Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.11.2015, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 03.11.2015, Qupperneq 23
A rctic Track ehf. er ungt fyrirtæki sem þjónustar alla þá sem áður voru tengd­ ir með ökuritum við flotastjórnunarkerfið SAGAsystem. Undan­ farin þrjú ár hefur verið unnið að auknu framboði á þjónustuleið­ um sem nýta má með tengingu ökurita í ökutæki landsins. Arctic Track ehf. er dótturfélag Securi­ tas hf. og að fullu í eigu þess. Að sögn Hlyns Rúnarssonar, fram­ kvæmdastjóra fyrirtækisins, gefur samvinna við móðurfélagið þeim kleift að veita viðskiptavin­ um frábæra þjónustu hvort sem starfsemi þeirra er á höfuðborg­ arsvæðinu eða utan þess. „Við höfum kappkostað að velja trausta birgja hvort sem það á við um efniskaup, fjarskipti og ekki síst örugga aðila við vistun tölvu­ véla og hugbúnaðar þar sem við leggjum ríka áherslu á gagna­ öryggi og persónuvernd.“ Meðal viðskiptavina AT Track eru bílaleigur en undanfarin ár hafa verið settir ökuritar í bíla­ leigubíla af öllum stærðum. „Ökuritinn greinir hvort bíla­ leigubíllinn hafi orðið fyrir höggi þannig að hægt er að skoða bíl­ inn betur þegar honum er skilað. Þannig er hægt að kanna hvort tjón hafi orðið á viðkvæmum hlutum í undirvagni hans, eins og stýrisbúnaði, áður en að hann fer aftur í útleigu.“ Kerfið greinir hvort bíllinn hafi farið út á fyrirfram ákveðin „rauð svæði“ eins og alla hálend­ isvegi landsins (F­vegi) auk þess sem það greinir hvort akstur bíla eigi sér stað utan vega. „Um leið aðstoðar kerfið starfsfólk bíla­ leigunnar að finna viðkomandi bíl í rauntíma, hvort sem þörf er á aðstoð vegna bilunar eða hrein­ lega til að sækja bílinn þar sem hann hefur verið skilinn eftir.“ Nýtist ungum ökumönnum AT­kerfin geta einnig nýst for­ eldrum og ungu fólki til að verða fyrirmyndarökumenn. „Þau halda utan um hámarkshraða allra gatna og greina hvort bíl sé ekið yfir hámarkshraða. Þann­ ig er það hluti af einkunnagjöf ökumannsins ásamt þeim frá­ vikum sem hann veldur eins og grófri hröðun, hemlun og kröpp­ um beygjum.“ Um leið birtast öll frávik og akstur yfir leyfðum hámarks­ hraða myndrænt á korti þar sem fram kemur hver villan er, t.d. „Hraði: 72, Götuhraði: 50, Gata: Ánanaust“. Með því móti hafa forráðamenn og ungu ökumenn­ irnir umræðugrundvöll til að ræða saman um hvernig betur má fara á sanngjarna hátt. „Þetta auðveldar líka ungum ökumönnunum að láta ekki undan þrýstingi „aftursætisbílstjóra“ um að sýna hvað bíllinn kemst hratt. Þannig er hægt vísa til þess að bíllinn sé útbúinn öku­ rita og að líkurnar á að fá bíl­ inn lánaðan aftur minnki tölu­ vert ef ekki er farið eftir settum reglum.“ Aukin umhverfisvitund Fyrirtæki sem reka bílaflota hafa einnig mikinn hag af AT­kerfunum að sögn Hlyns. „Með því að fækka óþarfa frávikum og minnka hrað­ akstur starfsmanna á bílum fyrir­ tækja, eykst ending á öllum slit­ flötum bílsins á borð við bremsur, stýrisbúnað, hjólbarða og ekki síst lækkun eldsneytiseyðslu.“ Einnig má með þessu móti stuðla að frekari umhverfisvitund öku­ manna fyrirtækja að sögn Hlyns. „Ökuritinn gerir okkur kleift að mæla hvort bíll er látinn ganga í lausagangi og með því getum við minnkað óþarfa mengun og elds­ neytiseyðslu. Starfsmenn geta fengið aðgang að þeim bíl sem þeir hafa aðgang að í gegnum Góðakst­ urskerfi AT og fylgst sjálfir með hvernig þeir hafa keyrt og hvar þeir geta helst bætt sig.“ Aukin þjónusta Rekstrarleigufélög nýta sér einnig þjónustu AT með því að fá til sín upplýsingar um fjölda ekna kílómetra þannig að hægt er að kalla þá bíla og tæki sem þau eru með í rekstrarleigu inn í þjónustuskoðun þegar við á. Þessi gögn berast rafrænt inn í kerfi rekstrarleigufélag­ anna þannig að ekki er um neina aukaskráningu að ræða. Bílaumboð og verkstæði geta einnig bætt þjónustu sína með Þjónustubókinni sem er ein af þjónustuleiðum AT. „Þar geta bílaumboð og verkstæði boðið viðskiptavinum sínum aukna þjónustu og kallað inn bíla sem t.d. eiga að fara í smurningu, ábyrgðarskoðun eða aðra lög­ bundna skoðun.“ Réttlátari gjaldheimta Með breyttri orkunotkun öku­ tækja eykst þörfin á að breyta fyrirkomulaginu við inn­ heimtu veggjalda enda erfitt að innheimta eldsneytisgjald af bílum sem ekki nýta brenn­ anlega orkugjafa. „Rafræn­ ar mælingar á akstri ökutækja stuðla að réttlátari gjaldheimtu veggjalda, hvort sem um er að ræða fólksbíla, vöruflutninga­ bíla, rútur eða önnur tæki sem aka um vegi landsins. Auk þess er hægt að dreifa álagi umferð­ ar á gatnakerfi landsins með fleiri gjaldsvæðum og upp­ lýsingum um hvenær dags er ekið.“ Vegtolla vegna framkvæmda nýrra mannvirkja má einnig innheimta með rafrænum skrán­ ingum frá ökuritum bílsins að sögn Hlyns. „Þá er ekkert því til fyrirstöðu að nýta ökurita í bíla­ leigubílum og öðrum fólksflutn­ ingabílum sem aka með ferða­ menn á þá staði sem þörf er á gjaldheimtu. Með því móti þarf ekki að koma upp hliðum og girðingum né öðrum búnaði á hverjum stað fyrir sig með til­ heyrandi kostnaði og mannafla.“ Frábær þjónusta með hjálp ökurita Bílstjórar, bílaleigur og fyrirtæki með bílaflota geta nýtt ökurita sem tengdir eru við flota stjórnunar kerfið SAGAsystem á fjölbreyttan hátt. AT-kerfið greinir tjón á bifreiðum, hvort bíllinn hafi verið keyrður utan vega og aðstoðar ungt fólk við að verða fyrirmyndarökumenn. „Við höfum kappkostað að velja trausta birgja hvort sem það á við um efniskaup, fjarskipti og ekki síst örugga aðila við vistun tölvuvéla og hugbúnaðar þar sem við leggjum ríka áherslu á gagnaöryggi og persónuvernd,“ segir Hlynur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Arctic Track ehf. MYND/STEFÁN Kynning Fréttablaðið 9bílarÞRIÐJUDAGUR 3. nóvember 2015

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.