Fréttablaðið - 03.11.2015, Side 22

Fréttablaðið - 03.11.2015, Side 22
Þann 21. október árið 1965 kynnti Subaru þennan Subaru 1000 bíl á Hilton-hótelinu í Tókýó og átta dögum síðar á Tokyo Motor Show. Þessi bíll markaði mikil tímamót hjá Sub- aru, en þetta var fyrsti bíll fyr- irtækisins sem ekki var smá- bíll, eða svokallaður „kei car“. Bíllinn var á þessum tíma afar tæknilega vel búinn og hönnun bílsins markaði tímamót í fram- leiðslu bíla Subaru. Þessi bíll breytti líka miklu fyrir mögu- leika Subaru á útflutningi bíla. Þegar bíllinn var kynntur voru ekki nema átta ár síðan Subaru framleiddi sinn fyrsta bíl, Sub- aru 360, en hann var fjórhjóla- drifinn kei-bíll. Markaðurinn krafðist stærri bíla Þegar Subaru 1000 bíllinn var kynntur var að myndast mikil þörf á meðal japanskra kaup- enda fyrir stærri og þægilegri bíla með meiri tækni og Sub- aru 360 uppfyllti ekki þá þörf. Subaru hafði reyndar byrjað að hanna bíl í stíl við Subaru 1000 árið 1954, bíl sem byggður var á plötu en ekki grind. Hann átti þó að vera með vél frá Peugeot en Fuji Heavy Industries, eigandi Subaru, hætti við að nota hana og smíðaði þess í stað vél sem var 20% léttari, án þess að tapa afli. Ekta Japanar þar á ferð. Úr varð bíll sem fékk nafnið Subaru 1500 og vitnaði í sprengirými bílsins. Aðeins voru framleidd tuttugu eintök af bílnum sem flest voru notuð sem leigubílar í borginni Gunma í Japan. Hætt var við smíði bílsins og myndað rými fyrir smíði Subaru 360, þar sem ekki var markaður talinn fyrir þetta stóran bíl enn, en það átti eftir að breytast. Enn var þó haldið áfram að þróa 1500-bílinn og fékk hann vinnuheitið A-5. Átti að uppfylla fimm skilyrði Bíllinn átti að uppfylla fimm skilyrði. Hann átti að vera rúm- góður og þægilegur að innan, með mikið skottrými. Halda átti þyngd bílsins niðri og auðvelt átti að vera að gera við hann og aðgengi til viðgerða og skoð- ana á viðhaldshlutum átti að vera gott. Sjálfstæð fjöðrun átti að vera á öllum hjólum til að tryggja góða aksturseiginleika og stöðugleika bílsins. End- ing hans átti að skara fram úr. Miklar prófanir áttu svo að fara fram á bílnum við lítinn sem mikinn hraða og við erfiðar jafnt sem auðveldar aðstæður. 30 einkaleyfi úr Subaru 1000 Svo mikið var lagt í þennan bíl að í kjölfarið sótti Subaru um 30 einkaleyfi á uppfinningum sem finna mátti í bílnum. Mjög full- komið kælikerfi var fyrir vélina sem aldrei hafði sést áður. Vélin átti að vera neðarlega í bíln- um til að tryggja lágan þyngd- arpunkt og góða aksturseigin- leika. Það varð síðar til smíði Boxer-véla Subaru og hefur verið eitt aðalsmerkja Subaru- bíla síðan. Öll sú vinna sem fór fram við þróun þessa bíls skil- aði sér síðan í framtíðarbílum Subaru sem allar götur síðan hafa verið afar áreiðanlegir og tæknilega sniðugir bílar. 50 ár frá tíma- mótabíl Subaru Fyrsti bíll Subaru sem ekki var smábíll og undanfari geysivinsælla bíla Subaru. Þrátt fyrir dísilvélasvindl Volkswagen heldur dótturfyrir- tækinu Audi áfram að ganga vel og ræður nú fólk í löngum bunum. Audi var alls ekki laust við dísilvélasvindlið því 2,1 milljón Audi-bíla var ein- mitt með svindlhugbúnaðinn og verða þeir allir innkallað- ir. Audi heldur þó sínu striki og eftirspurnin eftir bílum fyrir- tækisins er áfram mikil og svo góð að Audi ræður áfram fólk eins og til stóð áður en svindlið uppgötvaðist. Audi hefur margt nýtt á prjónunum, meðal ann- ars nýjan Audi A4, nýjan Audi TT RS og Audi E-Tron Quattro rafmagnsbíl sem er glænýr bíll frá Audi. Enn fremur áætlar Audi að starfsfólk í verksmiðj- um Audi verði verðlaunað með vænum bónus við árslok eins og á síðustu árum. Það muni ekki breytast þó svo dálkar flestra fjölmiðla séu uppfullir af fréttum um dísilvélasvindl Volkswagen.  Audi heldur áfram að ráða Nýi sportjeppinn Hyundai Tuc- son var nýlega valinn í undan- úrslit þar sem keppt verður um titilverðlaun AUTOBEST 2016. Það var dómnefnd 26 bíla- blaðamanna í Evrópu sem valdi Tucson til að keppa um titil- inn „bestu bílakaupin í Evrópu 2016“ og er tilnefningin enn ein skrautfjöðrin í hatt Hyundai fyrir vel heppnaða hönnun sem móttökur á öllum helstu mörk- uðum bera vitni um. Tucson er flaggskip sportjeppa í Evr- ópulínu Hyundai sem einkenn- ist af svipmikilli hönnun, sumir segja ábúðarfullu svipmóti, þar sem mikið rými, tækninýjung- ar, munaður og snjallar lausnir fara saman ásamt góðu og sam- keppnishæfu verði. Búið að panta 61 þúsund bíla Á þeim skamma tíma sem lið- inn er frá Evrópukynningu Tuc- son, sem fram fór í september, er sportjeppinn nú þegar orð- inn einn mest seldi bíll Hyundai á meginlandinu. Meira en 61 þúsund bílar hafa verið pantað- ir og hefur enginn bíll frá Hy- undai hlotið viðlíka móttökur á jafn skömmum tíma og Tucson hefur afrekað. Hyundai Tuc- son var hannaður á teikniborði Hyundai í Evrópu þar sem hann er einnig framleiddur, nánar til- tekið í Tékklandi. Autobest-samtökin hafa ný- lega útvíkkað starfsemi sína. Sem dæmi um það er núver- andi dómnefnd sett saman með þeim hætti að hún endur- spegli sem best dreifingu fólks- fjölda í Evrópu. Þannig koma nú hinir 26 dómarar sem sitja í valnefndinni frá löndum þar sem 91% íbúa Evrópu býr. End- anlegt val á bestu bílakaupun- um 2016 í Evrópu verður kunn- gert 15. desember eftir ítar- legar og strangar prófanir á reynsluakstursbrautinni Navak, skammt frá Belgrad í Serbíu. tilnefndur Sem „beStu bílakaupin í evrópu“ Gríðarleg sala á Hyundai Tucson og 61.000 eintök þegar pöntuð.  Volkswagen mun líklega skila 465 milljarða króna tapi á þriðja ársfjórðungi þessa árs og yrði það í fyrsta skipti á síð- astliðnum 15 árum. Nýráð- inn forstjóri Volkswagen þarf einnig að svara spurningum fjárfesta í fyrirtækinu hvern- ig fyrirtækið kemur til með að vinna aftur traust viðskipta- vina í kjölfar dísilvélasvindls- ins. Volkswagen skilaði um það bil sömu upphæð í hagn- að á síðasta ári og tapið nemur nú. Það sem skýrir tapið nú er að Volkswagen hefur sett 930 milljarða króna til hlið- ar vegna kostnaðar í kjöl- far dísilvélasvindlsins. Ef svo hefði ekki verið hefði Volks- wagen skilað ámóta hagnaði og í fyrra. Óljóst hver kostnaðurinn við dísilvélasvindlið verður Því hefur þó verið spáð að kostnaðurinn verði þrefalt hærri og allt upp í tólf sinn- um hærri. Ef svo færi er talið nokkuð víst að fyrirtæk- ið verði að selja frá sér eign- ir og leita hugsanlega líka til fjárfesta um frekara fjár- magn. Heildarfall hlutabréfa í Volkswagen nemur nú 3.000 milljörðum króna og því er von að fjárfestar í fyrirtæk- inu séu ekki með kátasta móti. Forstjóri Volkswagen segir að fyrirtækið geti jafnað sig á svindlinu á tveimur til þrem- ur árum með því að taka rétt- ar ákvarðanir, straumlínulaga fyrirtækið og gera því kleift að taka snöggar ákvarðanir án þess að þær verði stöðvaðar af yfirstjórn þess, en með þess- um orðum ýjar hann að því að erfitt hafi verið undanfarin ár að koma réttum ákvörðunum í gegn vegna stífni að ofan. volkSwagen með fyrSta fjórðungStapið í 15 ár Skýrist af því að Volkswagen hefur sett 930 milljarða króna til hliðar vegna dísilvélasvindlsins en annars hefði orðið hagnaður. Volkswagen-bílafloti fyrir utan eina verksmiðjuna.Audi E-Tron Subaru 1000 markaði mikil tímamót í bílasmíði fyrirtækisins. Hyundai Tucson hefur fengið frábærar viðtökur á stuttum tíma. bílar Fréttablaðið 8 3. nóvember 2015 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.