Fréttablaðið - 03.11.2015, Page 35
mikilvæg? Hafa stelpur rödd í
nemendafélagsstjórn um? Gert er
ráð fyrir líflegum umræðum og
öllum frjálst að stíga í pontu. Allir
framhaldsskólar boðnir hjartan-
lega velkomnir.
Tónlist
Hvað? Jazzkvöld Sunnu Gunnlaugs
Hvenær? 20.30
Hvar? Kex Hostel, Skúlagötu 28
Í kvöld mun Kvartett Sunnu Gunn-
laugs troða upp á Jazzkvöldi Kex.
Mun Ásgeir J. Ásgeirsson leika á
gítar, Þorgrímur Jónsson á kontra-
bassa og Scott McLemore lemur
húðir, auk Sunnu sem spilar á
píanó. Verða valdir djassstandard-
ar á boðstólum. Aðgangur ókeypis.
Hvað? Off – Venue hátíð Lucky Records
Hvenær? 14.00
Hvar? Lucky Records, Rauðarárstíg 10
Í tilefni af Airwaves-hátíðinni
mun Lucky Records bjóða gestum
upp á fimmtíu og fimm bönd
næstu daga. Veislan hófst í gær
og mun standa fram á sunnudag.
Bönd dagsins eru Gímaldin, Deff-
ice, Vára, Different Turns, Lord
Pusswhip feat. Svarti Laxness,
Vagina Boys, Otto Man, Stafrænn
Hákon og Endless Dark. Aðgangur
ókeypis og allir velkomnir meðan
húsrúm leyfir.
Listasýning
Hvað? Hvarfpunktur
Hvenær? 13.00
Hvar? Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41
Á laugardag var sýning á verkum
Olgu Bergmann opnuð, og eru
verkin skírskotun í fleiri en eina
túlkun á hugmyndinni um hvarf-
punkt. Verkin á sýningunni byggja
líka á hugrenningum um Gaia-
kenningu Lovelocks um að allt líf á
jörðinni sé einn líkami eða lífvera.
Stendur sýningin til 22. nóvember
og er opið alla daga frá 13.00 til
17.00, nema á mánudögum.
Leikhús
Hvað? Ungleikur 2015
Hvenær? 20.00
Hvar? Borgarleikhúsið
Ungleikur er sjálfstæður leikhópur
ungra leikskálda og leikstjóra á
höfuðborgarsvæðinu. Skapast þar
vettvangur fyrir skáld til að sjá
verk sín á sviði og rækta þannig
áfram hæfileika sína. Er þetta í
fjórða skipið sem Ungleikur heldur
sýningu í samstarfi við Borgarleik-
húsið. Að þessu sinni verða fimm
ný verk í boði. Aðgangseyrir 2.000
krónur. Allir velkomnir.
Ungliðahreyfing
Hvað? Umhverfisbíó
Hvenær? 20.00
Hvar? Loft Hostel, Bankastræti 7
Ungir umhverfissinnar ásamt Lofti
Hosteli bjóða öllum áhugasömum
umhverfissinnum á bíókvöld í
kvöld og verður myndin „This
changes everything“ sýnd. Tilgang-
ur myndarinnar er að hvetja ungt
fólk til aðgerða. Allir velkomnir.
Stafrænn
Hákon mætir í
Lucky Records
í dag.
Glæsilegur kaupauki* fyrir þig ef þú verslar
Estée Lauder fyrir 7.500 krónur eða meira í
Lyfju Lágmúla, Smáratorgi og Selfossi
dagana 3. - 9. nóvember.
Tilboðið gildir í
Lyfju Lágmúla, Smáratorgi og Selfossi.
20%afsláttur af Estée Laudervörum þriðjudag og miðvikudag
Advanced Night Repair – viðgerðarserum , 7ml
Daywear Cream – dagkrem sem ver húðina, 15ml
Advanced Night Repair Eye – alhliða augnkrem, 5ml
Perfectly Clean Cleanser – froðuhreinsi, 30ml
Pure Color Gloss – varagloss, litur Rock Candy
Pure Color Nail Lacquer – naglalakk, litur So Vain
Fallega snyrtibuddu
*meðan birgðir endast
Kaupaukinn inniheldur:
Spínat-spergilskáls rasp
2 lófar spínat
1/2 spergilkálshöfuð
1 hvítlauksgeiri
100 g rasp
2 msk. fetaostur
1 msk. olía
Safi og rifinn börkur úr 1/2 lime
Salt & pipar að vild!
Setjið allt saman í matvinnsluvél í örfá-
ar mínútur þar til allt er komið í mauk.
Að því loknu er eitt egg og svolítil
mjólk pískað saman og fiskbitunum
skellt ofan í. Eftir mjólkurbaðið er bit-
unum rúllað vel og vandlega um í rasp-
skálinni, þar til þeir eru vel hjúpaðir.
Því næst er bitunum skellt á pönnu
og má steikja upp úr olíu eða smjöri,
allt eftir því hvað hver kýs. Þeir flipp-
uðu gætu jafnvel blandað þessu saman.
Steikið fiskinn í gegn og berið á borð
með soðnum kartöflum.
Þriðjudagsfiskur í gómsætum spínathjúpi
M e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 19Þ R i ð J U D A g U R 3 . n ó v e M B e R 2 0 1 5