Fréttablaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 24
volvo v60 cross country Finnur thorlacius reynsluekur S ú aðferð að hækka bíla á fjöðrunum, stækka stuðarana og bæta við hlífðarplötum hér og þar til að gera bílinn kraftalegri og líklegri til átaka er ekki ýkja flókin aðgerð, en þetta er einmitt aðferðin sem beitt var við fyrstu Subaru Outback og Audi All- road-bílana og það svínvirkaði. Af hverju ætti það ekki líka að virka fyrir Volvo? Reyndar gerði Volvo þetta fyrst árið 1997 með V70 langbakinn og kallaði bíl- inn þá Volvo V70 Cross Country. Þessum V60 Cross Country skal þó ekki rugla saman við aðra XC- bíla Volvo, en þeir eru líkari jepp- lingum eða jeppum nútímans á meðan þessi bíll er enn nær fólks- bílum þrátt fyrir aukna veg- hæð. Volvo V60 Cross Country er með 6,5 cm meiri veghæð en hefðbundinn V60 og einnig má fá þann bíl með fjórhjóladrifi, líkt og V60 Cross Country. Hann fæst þó einnig framhjóladrifinn og þannig var reynsluakstursbíllinn. V60 Cross Country kemur hins vegar á 18 eða 19 tommu felgum með stærri dekk til að þola meiri torfærur auk þess að vera með brekkuaðstoð og leiðsögukerfi sem staðalbúnað. Aðrar minni- háttar útlitsbreytingar fylgja einnig. stóð sig vel í talsverðri ófærð Þegar Volvo V60 Cross Country var reyndur fyrir stuttu fékk hann bæði að kynnast malbikinu vel en einnig afar slæmum vegi á leið í hjólatúr yfir Svínaskarð milli Skálafells og Móskarðs- hnjúka. Fyrir það fyrsta reyndist ekki mikið mál að koma hjólinu inn í bílinn án þess að taka hjól af því, en til þess þarf að fella aft- ursætin. Vegurinn þangað var hinn mesti hroði en það verð- ur ekki sagt annað en að þessi bíll hafi staðist prófið þar sem hann fór fimlega yfir mýmarga og djúpa drullupollana sem á vegi hans urðu sem og afar gróf- an veg í öllum skilningi. Þessi bíll var hinn besti ferðafélagi og átti greinilega meira inni ef færð- in hefði versnað enn meir. Veg- hæðin leyfði það að aka nokkuð djarflega og fjöðrun hans var til fyrirmyndar. Það vakti eftirtekt hvað hann var hljóðlátur og ekk- ert heyrðist í undirvagni bílsins, en slíka kröfu er óhætt að gera þegar lúxusbíll er annars vegar, en allir bílar Volvo falla í þann flokk. Aðeins varð vart við und- irstýringu þegar mikið er á hann lagt en hann bætir það eiginlega upp með annarri lipurð og það er ekki frá því að akstur þessa netta bíls sé ánægjulegri en stærri bræðra hans úr Volvo-fjölskyld- unni. spræk en þyrst dísilvél Aflleysi hrjáir ekki bílinn með D4-dísilvélinni, en hún reynd- ist aðeins of þyrst. Aldrei sást minni meðaleyðsla en ríflega 11 lítrar þrátt fyrir að um týpísk- an blandaðan akstur á þjóðvegum og í þéttbýli væri að ræða. Akst- ur á malbiki var afar ljúfur og gaman að taka á bílnum í kröpp- um beygjum þar sem hann hallar sér sáralítið í þær og er eins og góður fólksbíll hvað það varðar. Svo sem ekki skrítið í ljósi þess að bíllinn er hækkaður fólks- bíll. D4-dísilvélin er nægilega öflug fyrir þennan bíl þó gaman væri að hafa hann með 240 hest- afla T5-bensínvélinni eins og bíll- inn er helst seldur vestanhafs. Vélin er 2,0 lítra með forþjöppu og skilar 190 hestöflum og afar góðu 400 Nm-togi. Vélinni teng- ist svo 8-gíra sjálfskipting sem gerði sitt og vel það. Uppgefin eyðsla bílsins er 4,6 lítrar en það var reynsluakstursmanni hulin ráðgáta hvernig hún ætti að nást í ljósi þess að bíllinn fór aldrei niður fyrir 11 lítra í þeim bland- aða akstri sem ekinn var. Þessar tölur eru kannski ein birtingar- mynd þeirrar gagnrýni sem allir bílaframleiðendur hafa fengið undanfarið, að miklu muni á upp- gefinni eyðslu og rauneyðslu. Fæst frá 6.190.000 kr. Framsætin í bílnum eru ferlega góð og öll sætin falleg. Fóta- og höfuðrými aftur í er fínt og ein- falt og fljótlegt að fella þau niður. Farangursrými er þokkalegt, en hafa verður í huga að þarna fer hækkaður fólksbíll, en ekki risa- stór jeppi sem taka á hálfa bú- slóð. Innréttingin í þessum bíl er eins og almennt má segja um Volvo-bíla, flott og snyrtileg og sem fyrr naumhyggjuleg, einföld og gáfulega uppsett. Þar hefur Volvo sérstöðu og takkaflóðið er ekki beint að þvælast fyrir. Svo er alltaf gott til þess að vita að öryggismálin eru alveg til fyrir- myndar í Volvo-bílum, enda leið- andi bílaframleiðandi þar á ferð. Volvo V60 má fá frá 6.190.000 krónum en fyrir fjórhjóladrifsút- gáfuna þarf að leggja um 700.000 kr. við, en þá kemur hann með 2,4 lítra dísilvél með meira togi þó hestaflatalan sé sú sama. Fallegur Falleg og naumhyggjuleg innrétting. einFalt Mælaborð einfalt mælaborð sem skipta má um lit í. stæðilegur á vegi og veghæðin mikil. Háfættur VolVo V60 Cross Country Er eins konar torfæruútgáfa Volvo V60 og 6,5 cm hærri frá vegi. Reyndist góður akstursbíll með glettilega góða torfærueiginleika og er með aflmikla en þyrsta dísilvél. 2,01 l dísilvél, 190 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla 4,6 l/100 km í bl. akstri Mengun 120 g/km CO2 Hröðun 7,6 sek. Hámarkshraði 220 km/klst. Verð 6.190.000 kr. Umboð Brimborg l Aksturseiginleikar l Torfærugeta l Hljóðlátur l Eyðsla l Engar bensínvélar VolVo V60 Cross Country mynd/Vilhelm Bílar Fréttablaðið 10 3. nóvember 2015 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.