Fréttablaðið - 03.11.2015, Page 40

Fréttablaðið - 03.11.2015, Page 40
Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja Bakþankar Erlu Bjargar Gunnarsdóttur Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka Mér fannst síðasta viku óvenju þrungin stressi og áhyggjum. En þetta var bara venjuleg vika. Þið vitið. Langir vinnudagar, heimanám með börn- unum, matarinnkaup og klósett- þrif. Það var starað á netbankann, iðnaðarmannaskorti í fjölskyldunni bölvað og lesnir um það bil 15 tölvu- póstar frá skólum, leikskólum og íþróttafélögum. Fundir, safnanir og leikir. Dagbók barnsins er ekki lengur með klipptum hárlokkum og fyrsta brosinu heldur útpæld tímaáætlun flokkuð með fjórum glósupennum. Við þessa venjulegu viku bætt- ust óvenju margar fréttir af streitu íslenskra fjölskyldna. Konur eiga að henda sér í sófann samkvæmt lækn- isráði. Íslensk börn gætu haft það betra ef við myndum vinna minna og Kringlan væri lokuð á sunnudögum. Og samkvæmt nýlegri rannsókn eru íslenskar fjölskyldur almennt „að þola og þrauka“ daglega lífið og bíða þess að börnin verði eldri svo allir geti farið í golf. Þar að auki var mér boðið í tvo Facebook-hópa: Ekki halda stressi til streitu og Streitu- stjórnun með núvitund. Og ég fylltist streitu. Hvernig á ég að koma núvitund, jóga, líkams- rækt, göngutúrum, hugleiðslu, tjilli og sófakúri inn í dagskrána mína? Ég var komin í ástandið streita vegna streitu – úrkynjaður krankleiki metorðagjarnar velmegunarkonu. Samviskubitið sem fylgir streitu vegna streitu er svo hliðarverkun ástandsins. En við Íslendingar erum eldfjöll. Fyllumst gremju, bullum og svo flæðir upp úr með gjósandi tilfinn- ingagusum í hashtag-stæl. Þegar ég keyrði Sæbrautina í morgun og las „Ekki skamma þig“ sem stendur skrifað með ljósum á byggingakrana, fannst mér eins og þar væri sjálfs- mynd hálfgalinnar þjóðar komin í einu fallegu listaverki. Og mér þótti bara vænt um okkur. #skammarkrókur www.gudjono.is · Sími 511 1234 FINGRAFÖRIN OKKAR ERU ALLS STAÐAR !

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.