Fréttablaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 26
Renaultsport, sportbíladeild
franska bílaframleiðandans Ren-
ault, kynnti bílinn Renaultsport
RS 01 í fyrra og var þeim bíl
ætlað að leysa af hólmi Mégane
Trophy-bílinn í Renault World
Series og GT3-keppnisröðina.
Það hefur hins vegar komið í ljós
að bíllinn er alltof snöggur og
hraðskreiður fyrir GT3-keppn-
isröðina og því hefur Renualt-
sport þurft að gera ýmsar breyt-
ingar, sem flestum þætti óæski-
legar, til að gera bílinn hægari
og löglegan í GT3. Renaultsport
RS 01 er ógnarléttur með kol-
trefjayfirbyggingu frá Dallara.
Hann er með 3,8 lítra vél með
tveimur forþjöppum sem fram-
leidd er af Nismo og fyrirfinnst
einnig í Nissan GT-R bílnum og
því ógnaröflugur. Renaultsport
hefur hins vegar þurft að þyngja
bílinn um 150 kíló, skipta kera-
mikbremsunum út fyrir þyngri
bremsur, hækka bílinn frá vegi
og gera vindstuðul hans verri
og niðurþrýsting vindkljúfanna
minni. Hreint ótrúlegt að vera
með frábæran bíl í höndunum og
þurfa svo að draga verulega úr
getu hans fyrir reglurnar í GT3-
keppnisröðinni.
RenaultspoRt Rs 01 of
fljótuR fyRiR Gt3
Subaru er nú að framleiða 400
eintök af þessari sérútgáfu WRX
STI-bílsins, sem er svo elskað-
ur af Subaru-aðdáendum. Sub-
aru segir að þessi bíll eigi að vera
„heimsins ánægjulegasti bíll“,
hvorki meira né minna og aldrei
að vita nema svo sé. Þessi öflug-
asta útgáfa bílsins hingað til er
320-330 hestöfl, með stillanlegri
fjöðrun, gríðaröflugum Brembo-
bremsum, 19 tommu sérhönn-
uðum felgum, risastórri vind-
skeið að framan og sjálfstæðri
vindskeið að aftan. Með þeim er
hann tilbúinn til brautarakst-
urs, en einnig má fá bílinn án
þessara vindskeiða. Framsæt-
in eru að sjálfsögðu keppnissæti
frá Recaro. Bíllinn kemur í fjór-
um mögulegum litum, svörtum,
bláum, perluhvítum og í þessum
gula lit sem hér sést. Þessa sér-
útgáfu er Subaru að sýna núna á
bílasýningunni í Tókýó, en hún
hófst í síðustu viku.
400 eintök af
sérútgáfunni
Subaru WRX
STI S207
Stór og stæðilegur
alvöru jeppi á
frábæru verði!
Rexton stenst allan samanburð við aðra stóra jeppa á markaðnum. Og
það skín í gegn að ekkert hefur verið til sparað í frágangi og þægindum.
Rexton er fullvaxinn jeppi byggður á grind og með háu og lágu drifi.
Rexton er alltaf til í tuskið. Komdu og reynsluaktu nýjum Rexton.
Hann er alvöru.
Opið alla virka daga frá 9 til 18
Laugardaga frá 12 til 16 í Reykjavík
Laugardaga frá 10 til 14 í Reykjanesbæ
Verið velkomin í reynsluakstur
Verð: 6.890 þús kr.
• Bíll byggður á grind
• Millikassi með læsingu og lágu drifi
• Sjálfstæð fjöðrun að framan
• E-tronic 5 þrepa sjálfskipting með
skiptirofum í stýri
• ABS hemlakerfi
• ESP stöðugleikastýring
• HDC, heldur á móti niður brekkur
• Tölvustýrð loftkæling
• Loftpúðar í stýri, farþegamegin
og í hliðum
• Styrktarbitar í hurðum
• 16” álfelgur
• Dráttargeta 2,6 tonn
• Varadekk
• Langbogar á þaki
• Leðurstýri með útvarpsstýringu
• Hraðastillir (Cruise control)
• Útvarpstæki og geislaspilari / MP3
• 6 hátalarar og USB tengi
• Bluetooth tenging við farsíma
• Dagljósabúnaður
• Þokuljós - framan/aftan
• Hæðarstillanlegt leðurstýri
• Aðfellanlegir, rafdrifnir hliðarspeglar
með hita
• Hiti í sætum
• 7 manna
• Fjarstýrðar samlæsingar
• Rafdrifnar rúður í fram- og
afturhurðum
• Opnanlegur gluggi á afturhlera
• Hiti undir þurrkum í framrúðu
• Vindskeið að aftan
• Litað gler
• Þjófavörn
BYGGÐUR Á GRIND
HÁTT OG LÁGT DRIF
7 SÆTA
Rexton DLX • dísel túrbó • sjálfskiptur
benni.is
NÝR
STÓRGÓÐUR
Reykjavík
Tangarhöfða 8
Sími: 590 2000
Reykjanesbær
Njarðarbraut 9
Sími: 420 3330
Akureyri
Glerárgötu 36
Sími: 461 3636
2WD
Há-drifs stilling
4WD
Há-drifs stilling
4WD
Lág-drifs stilling
Bíll á mynd Rexton HLX
Fiat Chrysler Automobiles hefur
tilkynnt um 41 milljarðs króna
tap á rekstri fyrirtækisins á
þriðja ársfjórðungi ársins. Líkt
og með Volkswagen er tap fyrir-
tækisins til komið vegna þess að
fyrirtækið hefur lagt til hliðar fé
til að mæta kostnaði við innkall-
anir bíla. Nam það fé 83 milljörð-
um og því hefði orðið álíka mikill
hagnaður af rekstri Fiat Chrysl-
er ef þessir fjármunir hefðu ekki
verið lagðir til hliðar. Í fyrra var
26 milljarða króna hagnaður af
rekstri Fiat Chrysler á þessum
ársfjórðungi. Mjög vel gekk hjá
Fiat Chrysler í Bandaríkjunum og
salan jókst um 12 prósent á milli
ára og seldi fyrirtækið 685.000
bíla þar á þessum þremur mán-
uðum og hagnaðist á því um 163
milljarða króna. Vænt tap annars
staðar í heiminum dró niður ár-
angur Fiat Chrysler, sérstaklega
í Suður-Ameríku og Asíu. Heild-
arsala Fiat Chrysler á þriðja árs-
fjórðungi var 1,1 milljón bílar og
áætluð heildarsala ársins er 4,8
milljónir bíla. Sala Jeep-bíla var
27 prósentum meiri en í fyrra, en
sala Jeep hefur verið með ólíkind-
um á síðustu misserum.
Fiat Chrysler
með tap
á þriðja
ársfjórðungi
BílaR
Fréttablaðið
12 3. nóvember 2015 ÞRIÐJUDAGUR