Fréttablaðið - 03.11.2015, Blaðsíða 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is,
Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI
512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG
SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is*Gildir fyrir eina áskrift. Viðskiptavinir sem taka þessu tilboði fyrir 1. nóvember halda þessum kjörum í eitt ár.
Fáðu þér áskrift í
síma 1817 eða á 365.is
FÁÐU STÖÐ 3
Á BETRA VERÐI
Í HAUST
STÖÐ 3
+ENDALAUST TAL
+1 GB Í GSM
1.990 kr.
til 1. nóvember*
„Textinn er settur saman úr
mörgum sögum úr okkar sam-
bandi,“ segir söngvarinn Friðrik
Dór Jónsson, sem hefur enn eina
ferðina slegið í gegn. Á sunnu-
daginn sendi hann frá sér lagið Skál
fyrir þér, sem er augljóslega samið
til Lísu Hafliðadóttur, kærustu
hans. „Ég samdi textann mikið í
bílnum, með upptökuforritinu í
símanum,“ útskýrir söngvarinn sem
segist nú stefna á að gefa út meira af
efni á næstunni.
Samansafn af sögum
Friðrik Dór segir að textinn í laginu
sé safn af sögum um sambandið.
„Eins og öll pör eigum við okkur
margar sögur og ég vildi koma þeim
til skila, setja þær í bundið form.
Það var af nógu af taka og upp-
runalega var lagið örugglega ein
fjögur hundruð erindi,“ segir hann
hlæjandi og heldur áfram:
„Síðan var bara spurning um að
klippa þetta niður og velja það sem
mér fannst mikilvægt fyrir okkur.
Eins og í öllum samböndum eru
ákveðin móment sem eru mikil-
vægari en önnur og þetta er svona
sem ég valdi út fyrir okkur.“
Auðvelt er að gefa sér að sú
heittelskaða hafi verið ánægð með
lagið. „Já, hún var rosa ánægð með
mig. Ég er yfirleitt rosalega lélegur
að vera „rómó“, þannig að þetta
kannski bætir eitthvað upp fyrir
það.“
Lagið samið á gítar
Friðrik Dór samdi lagið sjálft á gítar
heima hjá sér. „En síðan fór ég með
það til StopWaitGo og þeir útsettu
það. Daði Birgisson spilar svo á
píanóið í laginu sem gefur þessu
ótrúlega skemmtilega mynd. Strák-
arnir sem komu að þessu eiga mikið
hrós skilið. Þeir „djúsuðu“ þetta vel
upp.“
Á döfinni hjá söngvaranum er
aukinn þungi í útgáfu. „Ég hef í
hyggju að gefa meira af efni út,
byrjum á smáskífunum og svo
sjáum við hvað gerist. Ég get
allavega fullyrt að ég ætla að auka
tíðnina á að gefa út efni.“
Friðrik segir að sér þyki gaman að
sjá hvað lagið hefur fengið góð við-
brögð. „Þetta eru kannski sterkari
viðbrögð en ég hef fundið áður og
ég hef bara heyrt jákvæð viðbrögð.
Yfirleitt eru alltaf einhverjir sem
hrauna yfir mig. Ég hef ekki fundið
fyrir því núna, þannig að það fer
kannski hver að verða síðastur í
þeim efnum. En annars er gaman
hvað laginu hefur verið vel tekið.
Það virðist hafa snert einhverjar
taugar, fólk virðist tengja við þetta.
Manni finnst það auðvitað ótrúlega
gaman.“ kjartanatli@365.is
Lagið til kærustunnar
var samið í bílnum
Friðrik Dór Jónsson hefur enn einu sinni slegið í gegn, nú með laginu
Skál fyrir þér. Lagið er tileinkað Lísu Hafliðadóttur, kærustu hans.
Hann syngur um mikilvægustu augnablikin í sambandi þeirra.
Friðrik Dór Jónsson gaf út á sunnudag lagið Skál fyrir þér. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Síðan var bara
Spurning um að
kLippa þetta niður og veLja
það Sem mér fannSt mikiL-
vægt fyrir okkur. einS og í
öLLum Samböndum eru
ákveðin móment Sem eru
mikiLvægari en önnur og
þetta er Svona Sem ég vaLdi
út fyrir okkur.
vinsælustu lög
friðriks dórs á
youtube
Glaðasti hundur í heimi
486 þúsund spilanir
Í síðasta skipti
328 þúsund spilanir
Hlið við hlið
325 þúsund spilanir
Til í allt (ásamt Steinda jr. og Bent)
245 þúsund spilanir
Fyrir hana
197 þúsund spilanir
Hún er alveg meðʼetta
179 þúsund spilanir
Leiðarlok
167 þúsund spilanir
Á sama stað (ásamt Blaz Roca)
134 þúsund spilanir
Keyrumettígang (lag með Henrik
Biering og Blaz Roca)
225 þúsund spilanir
Okkar leið (lag með Emmsjé
Gauta)
142 þúsund spilanir
Sumar sem leið (Lag með Óla
Geir)
135 þúsund spilanir
3 . n Ó v E m B E R 2 0 1 5 Þ R I Ð J U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð