum bremsubúnaðinum. mynd/Vilhelm
JEPPADEKK
fyrir íslenskar aðstæður
Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is
Bílar
Fréttablaðið
6 3. nóvember 2015 ÞRIÐJUDAGUR